AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.09.1995, Blaðsíða 53

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.09.1995, Blaðsíða 53
vangi í baráttunni fyrir minnkun orkunotkunar og hreinna umhverfi, málefnum sem honum eru kærust. „Á lífsferli mínum hefur íbúafjöldi jaröar aukist 2,5- falt. Á sama tíma hefur orkunotkun tífaldast og viö nálgumst nú þau tímamót, aö tæmdar veröa þær orkulindir, sem náttúran þurfti milljónir ára til aö byggja upp. Enn alvarlegri er sú staðreynd, að eyði- legging lífslinda mannkynsins vegna aðgerða þess er nú á næsta leiti, ef við kærum okkur kollótt um hina vítaverðu söfnun kjarnavopna, sem gætu auð- veldlega eyðilagt jarðarkringluna mörgum sinnum. Að mínu viti er losun orkustrauma út í andrúmsloftið sú hætta, sem mest snertir mannlíf í náinni framtíð. Af þessum ástæðum verðum við að gera eitthvað," segir Gustav Lorentzen með tóni, sem krefst skjótra viðbragða. 50 ÁRA RANGFÆRSLA Að mati prófessors Lorentzens, var sú trú meðal margra hinna yngri kælitæknifræðinga, að CFC miðillinn væri hinn eini rétti, og er það árangur af 50 ára rangfærslu af hálfu framleiðenda CFC. Og hann er ekki nærri því eins bjartsýnn og sumir framleið- endur um að vistvænni miðlar finnist í stað þeirra, sem eru umhverfisskemmandi. „Ég gamall er orðinn það gamall að ég man þátíð, er freonefnin komu á markað og þau vandamál sem við áttum við að stríða, og ég er ekki í nokkrum vafa um að svipuð vandamál koma með nýjum miðlum. Það voru margir miðlar sem voru til, áóur en freonið kom til sögunnar, efni sem við getum kannað betur, t.d. eldfimu efnin. Sagt er að CFC miðlar séu örugg- ari, en ég held að gert sé meira úr vandamálunum en efni standa til. Sem dæmi viðvíkjandi eldfimum nýefnum þá er það einfaldlega útilokað að veita nægjanlegu lofti inn á kælikerfi til að skapa skilyrði til sprengihættu. Ennfremur benda þeir á lekahættu og mettun, en við skulum doka við, öll getum við ekið um á bensíndrifnum bifreiðum, án þess að fólk tengi það nokkurri hættu, að ekki sé minnst á jarð- gasnotkun á millljónum heimila." Gustav Lorentzen er maðurinn sem hefur staðið á bak við kæliverkfræðideild Fricoscandia, sem er fremst fyrirtækja í heiminum á sviði færibandafryst- ingar matvæla, Það fyrirtæki auk N.TH, sem hefur 90 vísindamenn, er líklega stærsta rannsóknar- og þróunarstofnunin, sem til er fyrir kæliiðnaðinn í hinum vestræna heimi. N.TH,-SINTEF(Stiftelsen for indust- riell og teknologiskforskning ved N.TH.), stofnun sem hóf rekstur 1951, tekur að sér rannsóknir og þróun- arverkefni fyrir fyrirtæki margra landa, þar á meðal Japans. Enda þótt N.TH-stofnunin hafi heiðrað Gustav Lorent- zen í tæknifræðum og hann hafi fengið margar al- þjóðlegar viðurkenningar, þar á meðal heiðursmerki svo sem heiðursforsetaorðu IIR (Alþjóða- kælitækni- stofnunarinnar) og kælistofnunar Ástralíu, þá lítur hann ekki á sig sem lærðan vísindamann. „Ég er fyrst og fremst verkfræðingur. Þetta er ef til vill það, sem gerir mig hæfan til að bera saman mismunandi tækni og komast að eigin niðurstöðu," segir Gustav Lorentzen. Hann hefur samið um 500 vísindaritgerðir á sínum ferli. Okkur af eldri kynslóðinni hlýnaði um hjartarætur þegar Gustav Lorentzen og Jóstein Petterson endur- heimtu hina fornu frægð og æru C02, sem hér eftir skipar sæti meðal vistvænna kælimiðla framtíðar. Kolsýran hafði verið sett út af sakramenti í flestum kælimiðlafræðum á sjötta áratugnum vegna hins háa þrýstings og lága markhita (critical point) en þeir fundu ráð við þeim vanda. Deyr fé deyja frændur deyr sjálfur it sama en orðstír deyr aldregi hveim er sér góðan getur (úr Hávamálum). 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.