AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.03.1994, Side 73

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.03.1994, Side 73
SNEIÐMYND A-A um viðhald og endurnýjun á garði? Við endurnýjun Skrúðs var ekkert íslenskt fordæmi til að fylgja en þó bar að líta á þá sögu og þær hugmyndir sem lágu til grundvallar garðinum og þann tíðaranda sem réð ríkjum við uppbyggingu hans. Með þetta í huga þurfti síðan að meta hvaða einkenni skyldu dregin fram og varðveitt. Því miður má segja að í tilfelli Skrúðs er ekki unnt að endurnýja garðinn eins og hann leit út undir stjórn sr. Sigtryggs. Fjármunir og tími einfald- lega leyfa það ekki. Engu að síður má ná fram þeim aðalatriðum, sem nefnd hafa verið hér að framan, með því að endurnýja og byggja sumt en viðhalda öðru. Menningarsögulegt gildi Skrúðs verður ekki dregið í efa út frá íslenskum aðstæðum. ICOMOS ( Inter- national Council on Monuments and Sites) eru alþjóðleg samtök fagfólks sem láta sig varða varð- veislu og endurnýjun menningarsögulegra bygg- inga, minnisvarða, garða o.fl. Frá árinu 1964 hafa þessi samtök markað stefnu í varðveislu gamalla garða og segir m.a. í stefnumörkun þessara samtaka um varðveislu garða: „Sögulegur garður er byggingarfræðilegt (arkitekt- oniskt) og líffræðilegt (biologiskt) mannvirki, sem séð út frá sögulegu og listfræðilegu sjónarmiði vekur almennan áhuga. Sem slíkan má skilgreina hann sem minnismerki". Og ennfremur segir að „Hinn sögulegi garður er byggingarfræðilegt (arkitektónískt) mannvirki, þar sem grunnefnið er af lífrænum toga spunnið, þ.e.a.s. lifandi gróður, og sem slíkt fallvalt og endurnýjanlegt. Útlit hins sögulega garðs er því niðurstaða af stöðugum breytingum árstíða, náttúr- legrar þróunar og niðurbrots, og áhrifum frá garðlist og garðyrkju sem reyna að viðhalda ástandi garð- sins“. Samkvæmt þessari merkingu leikur enginn vafi á að okkur ber að varðveita Skrúð um ókomna framtíð, sem vitnisburð um óvenjulega framsýni mannsins hér á íslandi. Hvergi er fjallað um varðveislu garða í íslenskum lögum, fyrir utan að í byggingareglugerð er fjallað um varðveislu einstakra trjáa. Sú var tíðin að hús voru rifin án þess að hugsað væri út í það hvaða sögu eða menningarverðmæti væru hér á ferð eða hver tengsl húsa voru við sitt nánasta umhverfi. Ef sú staðhæfing reynist rétt að eiginleg garðlist hefjist um upphaf þessarar aldar vaknar sú spurning hvort ekkimegi innan fárra ára gera ráð fyrir að „sérstakir menningargarðar“ fái sína vernd og að sú vernd verði á einhvern hátt tryggð með lögum. Að lokum vil ég f.h. framkvæmdanefndar Skrúðs koma á framfæri þökkum til allra þeirra aðila sem veitt hafa garðinum aðstoð og má sérstaklega nefna Skógræktarfélag Reykjavíkur og Gróðrarstöðina Mörk sem með myndarlegu trjáframlagi styrktu Skrúð. Ennfremur eru sérstakar þakkir færðar til heima- manna og landeigenda á Núpi sem sýnt hafa mál- efninu mikinn skilning og áhuga í þeirri samvinnu sem átt hefur sér stað við Skrúð. Sú vinna sem lögð hefur verið fram af stórum hópi manna og fyrirtækja miðar að því að verðmætum þeim sem sjá má í Skrúð verði viðhaldið.ókomnum kynslóðum til sýnis um þá hugsjón sr. Sigtryggs að „maðurinn sáir og plantar, en Guð gefur ávöxtinn". li I 71
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.