AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.06.1994, Page 51

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.06.1994, Page 51
sé að meta sem best áhrif virkjunarframkvæmdanna og reksturs virkjunarinnar á lífríki árinnar og þar með á vöxt og viðgang fiskistofna í ánni. Eru þetta um- fangsmestu rannsóknir af þessu tagi sem ráðist hefur verið í hér á landi og hafa ekki aðeins staðbundið gildi heldur einnig almennt gildi fyrir vatnsaflsvirkjanir í framtíóinni. Að því er framtíðarvirkjanir snertir beinast virkjunar- rannsóknir Landsvirkjunar um þessar mundir að virkj- un jökulsánna á Norðausturlandi. Þessar virkjanir koma líklega til með að hafa í för með sér meiri umhverfisáhrif en dæmi eru til um í fyrri virkjunar- framkvæmdum. Á þetta einkum við um virkjun Jökuls- ár á Fjöllum og Jökulsár á Brú. í undirbúningsrann- sóknum í þágu þessara virkjunarkosta hefur Lands- virkjun einsett sér að leggja megináherslu á að leita svara við sem flestum spurningum er varða möguleg umhverfisáhrif virkjananna og I Ijósi slíkra svara að hanna og staðsetja mannvirkin þannig að þau valdi sem minnstum óæskilegum áhrifum án þess þó að fjárhagsleg hagkvæmni hlutaðeigandi framkvæmda sé fyrir borð borin. Þannig hyggst fyrirtækið hafa á reiðum höndum sem bestar upplýsingar um öll slík atriði þegar í upphafi svo að þær megi nýtast við stefnumörkun fyrirtækisins, stjórnvalda og annarra þegar að ákvörðun kemur um það á hvern hátt staðið verður að hagnýtingu þessara miklu orkulinda þjóðarinnar. 3. Landsvirkjun telur afar mikilvægt að komið verði á heildarskipulagi fyrir hálendið þar sem mörkuð verði stefna í nýtingu þess. Það hefur verið óskoruð stefna allra ríkisstjórna undanfarna áratugi að það beri að nýta orkulindir landsins sem mest. Til að svo megi verða þarf að ætla háspennulínum leiðir yfir hálendið þannig að Norðurland, Austurland og Suðurland geti tengst með nægilega öflugum hætti en í þeim landshlutum eru stærstu orkuvinnslusvæði framtíðarinnar. Línur þær um Ódáðahraun og Sprengisand sem tengjast hinni fyrirhuguðu Fljóts- dalsvirkjun og byggingu álvers á Keilisnesi og verið hafa til umræðu undanfarin 2-3 ár sýna hugmynd Landsvirkjunar að línugötum um hálendið þar sem línur framtíðarinnar yrðu lagðar sömu leið. í málefnum hálendisins er mikilvægt starf óunnið en það er sam- ræming þarfa hinna ýmsu aðila sem málið varðar. Landsvirkjun hefur ef til vill staðið öðrum framar I afstöðu til skipulagsmála hálendisins þar eð stefna fyrirtækisins er þegar að verulegu leyti mótuð í þessum efnum á meðan aðrir hafa ekki fullmótaða stefnu sjálfir og látið nægja að bregðast við afstöðu Landsvirkjunar. 49

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.