AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.09.1995, Blaðsíða 56
Langskurður. Inngangur í kaffistofu til vinstri, - upplýsingasvæði fyrir miðju.
innhlaup á þetta svæði þar sem leikhúsið frá 1956
stendur. Þessarar stefnu verður þó meira vart, eins
og í öllum öðrum borgum, þar sem einkabíllinn hefur
rutt sér til rúms og krafist akbrauta og opinna rýma
fyrir bílastæði. Á einu slíku rými, sem hafði verið
óbyggt í 40 ár, var ákveðið að byggja bókasafnið.
TENGSLVIÐ UMHVERFI - „BLOKK“
Fyrsta eining bókasafnsins, „hellan", myndar þrí-
hyrningslaga „blokk“ með núverandi húsum. Önnur
eining þess, í formi skips, myndar ytri og efnismeiri
afmörkun fyrir „blokkina". Hvað er „blokk" með tvær
hliðar ? Það er hægt að ganga á milli þeirra, ganga
inn í hana.
TENGSL VIÐ UMHVERFFI - DEILING
Bókasafnið er skorið í tvennt með nýrri gönguleið,
BúrgergaBe, sem dregur fram stefnu á Lamberti -
kirkjuna. í forsögn er einnig gert ráð fyrir þessari skipt-
ingu.
TENGSL VIÐ UMHVERFI - TUNGUMÁL
Bókasafnið er barn síns tíma, þ.e. nútímabygging.
Það tekur sinn sess á ákveðinn hátt og með virðingu
milli hins upprunalega bókasafns (Krameramtshaus,
1589) og Kiffe Pavillion (módernisma - bygging frá
um 1950).
FORSÖGN ÞRJÚ SVÆÐI
Við mótun bókasafnsins er tekist á við þá spurningu
hvernig gildi upplýsinga er að breytast. Niðurstaðan
er þrískipt bókasafn (nær-, mið-,og fjarsvæði).
Á fjarsvæði er langtíma geymsla sem almenningur
hefur ekki aðgang að.
Á miðsvæði eru útlán (það svæði þar sem þekking
tekur á sig form bóka). í grunnmynd byggingarinnar
fær þetta svæði einfalt form - hluta úr hring. Þetta
svæði er hljótt, bækur þekja langan bogmyndaðan
vegg og þar er lesið.
Á nærsvæðinu eru upplýsingar um það sem er nýtt í
Munster. Bókaskrár og rafeindaminni eru „hreinar"
upplýsingar (dagsetning, titill, stærð bóka). Bækur
er að finna á svölum annarrar hæðar, í „hellunni". Á
54