AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.09.1995, Blaðsíða 64

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.09.1995, Blaðsíða 64
(Regional policy) sambandsins, þar sem umhverfis- kröfur er settar á styrkveitingar til úrbóta í atvinnu- og félagsmálum. Málaflokkur, sem lögð var áhersla á í fimmtu um- hverfisáætluninni og hefur verið áberandi í umræðu innan sambandsins að undanförnu, er umræða um umhverfi í þéttbýli. Sú umræða var mörkuð með út- komu Grænu bókar sambandsins (Green book on the Urban Environment), er fjallar um málefni sem koma upp í þéttbýli, svo sem samgöngumál, loft- mengun, orkunýting og þéttleiki byggðar. Hvernig er umhverfisstefnu sambandsins framfylgt? Þrátt fyrir skýra stefnumörkun sambandsins er mörgu ábótavant þegar kemur að framkvæmdaþætti um- hverfismála, og einkum er staða bæjarfélaga óskýr í því sambandi. Innan sambandsins er enginn einn aðili sem hefur umsjón með framkvæmdarhlið til- skipananna, og fer það því eftir pólitískum vilja ráða- manna aðildarríkjanna, lagakerfi og stjórnkerfi hvers lands, að hve miklu leyti umhverfiskröfur eru upp- fylltar. Umhverfistilskipanirnar eru oft samþættar inn- an landnýtingarkerfis hvers lands og skipulagsyfir- völd hafa að miklum hluta fengið það hlutverk að hrinda löggjöf í framkvæmd og samþætta innihald tilskipana inn í núverandi starf innan bæjarfélags- ins. Oft hafa sveitarfélög meiri áhuga á stefnu sam- bandsins en ríkisstjórnir landanna og úthlutar sam- bandið styrkjum til framkvæmdar á sérstökum um- hverfisverkefnum. Hins vegar vita bæjar- og sveitar- félög oft ekki um þá val kosti sem standa til boða, og ráðning sérstaks starfsmanns sem eltir uppi styrki frá ES á þessu sviði verður æ algengari. Þar sem skipulagskerfi eru ólík frá einu landi til ann- ars, er löggjöfinni framfylgt á mismunandi hátt og hefur nokkuð verið rætt um þörfina á að þróa sam- eiginlegt evrópskt skipulagskerfi. Umhverfisstofnun Evrópu hefur unnið að tillögum þar að lútandi og að settar verði umhverfiskröfur á alla starfsemi sambandsins, löggjöf, verkefni og skipu- lagsuppdrætti. Hér á eftir mun ég bera saman hvernig þau tvö Evr- ópusambandsríki sem ef til vill standa íslandi einna næst, Danmörkog Bretland, hafauppfyllt umhverfis- kröfur sambandsins og hlutverk skipulagsdeilda bæjarfélaga í að samþætta nýjar kröfur í umhverfis- málum núverandi skipulagsstarfi. Einnig mun ég draga ályktanir varðandi það hvað ísland geti lært af framkvæmdum þessara landa. UMHVERFISSTEFNA TVEGGJA EVRÓUSAM- BANDSRÍKJA Ólík sjónarmið hafa verið uppi innan Evrópusam- bandsins með tilliti til umhverfismála og má segja að aðildarlöndunum megi skipta í þrjá flokka, þ.e. lönd hlynnt strangari umhverfiskröfum, hlutlaus lönd og lönd sem andstæð eru nýrri umhverfislöggjöf inn- an Evrópusambandsins. Danmörk og Bretland eru andstæðir pólar í þessu tilliti. Fulltrúar Dana hafa barist fyrir auknum kröfum í umhverfismálum innan ES og framkvæmdaáætlanir og reglugerðir Dana í umhverfismálum innanlands eru oft strangari en reglugerðir Evrópusambandsins. Bretland hefur hins vegar verið eitt þeirra Evrópulanda sem í mestri and- stöðu hefur verið við löggjöf sambandsins í umhverf- ismálum, með þeim rökum að umhverfisvernd sé nægilega innifalin í breska skipulagskerfinu, sem er mjög viðamikið, og sækja verður um skipulagsleyfi fyrir öllum framkvæmdum. Viðhorf landanna tveggja má að nokkru leyti skýra með ólíkum efnahagsforsendum landanna, annars vegar langri sögu þungaiðnaðar í Bretlandi og hins vegar ímynd og viðurkenningu Danmerkur sem um- hverfisvæns lands sem setur háar umhverfiskröfur á alla framleiðslu. Þó hefur vakning átt sér stað í Bret- landi á sviði umhverfismála á síðustu árum. Ný um- hverfislög voru tekin í gildi 1991, og stefna stjórn- valda í umhverfismálum hefur hlotið mikla opinbera umræðu. Einnig hefur mikið starf verið unnið innan bæjarfélaga, þar sem þróaðar hafa verið nýjar leiðir til þess að samræma sjálfbæra þróun og umhverfis- væna landnýtingu annars vegar og núverandi starf- semi bæjaryfirvalda hins vegar. Bresk stjórnvöld hafa lagt áherslu á að kynna þessi atriði og laga að nú- verandi skipulagskerfi og þeirri vinnuskipan sem er til staðar innan bæjarfélaganna. Til dæmis er bæjar- félögum gert að innifela markmið sjálfbærrar þróunar í nýju skipulagi. Danir hafa ekki jafnsterka hefð og Bretar í skipulags- málum. Aðalskipulag byggist í stórum dráttum á land- nýtingarflokkum. Samkvæmt þeim eru allar fram- kvæmdir af tiltekinni tegund leyfilegar innan hvers flokks, og er ekki fjallað um hverja umsókn sérstak- lega, líkt og í breska skipulagskerfinu. Danska stjórnin hefur þó verið mjög virk í að kynna stefnu sína í umhverfismálum og leggur mikla áherslu á starf bæjarfélaganna í að framfylgja henni. 62
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.