AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.06.1994, Side 27

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.06.1994, Side 27
Oft hrasa börn úr leiktækjum, og á mölina/undirlagið umhverfis. Nauðsynlegt er að mölin þeki stærri flöt helduren grunnflöt leiktækisins. Metershátt leiktæki þarf malarsvæði sem nær 1.5 m frá ytri brún leiktækis. og fór það svo að tíu aðilar tilnefndu fulltrúa í nefndina ásamt því að starfsmaður Staðlaráðs íslands hefur unnið með nefndinni. Formaður nefndarinnar er Herdís Storgárd barnaslysafulltrúi Slysavarnafélags íslands. Tækninefndinni var ætlað að vinna að eftirfarandi: ■ Kynna sér stöðlunarvinnuna sem átti sér stað hjá CEN um leikvelli með það í huga að geta haft áhrif á gerð væntanlegra staðla, þannig að tekið yrði tillit til íslenskra aðstæðna, s.s. veðráttu, náttúrlegs um- hverfis, notkunar grjóts við leikvallagerð, stærðar leik- svæðisins, hjólreiðasvæða o.fl. ■ Kynna staðlana fyrir hagsmunaaðilum ásamt því að halda almenna kynningu á verkefninu. Kynningin átti m.a. að felast í því að kynna hvaða vandamál stöðlunum væri ætlað að hjálpa til við að leysa og hvaða leiðir væru til úrbóta við gerð og viðhald á leikvöllum. ■ Kanna þörfina á því að láta þýða staðlana fyrir hagsmunahópa eða hvort nóg væri að gera útdrátt á íslensku úr þeim. ■ Athuga hvort æskilegt væri að koma einhverju af innihaldi staðlanna inn í námsefni fyrir hagsmunaaðila og voru fóstrur sérstaklega nefndar í því sambandi. ■ Athuga hvort þörf væri á þvl að gefa út leið- beiningar um notkun staðlana og einnig hvort þörf væri á því að gefa út leiðbeiningar um þau atriði sem hægt væri að kalla séríslensk og staðlarnir fjölluðu þar af leiðandi ekki um. ■ Hafa áhrif á gerð og lagfæringar á reglugerðum á sviðinu. í þessu fólst m.a. að gera yfirlit yfir þær reglugerðir sem fjölluðu um opinber leiksvæði beint eða óbeint og að athuga hvort ekki væri æskilegt að vísað væri til staðlanna í reglugerðum, t.d byggingar- reglugerð. Auk þessa átti nefndin að kynna sér danskan staðal (DS 2342) um svipað efni með það í huga hvort hugsanlegt væri að benda á notkun á honum sem tímabundna viðmiðun hérlendis eða þangað til evrópsku staðlarnir yrðu tilbúnir. íslenska tækninefndin hélt fjórtán fundi á árinu 1993 þar sem drög að stöðlunum voru yfirfarin m.t.t. þarfa á íslandi. Auk þess sem formaður nefndarinnar sótti tvo fundi erlendis og var annar fundurinn á norrænum vettvangi og haldinn í Danmörku en hinn fundurinn var fundur undirhópsins „Playground equipment” og var hann haldinn í Austurríki. Við yfirferð Islensku tækninefndarinnar á staðla- drögunum kom það í Ijós að staðladrögin sem nú liggja fyrir nægðu ekki, hér var sérstaklega um að ræða þann hluta staðladraganna sem fjallaði um skipulagi leiksvæðisins eða “Layout”. í framhaldi af 25

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.