AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.03.1994, Page 20
GARÐURINN OG VATNIÐ
ÞÓRÓLFUR JÓNSSON LANDSLAGSARKITEKT
Vatnið hefur ómótstæðilegt og seiðandi
aðdráttarafl, hvort sem það er kyrrðin við
lygna tjörn eða fjörið í fossandi læk eða
gjósandi gosbrunni. Vatnið hefur síbreyti-
lega ásýnd, speglun, hljóð og hreyfingu, jafnvel frosið
vatn og gufa hafa breytilegan lit og áferð.
Frá örófi alda hefur verið sérstök, gjarnan trúarleg
helgi á vatninu, vatnið var uppspretta lífs og frjósemi
jarðargróðurs. Vatnið gegndi mikilvægu hlutverki í
fyrstu görðunum. Garðlist hjá Forn-Egyptum hófst
við vatnsáveiturnar. í kínverskri garðlist hefur vatnið
í gegnum árþúsundir verið í aðalhlutverki. Garðar
Forn-Grikkja og þó aðallega Rómverja voru upp-
haflega gerðir umhverfis vatnsbrunninn.
Á fyrsta blómaskeiði vestrænnar garðlistar, þ.e. á
endurreisnartímanum á Ítalíu, var vatnið mikið notað.
Vatnið rennur eða fossar niður, sprautast upp í alls
konar gosbrunnum á milli þess sem það staldrar við
Tjarnir í Grasagarði, þarna var áður mýri.
í kyrrum tjörnum. Á næsta skeiði, í hinum miklu
görðum barokktímans í Frakklandi var vatnið í lygnum
stórum tjörnum í aðalásum og sjónlínum. Rómantíski
garðurinn var stílfærð náttúra þar sem bugðóttir lækir
og tjarnir voru grunnþættir í sjónarspilinu.
Þessi margra alda gamli menningararfur garðlist-
arinnar, tilbúnar tjarnir, lækir, gosbrunnar, hefur ekki
náð aðfesta almennilega rætur hér á íslandi. Kannski
er það vegna þess að við höfum svo mikið af náttúr-
legu vatni, lækjum, ám og vötnum og heitum laugum,
vatn sem við drekkum, veiðum í og böðum okkur í, -
fyrir utan sjálft hafið. Við þurfum heldur ekki vatnið til
kælingar. Tjarnir með vatnagróðri eru rómaðar í
útlöndum en okkar tjarnir eru kannski varasamar
keldur úti í mýri. Við eigum nóg af fallegum fossum
og viðhorfið er að gosbrunnar eigi ekki heima hér.
Mörgum er í fersku minni umræðan um gosbrunninn
í Tjörninni í Reykjavík.
18