AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.03.1994, Page 84
Möðrudalsöræfi.
8. Efnaverksmiðjur.
9. Lagning nýrra vega, járnbrauta og flug-
valla.
10. Hafnir sem skip stærri en 1.350 tonn geta
siglt um.
B. Framkvæmdir sem háðar eru mati á um-
hverfisáhrifum þegar þær kunna að hafa umtals-
verð umhverfisáhrif.
Umhverfisráðherra er einnig heimilt að ákveða að
meta þurfi umhverfisáhrif annarra framkvæmda. Fer
það þá eftir framkvæmdarstað, eðli framkvæmdar
eða umfangi hversu umtalsverð umhverfisáhrif
hennar eru talin kunna að vera og þá hvort meta
þurfi umhverfisáhrif hennar. í reglugerð um mat á
umhverfisáhrifum er viðmiðunarlisti yfirframkvæmdir
sem gæti þurft að meta og er sveitarstjórn skylt að
tilkynna slíkar framkvæmdir til umhverfisráðherra.
Það er síðan umhverfisráðherra að ákveða hvort meta
skuli framkvæmd. Síðast en ekki síst, þá er almenn-
ingi einnig heimilt að tilkynna framkvæmd til ráðherra
og fara fram á að meta skuli ákveðna framkvæmd.
FRAMKVÆMDARAÐILI METUR SJÁLFUR
UMHVERFISÁHRIF FRAMKVÆMDAR
Framkvæmdaraðili metur sjálfur eða fær hæfa aðila
til að meta umhverfisáhrif framkvæmdar. Fullnægj-
andi yfirlit yfir hverja framkvæmd fæst því aðeins að
bæði hönnun hennar, byggingu og rekstri sé lýst til
hlítar. Heppilegast er að þeir valkostir sem til greina
koma séu bornir saman. Meðal þeirra atriða sem
gera þarf grein fyrir er hvernig framkvæmdin lítur út,
úr hverju er byggt og hvar henni er komið fyrir. Auk
þess skal tilgreina þau áhrif sem framkvæmdin og
fyrirhuguð starfsemi kunna að hafa á dýr, plöntur,
Mynd 1. Frumathugun tilkynningar framkvæmdaraðila hjá
skipulagsstjóra. Frumathugun tekur innan við 10 vikur.
£
Tilkynning.
auglýst.
Athugasemdir
berast.
Framkvæmdaraðili tilkynnir framkvæmd til
skipulagsstjóra og lætur í té upplýsingar
um framkvæmdina.
Skipulagsstjóri ríkisins fjallar um framkvæmd
og hefur samráð við lögbundna
umsagnaraðila. Ákveðið hvort og þá
hvaða þætti framkvæmdar þurfi að kanna í
frekara mati á umhverfisáhrifum.
j Skipulagsstjóri úrskurðar:
Ráðist skal í frekara mat.
Fallist er á viðkomandi
framkvæmd með eða án skilyrða-
82