AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.06.1994, Síða 51

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.06.1994, Síða 51
sé að meta sem best áhrif virkjunarframkvæmdanna og reksturs virkjunarinnar á lífríki árinnar og þar með á vöxt og viðgang fiskistofna í ánni. Eru þetta um- fangsmestu rannsóknir af þessu tagi sem ráðist hefur verið í hér á landi og hafa ekki aðeins staðbundið gildi heldur einnig almennt gildi fyrir vatnsaflsvirkjanir í framtíóinni. Að því er framtíðarvirkjanir snertir beinast virkjunar- rannsóknir Landsvirkjunar um þessar mundir að virkj- un jökulsánna á Norðausturlandi. Þessar virkjanir koma líklega til með að hafa í för með sér meiri umhverfisáhrif en dæmi eru til um í fyrri virkjunar- framkvæmdum. Á þetta einkum við um virkjun Jökuls- ár á Fjöllum og Jökulsár á Brú. í undirbúningsrann- sóknum í þágu þessara virkjunarkosta hefur Lands- virkjun einsett sér að leggja megináherslu á að leita svara við sem flestum spurningum er varða möguleg umhverfisáhrif virkjananna og I Ijósi slíkra svara að hanna og staðsetja mannvirkin þannig að þau valdi sem minnstum óæskilegum áhrifum án þess þó að fjárhagsleg hagkvæmni hlutaðeigandi framkvæmda sé fyrir borð borin. Þannig hyggst fyrirtækið hafa á reiðum höndum sem bestar upplýsingar um öll slík atriði þegar í upphafi svo að þær megi nýtast við stefnumörkun fyrirtækisins, stjórnvalda og annarra þegar að ákvörðun kemur um það á hvern hátt staðið verður að hagnýtingu þessara miklu orkulinda þjóðarinnar. 3. Landsvirkjun telur afar mikilvægt að komið verði á heildarskipulagi fyrir hálendið þar sem mörkuð verði stefna í nýtingu þess. Það hefur verið óskoruð stefna allra ríkisstjórna undanfarna áratugi að það beri að nýta orkulindir landsins sem mest. Til að svo megi verða þarf að ætla háspennulínum leiðir yfir hálendið þannig að Norðurland, Austurland og Suðurland geti tengst með nægilega öflugum hætti en í þeim landshlutum eru stærstu orkuvinnslusvæði framtíðarinnar. Línur þær um Ódáðahraun og Sprengisand sem tengjast hinni fyrirhuguðu Fljóts- dalsvirkjun og byggingu álvers á Keilisnesi og verið hafa til umræðu undanfarin 2-3 ár sýna hugmynd Landsvirkjunar að línugötum um hálendið þar sem línur framtíðarinnar yrðu lagðar sömu leið. í málefnum hálendisins er mikilvægt starf óunnið en það er sam- ræming þarfa hinna ýmsu aðila sem málið varðar. Landsvirkjun hefur ef til vill staðið öðrum framar I afstöðu til skipulagsmála hálendisins þar eð stefna fyrirtækisins er þegar að verulegu leyti mótuð í þessum efnum á meðan aðrir hafa ekki fullmótaða stefnu sjálfir og látið nægja að bregðast við afstöðu Landsvirkjunar. 49
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.