Arkitektúr og skipulag - 01.12.1992, Page 75

Arkitektúr og skipulag - 01.12.1992, Page 75
í garðinum eru tvö fuglahús úr timbri, sprekum og grjóti sem skógarþrestir hafa verpt í. Annað húsið sést hægra megin á my ndinni ofan við höfuð tréhestsins. Garðhúsið átti í upphafi aðeins að vera skjól. Síðan bættist einn og einn veggur við, og á fjórum árum varð skýlið að húsi. forvitnum augum. Það vefst þó ekki fyrir neinum sem framhjá fer að þarna er fallegur garður, því steypt ljósker beina sjónum vegfarenda inn í hann og að þeim verkum sem hlasa við frá götunni. Einkenni þessa garðs eru þéttur trjágróður með steinlögðum gang- stígum á milli ogfjöldi skemmtilegra listaverka úr steini, tré og öðrum náttúruefnum á víð og dreif. Garðurinn hlaut viðurkenningu bæjarins fyrir nokkrum árum og það er sýnilegt að þau hjónin hafa ekkert slegið af síðan, því enn er garðurinn hin stórkostlegasta para- dís. Brynhildur á mestan heiðurinn af því hversu sérstakur garðurinn er því hún hefur gert öll þau sérkenni- legu og líflegu listaverk sem prýða hann. Brynhildur er listakona af Guðs náð og ást hennar á náttúrunni kemur berlega í lj ós í verkum hennar sem prýða garðinn. V ið heimsóttum Brynhildi dag einn snemma hausts og þrátt fyrir að fyrsta grimma haustlægðinværi búin að taka sinn toll af viðkvæmasta gróðrinum bjó garðurinn enn að fegurð sumarsins. Við spurðum Brynhildi um tilurð þessara listaverka. HÚSASKJÓL HANDA FUGLUNUM „Við fluttum hingað á Reykja- veginn árið ’78 og þá var ekkert hér í garðinum frekar en annars staðar í nágrenninu. Eg hafði gert fuglahús sem ég setti í garðinn þar sem ég bjó áður. Mér fannst fuglana vanta samastað og ég vildi hafa þá nálægt mér. Eg vildi auðvitað hafa fuglahús hér líka og bjó til hús í lóðina hér fyrst af öllu. Ég gaf fuglunum í þau á veturna og þá komu þeir og settust þar að. Flj ótlega eftir að við fluttum hingað byrjaði ég svo fyrir alvöru að vinna fleiri steinmuni. Eg fór að prófa mig áfram með að steypa ljósker til að skreyta garðinn með. Eg hafði þau lokuð fyrst í stað, en komst svo að því að ég yrði að breyta þeim og opna þau meira. Þessi ker við gangstéttina eru fimm ára gömul og eru eins og ég vil hafa þau í dag. Ljóskerin eru ýmist hönnuð fyrir rafmagnsljós eða kerti og þessi nýju eru steypt í þrennu lagi og raðað á steina til að hækka þau frá jörðu. Mér finnst mjög gaman að skoða steina og vinna með þá og ég fór fljótlega að safna steinum í garðinn. Það eru ófáar ferðirnar sem búið er að keyra suður með sjó og í ýmsar aðrar fjörur og safna grjóti til að flytjaheim. Það væri gamanaðvita hversu mörg tonn þetta eru orðin. Eg fór að leika mér að búa til styttur úr steinunum og núna er garðurinn orðinn fullur af steinfólki af ýmsum stærðum og gerðum. Auk þess eru hér varðhundur úr grjóti, fullt af litlum mýslum úr skeljum og 73

x

Arkitektúr og skipulag

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.