Arkitektúr og skipulag - 01.12.1992, Page 78

Arkitektúr og skipulag - 01.12.1992, Page 78
<£ teiÁtu&ontUmc BYGGTVIÐ BYGGÐASAFNIÐ í SKÓGUM UNDIR EYJAFJÖLLUM L A NGSNEIOING B-B etta verkefni er nú reyndar ekki lengur á teikniborðinu, en fyrir stuttu var boðinn út 4- áfangi verksins, frá- gangur inni á efri hæðum hússins og á að ljúka að mestu fyrir sumarið. Safnið í Skógum þekkja margir og kannast þá jafnframt við áhuga- saman og ötulan safnvörðinn, Þórð Tómasson, en að öllum öðrum ólöstuðum er safnið að Skógum fyrst og fremst árangur sívakandi áhuga og eljusemi hans. Hann hóf söfnun muna fyrir um fimmtíu árum og um svipað leyti voru söfnin stofnuð í Rangárvalla- og Vestur Skafta- fellssýslum. Arið 1955 var safnahúsið tekið í notkun, teiknað af Matthíasi Einarssyni byggingameistara í Vík og reist 1954-55 af heimamönnum undir stjórn hans. Stærsti gripurinn var áttæring- urinn „Pétursey”, og má segja að safnahúsið hafi að miklu leyti og bókstaflega verið reist utan um skipið. Einni kynslóð síðar er verið að gera það sama á vissan hátt, - í aðalsal nýbyggingarinnar verður skipið Pétursey sett upp á ný, en að þessu sinni með rá og reiða og verður sjávarháttadeild safnsins byggð upp í kringum það. N ýbyggingin er í sv ipuðum stærðum og hlutföllum og gamla húsið og efnistök svipuð. Glerhús tengir gamla og nýj a húsið saman og tengir 76

x

Arkitektúr og skipulag

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.