AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.09.1995, Blaðsíða 17
RANNSOKNIR I BYGGINGARIÐNAÐI -
ÍSLENSK ÞEKKING
Mannvirkjagerð á íslandi býr að ýmsu
leyti við nokkra sérstöðu. Má þar t.d.
nefna eftirtalda þætti: náttúrufar á
íslandi veldur á ýmsan hátt meiri
áraun á mannvirki en annars staðar þekkist, eina inn-
lenda byggingarefnið er steinsteypa og steypuefnin,
bæði fylliefnin og sementið, eru á ýmsan hátt sér-
stæð. Til þess að unnt sé að byggja hagkvæm varan-
leg mannvirki hérlendis og nýta innlend hráefni hefur
þurft að afla með rannsóknum sérþekkingar á ýmsum
sviðum. Rannsóknir við Rb hafa verið mestar á sviði
steyptra mannvirkja og verður hér að aftan gerð stutt
grein fyrir sérþekkingu sem fyrir hendi er á því sviði.
Lykilorð: Alkalívirkni,kísilryk,vatnsfælur - viðhald, flæði
steinsteypu, hástyrkleikasteypa, léttsteypur.
ALKALÍVIRKNI í STEINSTEYPU
ísland var meðfyrstu löndum þar sem alkalívandamál
í steinsteypu var viðurkennt en rannsóknaskýrsla sem
gefin var út í lok árs 1978 sýndi glögglega að alkalí-
virkni olli steypuskemmdum hér á landi. Vandamálið
kom fyrst fram í Bandaríkjunum á 5. áratugnum, síðan
í Danmörku og nokkrum fleiri ríkjum á 6. áratugnum.
í dag er fjöldinn allur af löndum að glíma við þetta
vandamál hjá sér og á næsta ári verður 10. alþjóð-
lega ráðstefnan á þessu sviði haldin í Ástralíu.
Rannsóknir á þessu sviði hafa fært okkur verulega
sérþekkingu og gert okk-
ur kleift að leysa vanda-
málið með hagkvæmari
hætti en flestaraðrar þjóð-
irhafa gert. Lykillinn að
lausn hér á landi er notk-
un possolana s.s fínmal-
aðs líparíts svo og notkun
kísilryks. Voru íslendingar
fyrstir þjóða að nýta kísil-
ryk vió sementsframleið-
slu en frá 1979 hefur kísil-
ryki verið blandað í
íslenskt sement. í dag er
kísilryk víða notað þar
sem gerðar eru miklar kröfur til endingar og styrks
steinsteypu. Nýleg könnun staðfestir að engar
skemmdiraf völdum alkalívirkni hafa komiðfram hér
á landi eftir 1979. Hluti rannsóknanna hefur skilað
sér í almennri gæðaaukningu á íslensku sementi og
sýnir mynd 1 þróun styrks og alkalívirkni venjulegs
sements tímabilið 1970 -1990.
VATNSFÆLUR
Því er ekki að neita að mikið af þeirri steinsteypu
sem framleidd var á tímum ofþenslu í byggingar-
iðnaðinum uppfyllir ekki kröfur til vel veðrunarþolinnar
steypu. Því hafa frostskemmdir í byggingarhlutum
þar sem veðrunarálag er mikið, s.s. I svalahandriðum,
óvörðum þakbrúnum og frítt standandi veggjum,
verið áberandi og viðhald verið vandamál. Gerðar
hafa verið umfangsmiklar rannsóknir á notkun svo-
kallaðra vatnsfæla við viðhald slíkrar steypu en
lykillinn er að minnka rakastig steypunnar. Mikill
árangur hefur náðst og búa íslendingar yfir hvað
mestri þekkingu á þessu sviði í dag og er notkun
slíkra efna orðin algeng hér á landi. Notkunin er
þríþætt: að stöðva eða hindra grotnun í óveðrunar-
þolinni steypu, að hindra leka í gegnum fínar
sprungur í útveggjum húsa og að auka viðloðun og
endingu málningar á útveggi. Leiðbeiningar hafa
verið gefnar út í verklýsingum og Rb tækniblöðum
15
HÁKON ÓLAFSSON, FORSTJÓRI RANNSÓKNASTOFNUNAR BYGGINGARIÐNAÐARINS