AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.03.1994, Side 33

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.03.1994, Side 33
Alltof oft hafa framkvæmdaaðilar á íslandi kastað höndunum til hönnunar á mann virkjum sem hafa mjög mikil áhrif á umhverfi á stórum svæðum, bæði í þéttbýli og í dreifbýli. Oft eru þessi mannvirki ákveðin og hönnuð af fólki sem hefur ekki hlotið neina fagurfræðilega menntun og gerir sér hvorki grein fyrir því hve miklum umhverfisspjöllum slík mannvirki geta valdið eða hve mikil staðarprýði vel hannað mannvirki getur verið ef vel er að því staðið. Það er því sérstakt ánægjuefni þegar framkvæmdaaðilar hjá Reykjavíkurborg setja metnað sinn í að láta hanna frárennslisdælustöðvar það skemmtilega að athygli veki bæði hér á landi og erlendis. Nú þegar hafa þrjár dælustöðvar verið byggðar og teknar i notkun hjá Reykjavíkurborg. Tvær eru við Sæbraut, annars vegar á mótum Laugalækjar, en hins vegar á milli Klapparstígs og Ingólfsstrætis. Þriðja dælustöðin stendur fyrir utan Faxaskjól. Björn Stefán Hallsson arkitekt hefur annast hönnun þessara dælustöðva, þá síðustu í samstarfi við Jón Þór Þorvaldsson arkitekt. Dælustöðvarnar allar eru einangruð mannvirki í jaðri byggðar sem þegar hefur verið mótuð og sem nýtur fagurs útsýnis yfir hafflötinn og til fjalla. Með virðingu fyrir umhverfisþáttum var það markmið við hönnun allra dælustöðvanna að þær láti lítið yfir sér í umhverfinu, en hafi jafnframt ákveðna arkitektóníska æisn. í ytra efnisvali er höfðað til þeirrar reisnar sem býr í náttúru umhverfisins og útsýninu við hverja dælustöð fyrir sig. í efninu og formi mannvirkjanna er jafnframt skírskotað til fornrar byggingarhefðar okkar hvað varðar notkun torfs og grjóts og þess óendanleika sem í þeim efnum býr. ■ 31
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.