AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.03.1994, Síða 21

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.03.1994, Síða 21
Tjörnin í Fjölskyldugarði með blómstrandi Hofsóley. Tjarnir hafa ekki orðiö almennar í görðum hjá fólki eða á öðrum stöðum, þekking er lítil á uppbyggingu °9 viðhaldi. Sérstakurvatnagróður er ekki fáanlegur í gróðrarstöðvum. En það er ekkert sem mælir á móti Því að við getum gert okkar tjarnir og þetta þurfa ekki að verða sérstaklega dýr eða flókin mannvirki. TilPúnar tjarnir þurfti áður fyrr að steypa upp en með tilkomu þéttidúka af ýmsu tagi má byggja upp tjarnir á einfaldari hátt. Heppileg lögun, stærð og efnisval tjarnarinnar ráðast að miklu leyti af stærð og stíl garðsins en einnig af eigin óskum og tilkostnaði. Auðveldast er að nota þéttidúk, sérstaklega ef tjörnin á að hafa náttúrlegt yfirbragð, því hylja má kantana °g dúkurinn verður tiltölulega lítið áberandi. Dúkur er langheppilegasta lausnin fyrir stórar tjarnir. Þétti- dúkurinn er oftast PVC- eða Butyl-dúkur en einnig er til eins konar leirdúkur (bentóntt) sem er eiginlega leirlag sem nota má í stærri tjarnir. Dúka þessa er hægt að fá í ýmsum stærðum og hægt að sníða þá til þannig að passi hvaða lögun sem er. Butyl-dúkur er teygjanlegur og þolinn gagnvart útfjólubláu Ijósi, gerlagróðri og hitasveiflum og með endingu upp á 40-50 ár. PVC-dúkar eru tiltölulega sterkir og teygjuþolnir og hafa a.m.k. 10-15 ára endingartíma. Peir eru þolnir gagnvart frosti og gerlagróðri en þola illa sólarljós. Svartur dúkur er heppilegastur, svart drekkur í sig Ijós og hita auk þess að tjörnin virðist náttúrlegri og það verður meiri speglun en ef notaður er Ijósari litur. Leirdúkurinn er leirlag sem haldið er saman með trefjadúk. Eftir að búið er að leggja dúkinn og fylla á með vatni þenst leirinn margfalt út og verður að þéttu leirlagi. Minni háttar göt lokast af sjáltu sér því leirinn rennur til og lokar gatinu. Til þess að halda jöfnu yfirborði í tjörn þarf að vera yfirfall, þ.e. frárennslislögn sem tekur við vatni þegar vatnsyfirborð nær ákveðinni hæð. Niðurfall í tjörninni er kostur en er ekki nauðsynlegt, hægt er að ausa eða dæla úr tjörninni ef þarf að tæma hana. Nauð- synlegt getur reynst að leggja drenlögn undir tjörnina ef hætta er á að vatn geti safnast fyrir utan við sjálfa tjörnina. Hliðar tjarnarinnar ættu helst að vera með einhverjum halla svo ísinn á veturna þrýstist upp úr tjörninni í stað þess að sprengja hana. Gróðurinn áyfirleittalltaf heima íeðavið vatn. Plöntur lifa við ýmiss konar skilyrði, allt frá því að lifa í vatninu til plantna sem þrífast í blautum jarðvegi. Notkun þekktra erlendra tjarnaplantna svo sem vatnalilja er ekki mikil hérlendis enda er veðráttan óhagstæð. Ef hægt er að lagfæra skilyrðin eitthvað, s.s. að skýla tjörninni á veturna, halda yl í henni, svo ekki sé talað um að tjörnin sé inni í garðskála, þá aukast mögu- leikarnir mikið. íslenskar plöntur má mjög gjarnan 19
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.