AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.09.1995, Blaðsíða 46
mýrinni við gamla miðbæ Reykjavíkur og verslunar-
miðstöðina í Kringlunni og liggi síðan um miðbæi
Kópavogs og Garðabæjar suður í miðbæ Hafnar-
fjarðar. Staðarval Umferðarmiðstöðvarinnar, langt frá
miðbæjarstarfsemi, skiptistöðvum almenningssam-
gangna og annarri byggð orkar mjög tvímælis og
góðra gjalda vert er að reyna að tengja hana betur
þeirri byggð og því fólki sem hún á að þjóna. Við
skipulag nútíma -verslunarhverfa í Evrópu er það víð-
ast hvar grundvallaratriði að fólk geti komist auðveld-
lega að þeim og frá með almenningsflutningatækjum.
Á þessu er mikill misbrestur á höfuðborgarsvæðinu,
en í hugmynd sinni reynir Magni að tengja saman
helstu miðbæi á þessu svæði. Einnig leggur Magni
til að byggt verði hótel í tengslum við Umferðarmið-
stöðina.
Lokaverkefni Magna Steindórssonar er áhugavert um
margt. Þótt ekki sé hægt að krefjast þess að það sé
jafnraunhæft og fullunnin tillaga ætti það samt að
vekja okkurtil umhugsunar um margt.
Það er löngu vitað að talsverður hluti fólks hvorki get-
ur né vill eiga og reka einkabíl enda er kostnaður við
slíkan rekstur nú orðinn jafnmikill eða meiri en hús-
næðiskostnaður venjulegrar fjölskyldu.Það er líka vit-
að að ef við viljum að almenningsflutningar verði hag-
kvæmur kostur sem geti keppt við einkabílinn þá þarf
helst að skipuleggja byggð frá upphafi með það t
huga. Við vitum að bílisminn á höfuðborgarsvæðinu
kostar okkur marga milljarða á ári sem almenningur
á þessu svæði þarf að greiða árlega með gjaldeyri.
Svona almenningslest mætti líka smíða að talsverðu
leyti innanlands.Við eigum nóg af atvinnulausum járn-
smiðum og bifreiðasmiðum sem gætu lagt gjörva
hönd að því verki. Auk þess væri hægt að nýta inn-
lenda orku til þess að knýja lestina áfram og við það
sparaðist dýrmætur gjaldeyrir.
Ef taka má mark á reynslu annarra þjóða þá kemur
stuðningur við svona hugmyndir ekki frá þeim sem
eiga hagsmuna að gæta af áframhaldandi bílisma,
jafnvel þótt hægt sé að sýna fram á umtalsverðan
sparnað fyrir þjóðarbúið.Til þess þarf ábyrga og víð-
sýna stjórnmálamenn. Hvort sem við eigum þá eða
ekki ætti að vera sjálfsagt að fylgjast vel með þróun
almenningslesta og kanna hvort þessi kostur geti
hentað okkur nú eða í fyrirsjáanlegri framtíð.
í skipulagi byggðar er það af mörgum talin skynsam-
leg ráðstöfun að skilja um 20% af landi eftir óbyggt
fyrir ófyrirséðar framtíðarþarfir. Sá tími kann að koma
að börnin okkar eða barnabörnin yrðu okkur þakklát
fyrir að hafa skilið eftir óbyggða ræmu milli helstu
þéttbýliskjarna á höfuðborgarsvæðinu - og jafnvel
suður til Keflavíkur - fyrir almenningslest. Það er miklu
ódýrari kostur en að þurfa að rífa mikinn fjölda mann-
virkja til þess að byggja nauðsynlegt almennings-
flutningakerfi. GÓ. ■
MÚLALUNDUR vinnustofa SÍBS
Símar: 562-8450 og 568-8476 • Fax: 552-8819
Múlalundur er stærsti framleiðandi á lausblaðabókum á íslandi. Þar eru
framleiddar lausblaðabækur af ýmsum gerðum og stærðum, allt eftir þínum
óskum og þörfum. Við eigum jafnan á lager mikið úrval af jámum í bækurnar
ýmist með tveimur eða fjómm hringjum. Smekklegar lausblaðabækur eru
hentugar fyrir: Námskeið - Gagnasöfn - Vörulista og handbækur.