AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.06.1994, Blaðsíða 27

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.06.1994, Blaðsíða 27
Oft hrasa börn úr leiktækjum, og á mölina/undirlagið umhverfis. Nauðsynlegt er að mölin þeki stærri flöt helduren grunnflöt leiktækisins. Metershátt leiktæki þarf malarsvæði sem nær 1.5 m frá ytri brún leiktækis. og fór það svo að tíu aðilar tilnefndu fulltrúa í nefndina ásamt því að starfsmaður Staðlaráðs íslands hefur unnið með nefndinni. Formaður nefndarinnar er Herdís Storgárd barnaslysafulltrúi Slysavarnafélags íslands. Tækninefndinni var ætlað að vinna að eftirfarandi: ■ Kynna sér stöðlunarvinnuna sem átti sér stað hjá CEN um leikvelli með það í huga að geta haft áhrif á gerð væntanlegra staðla, þannig að tekið yrði tillit til íslenskra aðstæðna, s.s. veðráttu, náttúrlegs um- hverfis, notkunar grjóts við leikvallagerð, stærðar leik- svæðisins, hjólreiðasvæða o.fl. ■ Kynna staðlana fyrir hagsmunaaðilum ásamt því að halda almenna kynningu á verkefninu. Kynningin átti m.a. að felast í því að kynna hvaða vandamál stöðlunum væri ætlað að hjálpa til við að leysa og hvaða leiðir væru til úrbóta við gerð og viðhald á leikvöllum. ■ Kanna þörfina á því að láta þýða staðlana fyrir hagsmunahópa eða hvort nóg væri að gera útdrátt á íslensku úr þeim. ■ Athuga hvort æskilegt væri að koma einhverju af innihaldi staðlanna inn í námsefni fyrir hagsmunaaðila og voru fóstrur sérstaklega nefndar í því sambandi. ■ Athuga hvort þörf væri á þvl að gefa út leið- beiningar um notkun staðlana og einnig hvort þörf væri á því að gefa út leiðbeiningar um þau atriði sem hægt væri að kalla séríslensk og staðlarnir fjölluðu þar af leiðandi ekki um. ■ Hafa áhrif á gerð og lagfæringar á reglugerðum á sviðinu. í þessu fólst m.a. að gera yfirlit yfir þær reglugerðir sem fjölluðu um opinber leiksvæði beint eða óbeint og að athuga hvort ekki væri æskilegt að vísað væri til staðlanna í reglugerðum, t.d byggingar- reglugerð. Auk þessa átti nefndin að kynna sér danskan staðal (DS 2342) um svipað efni með það í huga hvort hugsanlegt væri að benda á notkun á honum sem tímabundna viðmiðun hérlendis eða þangað til evrópsku staðlarnir yrðu tilbúnir. íslenska tækninefndin hélt fjórtán fundi á árinu 1993 þar sem drög að stöðlunum voru yfirfarin m.t.t. þarfa á íslandi. Auk þess sem formaður nefndarinnar sótti tvo fundi erlendis og var annar fundurinn á norrænum vettvangi og haldinn í Danmörku en hinn fundurinn var fundur undirhópsins „Playground equipment” og var hann haldinn í Austurríki. Við yfirferð Islensku tækninefndarinnar á staðla- drögunum kom það í Ijós að staðladrögin sem nú liggja fyrir nægðu ekki, hér var sérstaklega um að ræða þann hluta staðladraganna sem fjallaði um skipulagi leiksvæðisins eða “Layout”. í framhaldi af 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.