AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.03.1994, Blaðsíða 15

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.03.1994, Blaðsíða 15
miklum verðmætum nytjavatnsauðlindin skilar. Vatnið í veitum og krönum iandsmanna er virði nokkurra milljarða króna, eins og stendur, en verðmæti auð- lindarinnar er margfalt meira. Allt lindavatn í byggð, flutt út í dýrum neytendaumbúðum, skilaði tvö hund- ruðþúsund milljörðum íslenskra krjóna, eða fimmþús- undföldum þjóðartekjum okkar núna. Sjálfsagt á sú arðnýting langt í land. Til þess þyrfti hvert manns- barn um víða veröld að drekka 2 lítra af íslensku drykkjarvatni á degi hverjum. Veljum annað viðmið: Tökum 10% af lindavatni I byggð og seljum það á sama verði og kranavatn í Kaupmannahöfn. Því samsvarar að um 10 milljónir manna notuðu íslenskt vatn til heimilishalds. Það gæfi um 300 milljarða króna eða svipaða stærð og þjóðartekjur okkar eru. Annað dæmi: Einn m3/s -1000 l/s teknir úr grunnvatni á höfuðborgarsvæðinu, t.d. í Heiðmörk eða við Straumsvík, og selt sem pakkað neysluvatn úr landi- t.d. á 20 cent lítrinn gæfi svipaða niðurstöðu, eða enn þá hærri. Allt eru þetta vergar tekjur. Arðurinn er til muna minni. Hvernig svo sem þetta er og hvenær sem við förum að arðnýta þessa auðlind í stórum stíl, þá er eitt Ijóst: Vð getum ekki leyft okkur að spilla nytjavatns- auðlindinni að þarflausu. Við verðum að vernda grunnvatnsauðlindina, hvar sem er á landinu, og við verðum að ástunda skynsamlega nýtingu, vinnslu og sölu á þessu vatni. HVERNIG Á AÐ VERNDA VATNIÐ? Hvað varðar grunnvatn á íslancfi og arðnýtingu þess, þá er náttúran ekki aðeins gjöful, heldur líka gæsku- rík. Mestur hluti grunnvatns í byggð dregst saman í óbyggðum, þar sem náttúrleg mengun er hverfandi og gerlegt á að vera að halda mengun af manna- Hringrás valnsins völdum í lágmarki, með ofurlítilli skynsemi, fyrirhyggju og skipulagi. Vatnsverndar er þörf fyrir núverandi vatnsöflun, ekki síður en vegna útflutnings á vatni, því að hreint vatn er forsenda tilvistar okkar og velsældar hér á landi. Aðstæður til verndunar vatnsins eru misjafnar frá einum stað til annars á landinu, en hvarvetna njótum við þess, að náttúran sjálf megnar að hreinsa vatnið að vissu marki. Gerlar deyja út í djúpum jarðarinnar, ferskt bergið og súrefni úr úrkomunni vinna á mörgum lífrænum efnum, mikið vatnsmagn þynnir aðskotaefni til stórra muna en grugg og óhreinindi síast burtu í jarðlögunum. Við þurfum því ekki að dauðhreinsa fyrir fram hvern dropa, sem rennur til grunnvatns í jörðu niður. Núverandi, náttúrleg hreinsun skilar okkur hreinu vatni mjög víða, eins og stendur. Við þurfum því að- eins að hindra viðbótarmengun af manna völdum, sem einhverju nemur. Þetta á að vera hægt, með fyrirhyggju og skipulagi, og þá getum við búið við framtíðarvonina um arð af auðlind, sem gæti orðið margfalt verðmætari en allar aðrar náttúruauðlindir lands og sjávar til samans. ■ 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.