AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.09.1995, Blaðsíða 17

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.09.1995, Blaðsíða 17
RANNSOKNIR I BYGGINGARIÐNAÐI - ÍSLENSK ÞEKKING Mannvirkjagerð á íslandi býr að ýmsu leyti við nokkra sérstöðu. Má þar t.d. nefna eftirtalda þætti: náttúrufar á íslandi veldur á ýmsan hátt meiri áraun á mannvirki en annars staðar þekkist, eina inn- lenda byggingarefnið er steinsteypa og steypuefnin, bæði fylliefnin og sementið, eru á ýmsan hátt sér- stæð. Til þess að unnt sé að byggja hagkvæm varan- leg mannvirki hérlendis og nýta innlend hráefni hefur þurft að afla með rannsóknum sérþekkingar á ýmsum sviðum. Rannsóknir við Rb hafa verið mestar á sviði steyptra mannvirkja og verður hér að aftan gerð stutt grein fyrir sérþekkingu sem fyrir hendi er á því sviði. Lykilorð: Alkalívirkni,kísilryk,vatnsfælur - viðhald, flæði steinsteypu, hástyrkleikasteypa, léttsteypur. ALKALÍVIRKNI í STEINSTEYPU ísland var meðfyrstu löndum þar sem alkalívandamál í steinsteypu var viðurkennt en rannsóknaskýrsla sem gefin var út í lok árs 1978 sýndi glögglega að alkalí- virkni olli steypuskemmdum hér á landi. Vandamálið kom fyrst fram í Bandaríkjunum á 5. áratugnum, síðan í Danmörku og nokkrum fleiri ríkjum á 6. áratugnum. í dag er fjöldinn allur af löndum að glíma við þetta vandamál hjá sér og á næsta ári verður 10. alþjóð- lega ráðstefnan á þessu sviði haldin í Ástralíu. Rannsóknir á þessu sviði hafa fært okkur verulega sérþekkingu og gert okk- ur kleift að leysa vanda- málið með hagkvæmari hætti en flestaraðrar þjóð- irhafa gert. Lykillinn að lausn hér á landi er notk- un possolana s.s fínmal- aðs líparíts svo og notkun kísilryks. Voru íslendingar fyrstir þjóða að nýta kísil- ryk vió sementsframleið- slu en frá 1979 hefur kísil- ryki verið blandað í íslenskt sement. í dag er kísilryk víða notað þar sem gerðar eru miklar kröfur til endingar og styrks steinsteypu. Nýleg könnun staðfestir að engar skemmdiraf völdum alkalívirkni hafa komiðfram hér á landi eftir 1979. Hluti rannsóknanna hefur skilað sér í almennri gæðaaukningu á íslensku sementi og sýnir mynd 1 þróun styrks og alkalívirkni venjulegs sements tímabilið 1970 -1990. VATNSFÆLUR Því er ekki að neita að mikið af þeirri steinsteypu sem framleidd var á tímum ofþenslu í byggingar- iðnaðinum uppfyllir ekki kröfur til vel veðrunarþolinnar steypu. Því hafa frostskemmdir í byggingarhlutum þar sem veðrunarálag er mikið, s.s. I svalahandriðum, óvörðum þakbrúnum og frítt standandi veggjum, verið áberandi og viðhald verið vandamál. Gerðar hafa verið umfangsmiklar rannsóknir á notkun svo- kallaðra vatnsfæla við viðhald slíkrar steypu en lykillinn er að minnka rakastig steypunnar. Mikill árangur hefur náðst og búa íslendingar yfir hvað mestri þekkingu á þessu sviði í dag og er notkun slíkra efna orðin algeng hér á landi. Notkunin er þríþætt: að stöðva eða hindra grotnun í óveðrunar- þolinni steypu, að hindra leka í gegnum fínar sprungur í útveggjum húsa og að auka viðloðun og endingu málningar á útveggi. Leiðbeiningar hafa verið gefnar út í verklýsingum og Rb tækniblöðum 15 HÁKON ÓLAFSSON, FORSTJÓRI RANNSÓKNASTOFNUNAR BYGGINGARIÐNAÐARINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.