AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.06.1994, Síða 70

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.06.1994, Síða 70
framkvæmdinni getur stafaö. í hröðu þjóðfélagi nútímans vill það hins vegar oft brenna við að til þátttöku almennings kemur ekki fyrr eftir almenna birtingu matsskýrslu og þegar hönnun fram- kvæmdar er á lokastigi. Erfiðara verður þá oft um vik að koma til móts við þær athugasemdir og tillögur sem berast og árangur umhverfismats- ferlisins verður um margt háðari endanlegri ákvörðun um veitingu eða synjun framkvæmda- leyfis. ÁKVÖRÐUNARTAKA Ýmsar stofnanir og fyrirtæki eiga hlutdeild í fram- kvæmdaákvörðunum, en lokaákvörðun er venjulega tekin af einni stofnun, um veitingu eða synjun framkvæmdaleyfis. Oft hefur þetta röð annarra ákvarðana í för með sér, s.s. hvar og hvernig eigi að byggja og hvernig eigi á að haga rekstrinum. Yfirleitt eru þær ákvarðanir hins vegar teknar á löngu tímabili, af ólíkum aðilum og ef umhverfismatsferlið á að skila árangri þarf að fella það inn í hvert ákvörðunarskref. Hvað stærri fram- kvæmdir varðar, t.d. vegi, virkjanir og stóriðju, hefur ákvörðun um framkvæmdaþörf og jafnvel staðsetningu stundum verið tekin á áætlunar- eða ríkisstjórnarstigi. Ef á undan því hefur ekki farið fram umhverfismat á viðkomandi áætlun eða stjórnarstefnu, gegnir umhverfismat síðar fyrst og fremst hlutverki mótvægisráðstafana þar sem um eiginlega framkvæmdasynjun verður ekki að ræða. Hlutverk umhverfismats er ekki að knýja ákvörð- unarvaldið til að samþykkja þann valkost sem hefur í för með sér minnsta umhverfisröskun, heldur að vera til marks um líklegar afleiðingar þeirra kosta sem völ er á. Umhverfismat aðstoðar þ.a.l. ákvörðunarvaldið við ákvörðunartöku með því að setja rétt lóð á vogarskálarnar við mat á umhverfis- áhrifum fyrirhugaðrar framkvæmdar. Fleiri aðferðir hafa verið þróaðar til að hjálpa tii við ákvörðunartöku, þegar val stendur á milli ólíkra kosta og möguleika, en hægt er að gera hér grein fyrir í stuttu máli, en sem dæmi má nefna: stigagjöf, vægi, röðun, sam- stæðan samanburð og skipulagt val (strategic choice). Umhverfismatsskýrslan stendur einungis fyrir eina þeirra meginskyldna sem ákvörðunarvaldið verður að hafa í huga við athugun á framkvæmda- leyfi, efnahags- og/eða pólitískar skyldur vega þar á móti. Hvað sem því líður þarf umhverfismatið að vera samsett þannig að það verði fullvíst að stjórn- sýslan taki niðurstöður þess fyllilega til greina og að skriflega verði gengið frá því hvaða háttur verði þar hafður á. Ef framkvæmdaleyfi er veitt kemur til kastanna eftir- litsstig umhverfismats sem felur í sér að fylgjast með því að forsendur leyfis haldi og að settum skilyrðum fyrir framkvæmdaleyfinu sé fullnægt. EFTIRLIT (vöktun) OG ENDURSKOÐUN Markmið eftirlits er að finna röskun eða skaðlega hneigð áður en það er um seinan að draga úr eða koma í veg fyrir hana. Það lætur í té snemmbært 68
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.