AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.09.1995, Blaðsíða 19
Mynd 4. BML steypuseigjumælir með fylgihlutum. Unnt er að mæla flæðieiginleika (viscosity) steypu í
mælinum, en hann er framleiddur hérlendis fyrir alþjóðamarkað.
landi fyrir alþjóðamarkað og er sérþekking á sviðinu
við Rb meiri en víðast hvar. Tæki af þessu tagi nýtist
vel við val íblöndunarefna til þess að ná fram séreigin-
leikum í steypunni, t.d. við framleiðslu hástyrkleika-
steypu. Notkun þess var grundvöllur árangurs og
jafnrar framleiðslu við gerð steypuþekju á hafnargarð
í Hafnarfirði fyrir tveimur árum en þar tókst að fram-
leiða sterkasta steypta mannvirkið í heiminum til
þessa. Mynd 4 sýnir BML steypuseigjumælinn
(viscometer).
LOKAORÐ
Hér hefur verið drepið á nokkur svið þar sem sér-
þekking á alþjóðamælikvarða er fyrir hendi við Rb .
Ýmislegt fleira mætti tína til en hér verður látið gott
heita að sinni. Rétt er að geta þess að þekking á
ofangreindum sviðum hefur í ýmsum tilvikum fengist
í gegnum rannsóknaverkefni, sem styrkt hafa verið
af Rannsóknasjóði og Steinsteypunefnd, en hún var
stofnuð 1965 til þess að vinna gegn grotnun í stein-
steypu. ■
Arkitektar - verkfræðingar - tæknifræðingar
Sífellt fleiri sjálfstætt starfandi einstaklingar hafa uppgötvað kosti þess að
sameina heimili og vinnustað: tímaspamað og peningaspamað.
Til sölu er glæsileg 1922 á tveim hæðum í nýlegu húsi í miðborg Reykjavíkur.
Stórar stofur, 3 svefnherbergi, björt og góð vinnuaðstaða með mikill
lofthæð á efri hæð, gufubað, svalir í tvær áttir, góðar geymslur í kjallara.
Einkabflastæði fylgir. Stutt í alla þjónustu.
Verð: 13,5 millj. kr. Góð lán áhvflandi.
Upplýsingar í símum 562 0701 og 562 0702
17