Arkitektúr og skipulag - 01.12.1992, Side 77

Arkitektúr og skipulag - 01.12.1992, Side 77
kuðungum, ker og sitthvað fleira. OLÆKNANDI STEINA- SAFNARI Eg spurði Brynhildi hvernig stæði á þessari ást hennar á steinum. „Eg veit það eiginlega ekki. Mér finnst bara svo mikið líf í steinunum. Strax þegar ég var lítil stelpa byrjaði ég að safna steinum þegar fjöh skyldan fór í bíltúra. Eg safnaði steinum inn í bílinn og pabbi fleygði þeim út hinum megin jafnóðum. Pabbi varaði meira að segja tilvon- andi tengdasoninn við áður en við giftumst en það dugði ekki til, ég safna enn grjóti. Steinarnir eru hluti af náttúrunni og ég vil hafa þá ná- lægt mér.” Garðurinn er svo sannarlega ævin- týraland sem hægt er að skoða eins og safn. Þar eru óteljandi listaverk og gróðurinn er líka fjölbreytilegur og hraustlegur. A síðasta ári luku þau Sigurbjörn og Brynhildur við lítið garðhús norðan megin í lóðinni og þar er lagt rafmagn. í húsinu eru bæði ljós og ofnar og þar er aðstaða til að grilla og borða. Brynhildur ræktar rósir í garðhúsinu og þar er líka talvert af smærri listaverkum. Þegar heimsókninni lauk var farið að rökkva og þá var kveikt á ljós- kerunum. Það var óneitanlega fallegt að horfa upp að húsinu þegar við ókum í burtu og það var langt í frá því að steinarnir í garðinum bæru með sér kulda, -síður en svo, frá þeim stafaði hlýju og lífi. ■ ARKITEKTUR OG SKIPULAO TÍMARITIÐ ARKITEKTÚR OG SKIPULAG KEMUR ÚT ÁRSFJÓRÐUNGSLEGA OG FJALLAR Á FAGLEGAN HÁn UM BYGGINGARLIST, SKIPULAG OG UMHVERFISMÁL. ÞETTA TÍMARIT ER SAMEIGINLEGUR VETTVANGUR ALLRA ÞEIRRA SEM FÁST VIÐ SKIPULAG, HÖNNUN, MANNVIRKJAGERÐ OG ALMENNA UMHVERFISMÓTUN, BÆÐ| SÉRFRÆÐINGA, SVEITARSTJÓRNARMANNA OG FÓLKSSEM HEFUR ALMENNAN ÁHUGAÁ ÞESSUM MÁLUM. ASKRIFT 1992 Ég óska að greiða óskriftargjald að Arkitektúr og skipulag órlega með greiðslukorti þar til fyrirmœli berast um annað: Nafn................................................................... Kennitala ....................... Heimili......................................Staður................Póstn.............sími................ Euro.......Visa.......Kortnúmer........................Gildirtil Áskriftargjald hérlendis er KR. 2500 og USD. 75.00 erlendis. Sendiðtil SAV, Garðastrœti 17,101, Reykjavík, ísland. Eða hringið (91) 616577, Fax: 616571. Sé greitt með gíró eðaí sparisjóðum: Banki: 1135, reikn: 7737, kennitala: 490388-1419. 75

x

Arkitektúr og skipulag

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.