AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.03.1994, Page 18
Myllulækjarsvæði
GvendorbrunriaSvæði
Hólmsó
Hluti úr trépípu, í fyrstu aðalæð.
Gerð borholu, staðsetning
dælu og jarðlög.
Vomsendokriki
Elliðavatn
i i '< '«• Kirkjuhólmoljðfn Helluvotn
Jaðarssvæði
‘ '^á ÍP ' ^
Suðura '
><■: ’ ’w ’ 'r- 3<MSil
Vatnstökusvæðið í Heiðmörk.
vatnsbóla. Af þessum sökum er unniö aö virkjun á
nýju vatnsbóli í Vatnsendakrika, sem er efst í Heið-
mörkinni. Bullaugnaveitan sem tekin var í notkun
áriö 1965 var lögö niður áriö 1992, en gæti nýst, sem
iðnaðarvatnsból síðar meir. Umhverfismál skipa orðið
stóran sess í störfum vatnsveitunnar. Það lýsir sér
einna helst í að stórátak hefur verið gert í því að
ganga frá öllu jarðraski í landslagi eftir framkvæmdir
VR og einnig í að gera öll mannvirki veitunnar sem
snyrtilegust og veitunni til sóma. Einnig hefur verið
gert átak í að kynna viðskiptavinum veitunnar starf-
semi hennar. Á þessum tíma var einnig ráðist í að
lækka rekstrarkostnað veitukerfisins, til að mynda var
gert mikið átak í kerfisbundinni leit að vatnslekum
og bar hún þann árangur að vatnsþörf borgarinnar
hefur minnkað undanfarinn áratug, þrátt fyrir fjölgun
borgarbúa. Öll vinnuaðstaða hefur verið stórbætt
og sjálfvirkni hefur aukist, og því hefur lítil fjölgun
orðið í starfsmannahaldi veitunnar á undanförnum
árum þrátt fyrir aukin umsvif. Einn þáttur þessarar
þróunar er mikil sjálfvirkni og fjarmælingakerfi, sem
safnar upplýsingum um vatnshæð í geymum og á
grunnvatni, þrýstingi í kerfinu auk ýmissa annarra
mælistærða vítt og breitt um veitukerfið og gerir
16