AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.03.1994, Qupperneq 49

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.03.1994, Qupperneq 49
STEINSTEYPA og þjóðfélagslegt gildi hennar HARALDUR ÁSGEIRSSON FYRRV. FORSTJ. R.B. Markmiö þessa erindis er að reyna í stuttu máli að bregða nokkurri birtu á það hvaða gildi steinsteypa hefir haft fyrir þjóðfélag okkar. Samtímis verður reynt að rekja það nokkuð hvernig þróun þessa byggingarefnis hefir leitt til auðsöfnunar og opnað möguleika fyrir annarri iðnþróun til sköpunar þess velferðarþjóðfélags sem við nú búum við. Frá upphafi byggðar í landinu og fram á nútíma hefir skortur á byggingarefni hrjáð íbúana. Landið er of ungt jarðfræðilega séð til þess að hér finnist hæfur leir til tígulsteinsbrennslu, nytjaskógar hafa hér ekki vaxið, og ekki er hér kostur nýtilegra málma, svo sem víða er erlendis. Landsmönnum var því nauðugur einn kostur að búa sér hýbýli úr torfi og notast við það lágmarksmagn af innfluttu timbri, sem hægt var að komast af með til þess að halda uppi þökum yfir þessum moldarkofum. Við þessi vandkvæði í byggðasögunni bætist svo það, að hvergi er veðurálag harðara en hér á landi, og því urðu forfeður okkar að byggja einu sinni eða tvisvar fyrir hvern ættlið. Minjar eru því nánast engar eftir fyrri alda búsetu f landinu. Þegar Páll Melsteð sagnfræðingur kemurtil Reykja- víkur 1828 var „þar eigi um annað fólk að gera en nokkrar kaupmannshræður í timburhúsum og nokkra bændur í torfbæjum". Hann taldi timburhúsin ásamt pakkhúsum og kjöllurum en þau reyndust 50,öll kol- svört. 1) Fimm árum fyrr hafði John Aspdin nefnt framleiðslu sína Portland Cement. Nú verða svörtu húsin og torf- hýsin ekki séð nema sem safnaminjar, sem betur fer, því þessi mannvirki gátu ekki verið varanleg. Hins vegar urðu þó til á þessum tíma nokkur varanleg mannvirki, þótt telja megi þau á fingrum sér stein- húsin gömlu. Samtímis því að steinhúsin gömlu eru fyrstu „varan- legu mannvirkin sem hér hafa verið reist eru þau minnisvarðar um framtak í atvinnusögu okkar. Byggingarstarfsemi átti að verða iðngrein og gjarnan má tengja nöfn brautryðjendanna við húsin: Skúla fógeta við Viðeyjarstofu, Bjarna Pálssonar við Nesstofu og Magnúsar Gíslasonar við Bessastaði. Um ókomna tíma munum við búa að framtaki þessara brautryðjenda, og húsin, sem voru þáttur í iðnvæð- ingarviðleitni þess tíma, eru ómetanleg hvatning til byggingariðnaðar síðari tíma. Þó að byggingu steinhúsanna hafi fylgt vonir um nýjan byggingarmáta og hún hafi vakið til starfa fyrsta ísl. múrarann Þorgrím Þorláksson fór eins með þenn- an iðnað og aðra iðnaðarviðleitni þess tíma að hann koðnaði niður í volæði og umkomuleysi. E.t.v. hefir veðráttan líka átt þátt í þessu, því kalklíming er ekki burðugur byggingarmáti þar sem slagregnsveðrátta ríkir, enda var mikið kvartað undan bilunum á Itming- unni meðan húsin voru ný. Húsin voru byggð eftir erlendum teikningum og að mestu leyti undir danskri verkstjórn. Þegar svo dönsku múrarameistararnir hurfu á braut með verkfæri sín sofnaði iðnaðurinn út af og svefninn var nánast órofinn í heila öld. Það er deyfð yfir þjóðlífinu frá tíma Skúla fógeta fram að tíma Fjölnismanna, Þjóðfundar og vakningar undir forustu Jóns Sigurðssonar, en þá kemur einnig fram vakning í byggingarsögunni með nokkurri notkun á sementi til múrunar á tilhöggnu grjóti. Fyrstu húsin voru að vísu smá í sniðum, en voru samt varanleg. Árið 1874 fengum við stjórnarskrá og strax á eftir Alþingishús (1880-81). Þar var þá loks komin varða sem vísaði til framtíðar, minnisvarði sem vissulega hvatti til framtakssemi. Nú voru líka komnir fram íslenskir handverksmenn, sem lært höfðu listina að byggja varanleg hús. Stórhýsi fylgdu líka á eftir, má þar nefna Landsbankann, lögreglustöðina (byggð sem barnaskóli) og Útvegsbankann (áður íslands- banka) í Kvosinni og Safnahúsið við Hverfisgötu. Annars varð þessi byggingarmáti ekki langlífur, því 47
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.