AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.09.1995, Blaðsíða 25
einungis notaðar á íslandi við vinnslu jarðhita, en nú
eru ýmsir aðrir farnir að nota þessa vinnsluaðferð.
Með þvl að nota djúpdælur við vinnslu á heitu vatni
á lághitasvæðum má auka orkuvinnslu verulega mið-
að við sjálfrennsli úr borholum. Þessi munur kemur
greinilega fram á mynd 2 sem sýnir vinnslu sögujarð-
hitasvæðisins í Laugarnesi. Vinnsla hófst á þessu
svæði árið 1930 og var í byrjun notast við sjálfrennsli
úrborholum. Síðan 1960-1965 hafa djúpdælur verið
notaðar við vinnsluna og hefur orkuvinnslan marg-
faldast eins og myndin sýnir.
íslensku hitaveiturnar sem nýta jarðhita eru yfirleitt
tæknilega mjög vel þróaðar. Séreinkenni á íslenskum
hitaveitum eru t.d. þau að lægra hitastig er oft á þvt
vatni sem notað er til upphitunar en almennt gerist í
hitaveitum erlendis. Stýrikerfi hitaveitna og stýring á
upphitun einstakra húsa er einnig með því besta sem
gerist. Einangrunartækni er á mjög háu stigi og heitt
vatn er flutt lengri vegalengdir á íslandi en almennt
gerist annars staðar. Hitaveitulögninfrá Nesjavöllum
til Reykjavíkur er þekkt meðal erlendra jarðhitamann
sem verkfræðilegt undur. íslendingar hafa einnig
verið í fararbroddi I samnýtingu jarðhita, en það
kallast samnýting þegar jarðhiti úr einu og sama jarð-
hitasvæði er notaður í fleiri en einum tilgangi. í
Svartsengi er jarðhitinn notaður bæði til þess að
framleiða raforku og til þess að framleiða hitaveitu-
vatn fyrir þéttbýli á Suðurnesjum. Með samnýtingu
jarðhita fæst mun betri nýtni á jarðhitaorkunni en
þegar notkunarsviðið er aðeins eitt. Samnýting jarð-
hita er einnig fyrirhuguð í Nesjavallavirkjun, þó raf-
orkuvinnsla sé ekki hafin þar enn.
í nútímaþjóðfélagi skiptir afhendingaröryggi orkunnar
miklu máli. Ekki þarf aðeins að tryggja það að næg
orka sé fyrir hendi í dag og á morgun heldur þurfa
orkufyrirtækin að vita hve mikil orka er fyrir hendi
eftir fimm eða tíu ár til þess að þau geti gert viðeig-
andi rástafanir í tíma. Fylgjast þarf vel með vinnslu
og viðbrögðum jarðhitakerfanna og sjá fyrir hvaða
breytingar muni verða í framtíðinni. Þessi starfsemi
hefur einnig gengið ágætlega á íslandi og ekki hefur
komið til þess að hætta hafi þurft við nýtingu á neinu
jarðhitakerfi, sem tekið hefur verið í notkun.
FJÁRHAGSLEG HLIÐ JARÐHITANÝTINGAR
Það gefur auga leið að íslendingar hefðu ekki þróað
jarðhitanýtingu eins langt og raun ber vitni nema af
því að það hefur verið fjárhagslega hagkvæmt að
fara þessa leið. Þar sem jarðhiti er fyrir hendi er upp-
hitun með jarðhita ódýrari en upphitun með öðrum
orkugjöfum. Þegar verð á olíu hækkaði í byrjun átt-
unda áratugarins var gert átak í því að auka nýtingu
jarðhita til húshitunar á íslandi og tók um tíu ár að
auka jarðhitanotkunina úr 50% upp í 85% á kostnað
upphitunar með olíu. Fjárhagslegur ávinningur af
því að nota jarðhita í stað olíu til upphitunar er sýndur
á mynd 3.
Rauðu súlurnar sýna heildarkostnað notenda við að
hita hús sín með jarðhita. Miðað er við verðlag á
árinu 1994. Myndin nærtil þeirrahúsasem áhverjum
ttma eru hituð með jarðhita. Grænu súlurnar sýna
hins vegar hvað notendur hefðu þurft að greiða í
upphitun ef hús þeirra hefðu verið hituð með olíu. í
öllum tilvikum er það meira en tvisvar sinnum dýrara
að kynda hús með olíu en jarðhita og á tímabilinu
1973 -1985 er það mörgum sinnum dýrara.
Munurinn á grænu og rauðu súlunum á mynd 3
Kostnaður notenda við upphitun húsa sem tengd eru jarðhita á hverjum tíma
25-
Laugarnes
-100
-50
o
50
o 100
O
n
</)
£ 150
03
>
200
250
I — — — 1 r
- Vatnsborð Vinnsla
S jálfrenns li
30 35 40 45 50 55 60 65 70 75 80 85 90
Ár
23