AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.06.1994, Page 86

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.06.1994, Page 86
margfalda hlutinn og aö samræma eða skapa ein- ingu! Eining næst með því að tryggja og styrkja sameiginleg einkenni ólíkra hluta. Innan þessarar hugsjónar (að skapa einingu í götumyndum borgar- innar) rúmast sem sé fjölbreytileiki. Það gleður vissulega augað að sjá vel heppnað hús, þótt það sé ekki í samræmi við umhverfi sitt. En það gleður enn meir að sjá vel heppnað hús sem fellur um leið vel inn í umhverfið, eins og það eigi í raun og veru þar heima. Starf húsameistarans er að öllu jöfnu gefandi, en það spillir oft mikið fyrir honum að þurfa stundum að teikna byggingar inn í einhverja „húsakakófóníu". Það er að vissu leyti auðveldara.þar sem við slíkar aðstæður er erfitt að slá „feilnótu". En hann getur heldur ekki spilað með í hinni miklu hljómkviðu sem vel heppnuð borgarmynd á að vera, svo við höldum okkur við háfleyga líkingu tónlistar. Hvenær ætla íslendingar að fara að reyna að koma sér á blað með siðmenntuðum byggingarþjóðum og fara í raun og veru að stýra vexti og viðgangi síns byggða umhverfis? Takist það er ef til vill einhver von til þess að menn sjái að hér búi sigldir menn og siðaðir en ekki einhverjir molbúar sem byggja eftir reglunni „ég get allt, skil allt, kann allt, geri allt miklu betur en fúll á móti“ ■ - ÞINN í F JÁRMÁLUM SPARISJÓÐURINN SPARISJÓÐUR KÓPAVOGS Digranesvegi 10 og Engihjalla 8 84

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.