AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.06.1994, Síða 68

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.06.1994, Síða 68
reynslu eru ekki llklegar til að valda umtalsverðri röskun. í þeim löndum sem afstúkun er lögbundin er gangurinn venjulega sá að framkvæmdaraðili skilar inn upplýsingum um fyrirhugaða framkvæmd og þá umhverfisröskun, sem hún kann að valda, til stjórnarstofnunar. Afstúkunaraðgerðum er síðan beitt til að leiða í Ijós þörfina á mati. þar má t.d.: 1. Notast við einfaldan mælikvarða, s.s. eðli fram- kvæmdar, stærð eða staðhætti, til að stúka fram- kvæmdir af. 2. Bera fyrirhugaða framkvæmd saman við skrá yfir þekktar framkvæmdir sem yfirleitt þurfa ekki að fara í umhverfismat eða þurfa undantekningarlaust að fara í mat. 3. Leggja mat á helstu umhverfisröskun sem af fyrirhugaðri framkvæmd leiðir og bera þá röskun saman við þekkt viðmiðunarmörk. 4. Fara út í flóknari rannsóknir en notast þó við auð- fengnar upplýsingar. Alþjóðabankinn hefur tileinkað sér aðferðir umhverfis- mats við sína lánaumsýslu og ákvarðar í sínum til- skipunum (1991) t.d. eðli og yfirgrip umhverfismats á afstúkunarstiginu. Hver framkvæmd er þar stúkuð af eftir gerð, staðsetningu, næmni og stærð, auk eðlis og stærðar líklegrar umhverfisröskunar. Framkvæmd- inni er síðan skipað samkvæmt þessu í einn eftirtal- inna þriggja flokka þar sem: a) fulls umhverfismats er krafist; b) fulls umhverfismats er ekki krafist en umhverfisrannsókn er áskilin; c) engin þörf er talin á umhverfismati. Val flokks er þar byggt á bestu dóm- greind og fyrirliggjandi upplýsingum á líklegri um- hverfisröskun framkvæmdar. Ef nýjar upplýsingar gefa hins vegar tilefni til breytinga á flokksvalinu, er framkvæmdinni strax skipað í annan matsflokk. þar kemur glöggt fram skilningur Alþjóðabankans á mikilvægi þess að breyta fyrri ákvörðunum þegar nýjar hlutlægar upplýsingar gefa tilefni til, enda er virk svörun einn hornsteinn umhverfismatsins. Ef afstúkun leiðir af sér að meta eigi umhverfisáhrif framkvæmdar er næsta stig að ákvarða umfang matsins. UMFANG (scoping) ,,Umfang umhverfismats ber kennsl á, meðal fjöl- margra líklegra vandamála, þau meginmál sem gera þarf skil á í umhverfismati og er tilraun til að þrengja könnunarsviðið niður í leitun svara við viðráðanlegum fjölda mikilsverðra spurninga” (Beanlands, 1988). Umfangsstig umhverfismats kom fram á sjónarsviðið með setningu NEPA-laganna í Bandaríkjunum sem gera m.a. þá kröfu til forystustofnanaað þær ábyrgist snemmbært og opið ferli til að ákvarða umfang mats- ins og bera kennsl á meginmál fyrirliggjandi fram- kvæmdar. þessum markmiðum er t.d. náð með vand- legri athugun á þeim upplýsingum sem fyrir hendi eru, auk skipulegrar ráðaleitar með þátttöku stofnana og almennings. Umfangsstig gefur möguleika á að bera kennsl á sértæka þætti hverrar framkvæmdar á meðan leiðbeiningar/reglugerðir segja einungis almennt til um hvaða upplýsingar eigi að tiltaka í umhverfismati og geta verið gagnlegar sem fyrsti gátlisti á helstu umhverfisáhrifum framkvæmdar. Endanleg efnisatriði umhverfismats ætti þess vegna að ákvarða á umfangsstiginu. Hafa ber það þó í huga að umfang mats takmarkast við atriði sem kunna að hafa umtalsverða þýðingu fyrir ákvörðunartöku- aðilann og einungis þau atriði ætti að kannatil hlítar. Uppsprettur meginumhverfisáhrifa má oft finna með hjálp gátlista, gátfylkja eða við samanburð við sam- bærileg matsverkefni. Niðurstöðurnar má síðan nota til að setja saman skrá yfir forgangsatriði sem getur orðið innlegg í leiðbeiningar um gerð tiltekinnar um- hverfismatsskýrslu. þetta mætti einnig útfærafrekar t.d. með fundahöldum og miðlun upplýsinga, til þol- enda og áhugafólks, um framkvæmdina og helstu áhrif hennar þar sem þeim gefst færi á að koma með innlegg áður en matsskýrsla er gerð. MÓTVÆGISAÐGERÐIR Mótvægisaðgerðum er beitt þegar spá um verulega umhverfisröskun gefur tilefni til. Þær eru ekki bundnar við eitt ákveðið stig umhverfismats heldur er þeim beitt á öllum stigum, ekki síst við hönnun og skipulag. Aðgerðir eins og eftirlit og verkáætlanir eru sjálf- sagðar hvar sem hægt er að koma þeim við, bæði til að geta lagt mat á árangur framsettra mótvægis- aðgerða og til að skapa fullvissu fyrir að rétt verði á málum haldið við framkvæmdina. Dæmigerð mót- vægisáætlun samanstendurt.d. af þeim ráðstöfunum og athöfnum sem gerðar eru á meðan á framkvæmd og rekstri stendur, til að koma í veg fyrir, forðast og/ eða draga úr verulegri umhverfisröskun. Bradley o.fl. (1991) flokka mótvægisaðgerðir umhverfisáhrifa í þrennt: 1. Forðast: Útiloka áhrifin með staðsetningu og hönnun. Rannsaka þá möguleika sem til greina koma 66
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.