AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.09.1995, Blaðsíða 34
BJARNI REYNARSSON, SKIPULAGSFRÆÐINGUR, BORGARSKIPULAGI REYKJAVÍKUR
E R Ð
B í L A R O G
U M F
Stofnbrautakerfi og helstu nýbyggðarsvæði 1990-1994.
Miðborg og miðhverfi
Byggð 1990
71 Ný byggð 1990-1994
l|l BOROAfíSKIPVLAG REYKJAVfKUR
arfasti þjónninn, einkabíllinn, tekur sífellt
upp meira rými í Ffeykjavík og stærstu
umferðaræðar eins og Kringlumýrar-
braut, Miklabrautog Reykjanesbraut eru
að verða ófærar hindranir fyrir gangandi vegfar-
endur, eins og stórfljót voru áður. Neikvæðra áhrifa
mikillar umferðar er farið að gæta í Reykjavík eins
og í mörgum stærri borgum. Borgarbúar hafa síðu-
stu misseri kvartað við borgaryfirvöld vegna umferð-
arhávaða og annarrar mengunar sem stafar af um-
ferð. Sem dæmi má nefna umkvartanir íbúa við Miklu-
braut nærri Miklatúni og íbúa í fjölbýlishúsum við
Hringbraut.
Skipulag umferðar og gatnakerfis er einn mikilvæg-
asti þátturinn í skipulagi hverrar borgar. Umferðar-
og umhverfismál tengd bílaumferð taka sífellt meira
rými í fagtímaritum skipulagsfræðinga. í mörgum
borgum á Norðurlöndum T.d. í Álaborg í Danmörku
er nú unnið að sérstökum áætlunum í umferðar- og
umhverfismálum með þau meginmarkmið að draga
úr orkunotkun ökutækja, minnka loftmengun, fækka
umferðarslysum, draga úr umferðarhávaða, auka ör-
yggi gangandi og hjólandi vegfarenda og fegra um-
hverfi gatna og torga.
Nokkrar borgir í Evrópu hafa myndað samtök (Car
Free City Club) sem hafa það markmið að stuðla að
minni notkun einkabíla. Reykjavíkurborg hefur þegar
gengið í þessi samtök.
Rétt er að taka fram, að þó flestar evrópskar borgir
séu með ýmsum ráðum að reyna að sporna við auk-
inni umferð einkabíla og draga úr neikvæðum áhrif-
um hennar, hefur árangur flestra enn sem komið er
verið frekar lítill, sérstaklega hvað varðar minni notk-
un einkabílsins. Margar athyglisverðar tilraunir eru í
gangi, t.d. með frí afnot af borgarhjólum í Kaup-
mannahöfn og umhverfisvæna strætisvagna í Ála-
32