AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.03.1994, Page 68

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.03.1994, Page 68
SKRÚÐUR Varðveisla garðs með sögulegt gildi. ODDUR HERMANNSSON LANDSLAGSARKITEKT OG FAGDEILDARSTJÓRI VIÐ GARÐYRKJUSKÓLA RÍKISINS Garölist á íslandi má ef til vill rekja allt aftur til landnámstíma.til þeirra jarö - yrkju- og ræktunarhefða sem þá voru uppi, s.s. við gras- og kornrækt. í Lax- dælasögu er minnst á laukgarð Guðrúnar Ósvífurs- dóttur og á miðöldum má ætla að við biskupssetrin hafi verið ræktaðar lækninga- og kryddjurtir eins og víða annars staðar í Evrópu á þeim tíma. Margir eru þó þeirrar skoðunar að með tilkomu fyrstu skipulagðrajarðeplatilraunasr. Björns Halldórssonar (1721-1792) í Sauðlauksdal og leiðbeiningarrita hans hafi verið markað upphaf að þróun garðræktar og hugsanlega garðlistar í landinu. [ tilefni þessara tilrauna sr. Björns var það síðan 150 árum síðar að prestur norðan úr Eyjafirði sr. Sig- tryggur Guðlaugsson (1862-1959), kaus að vígja garðinn Skrúð að Núpi í Dýrafirði við hátíðlega athöfn þann 7. ágúst 1909, garð sem í dag má telja dýrmæta heimiid um fyrstu spor garðyrkju og garðlistar þess- arar aldar. AÐDRAGANDINN Tíminn fyrir og eftir seinustu aldamót einkenndist af miklum breytingum, nýrri hugsun, og umræðu um stórstígar framfarir. Þessar aðstæður höfðu sjálfsagt áhrif á ungt fólk þess tíma og við þessar aðstæður var sr. Sigtryggur við prestsnám í Reykjavík. Árið 1905 réðst sr. Sigtryggur sem prestur að Mýraþingum í Dýrafirði, nánar tiltekið að Núpi, en þar bjó þá bróðir hans Kristinn Guðlaugsson. Ræktunaráhugi var mikill hjá þeim bræðrum. í bók sem sr. Sigtryggur ritaði á efri árum sínum um tilurð og þróun garðsins og nefndi „Skrúður á Núpi, græðsla og gróður í 40 ár (1909- 1949)“ segir hann: „þábauð hann mérað kjósa hvern blett, sem ég vildi á eignar- og ábýlisjörð sinni, Núpi, til gróðrarreits mér til ánægju. Þótti mér mjög vænt um boð þetta og ásetti mér að nota það“. Við staðarval blettsins sem Kristinn hafði gefið bróður sínum og þar sem garð skyldi gera segir Sigtryggur í bók sinni: „Til mála gat komið að hafa reitinn heima við bæ á Núpi og þá í túninu. Fannst mér það 66
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.