AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.03.1994, Blaðsíða 92

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.03.1994, Blaðsíða 92
Mynd 1. Mynd 2. GÓLF flötur snertingarinnar GEIRHARÐUR ÞORSTEINSSON ARKITEKT Ef arkitektúr er list allra skilningarvita þá er gólfið flötur snertingarinnar. Saga gólf sins er jafngömul sögu hellisbúans. Hellisgólfið hefur verið af mold eða steini en brátt hafa skinn þakið þau gólf og síðar hefur vefnaður komið til sögunnar. Gólfið hefur þá sérstöðu innan arkitektúrsins að tengjast umhverfinu órjúfan- lega, það er framhald af yfirborði jarðar,framhald af klöppinni, mölinni, veginum, stéttinni. Þegar gólfefni eru valin þarf að taka mið af mörgu, endingu, þægindum, útliti, viðhaldi og hreingerningu. Á íslandi þarf að hafa sérstaklega í huga að langan tíma árs ríkja umhleypingar í veðrinu sem valda því að sporaslóð verður allsstaðar í húsum þar sem úti- skór koma nærri. Ennfremur eru verð og verklegar forsendur mikilvægar. mynd 1 gata/hús Sem dæmi er tekin íbúð í sambýlishúsi í Reykjavík frá 1923, sem undirritaður valdi gólfefnin í nýlega. Þetta hús tengist sínu umhverfi Þingholtunum með gangstéttinni. Það er einkenni á gamla bænum að gangstéttar ná upp að húsveggjum. Gangstéttin er tengill byggðarinnar. mynd 2 inngangur Inngangurinn í húsið er beint af götunni. Því verða tengslin við húsið hið innra mjög náin. Myndin sýnir hvernig þrepin ganga fram í stéttina. Stéttin sem er hluti hússins verður einnig hluti götunnar. Þetta er dæmi um hvernig tenging svæða á sér stað. Eitt grípur inn í annað, eitt svæði heldur sjálfstæði sínu en skilar eða tekur við manneskjunni yfir línu sem er ekki skiptilína. Þrepin eru úr íslensku grágrýti og gangstéttarhellurnar eru orðnar nægilega veðraðar til að falla að því. Það má sjá hvernig gólfefni stiga- gangsins kíkir útundan þröskuldinum, gefur fyrirheit um það sem bíður fyrir innan. Stiginn er perlan í þessu húsi. Allt stigahúsið, þrep og pallar eru lögð hvítum marmara. Var þetta munaður eða hygg- indi?...VÍst er hinsvegar að þetta atriði hefur öðru fremur sett höfðinglegt mark á þetta hús. 90
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.