AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.03.1994, Síða 17

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.03.1994, Síða 17
VATNSVEITA REYKJAVÍKUR f fortíö, nútíð og framtfð GUÐMUNDUR ÞÓRODDSSON VATNSVEITUSTJÓRI ÞORVALDUR ST JÓNSSON VERKFRÆÐINGUR Gvendarbrunnar hinir nýju Þegar framkvæmdir við Vatnsveitu Reykjavíkur hófust árið 1908 var hún talin stærsta mannvirki sem íslendingar höfðu ráðist í til þess tíma. Veitan var tekin í notkun í júní 1909 en í október það ár var lokið við lögn aðfærsluæðarinnar upp í Gvendarbrunna. Til þess tíma höfðu bæjarbúar sótt neysluvatn sitt í brunna víðsvegar í bæjarlandinu, en vatnið úr þeim var misjafnt að gæðum og stundum af skornum skammti. Þrátt fyrir þetta voru miklar deilur um fram- kvæmdina, sem stóðu fyrstu ár aldarinnar, og það var ekki fyrr en taugaveikifaraldur kom upp árið 1906 og sannað var að orsök hans var mengað vatn úr Móakotsbrunninum að menn sáu nauðsyn þess að leggja vatn til bæjarins. Til er fræg mynd úr Aðalstræti frá árinu 1836 sem sýnir fólk sækja vatn í Prentsmiðjupóstinn, en við hliðina á brunninum sést hvar skólp rennur í opnu ræsi fram hjá brunninum. Gera má ráð fyrir að um- búnaði brunna hafi verið mjög ábótavant fram yfir síðustu aldamót, þótt ekki hafi þeir allir verið jafnilla varðir gegn mengun eins og Prentsmiðjupósturinn. Fljótlega eftir að Vatnsveitan var tekin í notkun fór að bera á vatnsskorti og á fyrstu áratugunum voru afköst hennar aukin, en sjaldnast dugðu þær aðgerðir nema í fá ár þar til aftur fór að bera á vatnsskorti. Á hernámsárunum og fyrstu árunum eftir stríðið var oft skortur á vatni, en með nýrri aðalæð sem lögð var árið 1947 var bætt úr því og entist sú úrbót fram yfir miðjan sjötta áratuginn. Árið 1958 var byggð dælustöð við Gvendarbrunna og var hún í notkun til loka áttunda áratugarins eða þar til ný aðalæð frá Heiðmörk komst í notkun. Það er svo ekki fyrr en undir 1960 sem borgaryfirvöld gera sér grein fyrir því að framkvæmdum við vatns- veituna verði aldrei lokið í orðsins fyllstu merkingu heldur þurfi að byggja upp öflugt þjónustufyrirtæki sem sjái um vatnsmálin. Eftir það er fyrst farið að vinna að lausn vandamála við vatnsöflun og dreifingu áður en neyðarástand skapast. Fram undir 1970 felast framkvæmdir VR aðallega í aðgerðum til að koma í veg fyrir neyðarástand. Byggðar voru dælu- stöðvar í dreifikerfinu til að halda uppi þrýstingi á hápunktum kerfisins.vatnsgeymar voru byggðir til jöfnunar toppálags, byggðir voru varnargarðar til að verja Gvendarbrunna gegn menguðu flóðavatni og Bullaugu voru virkjuð til að minnka álagið á brunnana. Þegar málefni VR voru komin í þolanlegt horf um 1970 og horfur á að ekki yrði vatnsskortur nema í miklum þurrkasumrum var hafist handa við að færa vatns- öflunina til nútímans og að koma vatnsöfluninni í lokuð vatnsból í Heiðmörk. Næstu 15 ár breytirVR gjörsam- lega um svip og allur umbúnaður færist til nútímalegri hátta. Hinum opnu vatnsbólum við Gvendarbrunna var lokað og í staðinn voru virkjaðar borholur á þrem svæðum í Heiðmörkinni, Gvendarbrunnasvæðinu, Jaðarsvæðinu og Myllulækjarsvæðinu. Með þessum aðgerðum var vatn tryggt við mestu þurrka og vatns- gæði höfðu aukist mjög. Flutningsgeta veitunnar var aukin verulega, lögð var ný 1000 mm aðalæð sem leysti af hendi báðar fyrri pípunar, þ.e. trépípu frá 1909 og stálpípu frá 1947 sem báðar voru orðnar varhugaverðar. Nú gegnir æðin frá 1947 hlutverki neyðaræðar sem hægt er að grípa til ef bilun verður á nýjustu aðalæðinni. Á þessum tíma var einnig hafist handa við að tvöfalda flutningsgetu dreifiæða inni í bænum, þannig að ekkert svæði væri háð einungis einni aðflutningsleið. Hafist er handa við að endurnýja lélegustu hluta dreifikerfisins. Eftir miðjan níunda áratuginn er staða vatnsveitunnar, hvað varðar nægt vatn og vatnsgæði, orðin nokkuð góð og færast þá helstu áherslusvið hennar yfir á ný svið. Á þessum tíma er farið að leggja áherslu á að geta afgreitt vatn þó svo að óhöpp verði, eins og að alvarleg bilun verði á aðalæð, rafmagn fari af eða svipaðir atburðir sem valdið gætu algjöru vatnsleysi. Ef vatn fer af þó ekki sé á nema hluta svæðisins skapast fljótt neyðarástand. Litlum brunavörnum verður komið við ef ekkert er vatnið. Sjúkrahús eru mjög háð vatni til að halda uppi þjónustu á skurð- stofum og annarri bráðaþjónustu.lðnfyrirtæki stöðv- ast fljótt og svo mætti lengi telja. Við þessu hefur verið brugðist með því að setja upp varaaflstöðvar sem taka við ef rafmagn fer af kerfinu og með því að reyna að hafa aðfærslu inn á öll svæði úr tveimur áttum a.m.k. Núverandi vatnsbólasvæði eru viðkvæm fyrir mengun sem ætti sér stað í NA-Heið- mörk, en ólíklegt er að hvert mengunarslys hefði skaðleg áhrif á fleiri en eitt svæði. Mjög lág grunn- vatnsstaða getur takmarkað afkastagetu núverandi 14 15
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.