AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.03.1994, Page 11

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.03.1994, Page 11
G E S T U R Ó L A F S S O N ÍSLENSKT VATN VANMETIN AUÐLIND Frá upphafi íslandsbyggðar höfum við íslendingar litið á gott neysluvatn sem sjálfsagt fyrirbrigði. Þótt önnur heimsins gæði kynni að skorta, þá áttum við þó alltaf nægilegt vatn. Gott vatn var þó ekki alls staðar að finna og forfeður okkar tóku ávallt tillit til þess, þegar þeir völdu bæjum sínum stað, að þar væri nægilegt gott vatn sem ekki frysi að vetri til. Þessi tími er liðinn. Nú sækja fáir íslendingar vatn í bæjarlækinn þótt ennþá séu margir á lífi sem muna eftir þeim vatnsburði sem tíðkaðist hér á landi áður en öld veitukerfa hélt innreið sína. Gott ómengað vatn er ekki lengur óþrjótandi auðlind. Sú mengun sem átt hefur sér stað í kjölfar iðnbyltingarinnar hefur spillt vatnsbirgðum jarðarinnar mjög víða þannig að sífellt færri eiga nú kost á nægu, fersku drykkjarvatni sem ekki hefur þurft að hreinsa. Án vatns er ekkert líf og ef við eigum ekki kost á góðu vatni þá lifum við ekki góðu lífi. Enn þann dag i dag fær ekki nema um þriðjungur jarðarbúa vatn úr þokkalegri vatnsveitu. Hinir þurfa að láta sér nægja vatn úr þrunnum, ám, stöðuvötnum o.þ.h. sem oft er meira eða minna mengað. í dag er mikill hluti af neysluvatni Evrópubúa unninn úr menguðu vatni stórfljóta sem að vísu er hreinsað, en sem aldrei er unnt að hreinsa til hlítar. Auðvitað verður slíkt vatn aldrei borið saman við ferskt íslenskt vatn sem rennur ómengað ofan af hálendi íslands! Hingað til höfum við horft á þetta neysluvatn renna til sjávar eins og „lati Geir á lækjarbakka“, án þess að hafa uppi mikla tilburði til þess að gera okkur það að féþúfu. Þó hafa nokkrar ánægjulegar tilraunir verið gerðar til þess að vinna og flytja út vatn, en af miklum vanefnum og án þess að nokkur stefna hafi verið mótuð um það hvernig æskilegt sé að standa að þessum málum þegar til lengri tíma er litið. Hugsanlegur útflutningur á íslensku neysluvatni í miklum mæli er ekkert flýtiverk heldur krefst hann mikils og vandaðs undirbúnings, stefnumótunar og rannsókna bæði hér á landi og eriendis. Margt bendir nú til þess að eitt af því skynsamlegasta sem við getum tekið okkur fyrir hendur sé að verja nauð- synlegu fé til þess að átta okkur á þeirri leið sem heppilegast er að fara til þess að gera okkur mat úr þessari auðlind. ■ 9
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.