AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.09.1995, Blaðsíða 59
Úr stofu í húsi Gunnars Gunnarssonar skálds að
Dyngjuvcgi 8, Rvk.
Hannes í nokkrum greinum og vakti athygli á betri
lausnum, sem einnig höfðu komið fram í húsbygg-
ingum hér sem og annars staðar. í því sambandi
gerði hann að umræðuefni almenna hýbýlahætti.
Fyrsta íbúðarhúsið, sem hann lagði fyrir byggingar-
nefnd, var á sinn hátt framlag til þeirrar umræðu.
Sem starfsmaður hjá borginni fékk ég það verkefni
að finna á þvf þá hnökra, sem réttlættu að hafna því.
Þeir voru engir og þess vegna stendur þetta hús til
samanburðar við hús þeirrar tegundar, sem hann
hafði gagnrýnt.
íbúðarhús Gunnars Gunnarssonar skálds ber merki
skyldleika við hús Adolfs Loos með þeim hætti, sem
Hannes nefnir í tilvitnuninni hér að framan: „með því
að kryfja góð verk og koma fram af hreinskilni við
okkar eigin samtíð". (Sá starfsháttur einkennir öll tök
Hannesar á viðfangsefnum hans). Einfalt form hús-
sins í samræmi við innra form rýmisins og glugga-
setning samkvæmt eðli rýmisins, sem lýst er, er jafn-
framt í jafnvægi við fletina, sem gluggarnir sitja í.
Átta hæða hús við Ljósheima sker sig úr húsaröðinni.
Það er ekki gert til að vera öðruvísi. íbúðirnar eru
gegnumgangandi, þ.e. gluggareru í tvær áttir og
gera auðvelt að viðra út. Jafnframt er auðvelt í svo
háu húsi að eiga útgönguleið f gagnstæðar áttir, ef
hætta steðjar að. Lausnin gefur útlitinu léttara yfir-
bragð án tilgerðar.
í viðureign sinni við hús rannsóknarstöðvar í veiru-
fræðum að Keldum glímdi Hannes við að hafa stjórn
á dagsbirtunni í rannsóknarstofunum. Teikning sýnir
lausnina, sem hann valdi. Það réð svo húsforminu.
Þar hannaði Hannes stiga, sem verkfræðingar gátu
ekki reiknað, en hugboð og tilfinning hans fyrir eðli
burðarþolsins gerði kleift að framkvæma þá hug-
mynd. Viðureignin við dagsbirtuna var Hannesi mjög
hugleikin. Þetta sést mjög greinilega í kirkjunni í
Bjarnanesi. Endurskinsbirta í kórnum, þar sem dags-
birtan berst inn um glugga ofan kirkjuskips og upp
kórvegginn. Önnur dagsbirta kemur um gaflvegg
andspænis kórnum og fellur inn aftan við söfnuðinn.
Sparisjóður Hafnarfjarðar. Eitt þeira húsa, sem Hannes
teiknaði með frjálsu innréttingafyrirkomulagi. Gólf-
plötur eru úr strengjasteypu með stóru hafi og án ber-
andi súlna er skerða gólfflötinn. Húsið er eitt hið fyrsta
sem klætt er brenndum húðuðum leirflísum frá Höga-
nes.
Hús rannsóknarsstöðvar í veirufræðum
að Keldum.
í þann mund sem hann teiknaði kirkju þessa var víða
um heim verið að fástvið bogaform og hvelfingar.Það
reyndi Hannes við Bjarnaneskirkjuna og braut jafn-
framt heildarformið, þannig að lofthæð var merkt
fremst við gaflgluggann. Með því móti var þess að
vænta að þar fengist nokkurt endurskin af loftflet-
inum, sem hallaöist niður á við, þegarinnardró.lnnsta
hlutann inn að kórnum reisti hann upp á móti birtunni
í kórnum.
1 ip 1 .ij
i í L
i íi
57