AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.09.1995, Blaðsíða 26

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.09.1995, Blaðsíða 26
 er í raun sparnaður notenda við það að nota jarðhita í stað olíu til upphitunar. Nú á síðustu árum er þessi sparnaður um sex milljarðar á ári, en var mun meiri á árabilinu þegar olíuverð var sem hæst. Ef við leggj- um saman allan sparnað þeirra ára sem mynd 3 nær til verður uppsafnaður sparnaður um 200 millj- arðar króna, það er um tvisvar sinnum hærri upphæð en niðurstöðutölur fjárlaga á síðustu árum. FRAMTÍÐARHORFUR Á undanförnum árum hafa íslendingar miðlað öðrum þjóðum af þekkingu sinni, einkum í þróunarlöndum. Markvissasta starfsemin á því sviði hefur verið rekstur á sérstökum jarðhitaskóla fyrir aðila frá þróunar- löndunum. Háskóli Sameinuðu þjóðanna og íslenska ríkið kosta rekstur skólans, en Orkustofnun sér um rekstur hans. Þessi þjálfun í jarðhitafræðum hefur gengið mjög vel og hefur nemendum fjölgað ár frá ári, þó svo að eftirspurn sé hvergi nærri uppfyllt. Starfsemi jarðhitaskólans er gott dæmi um árangurs- ríka þróunaraðstoð. Búast má við að þessi starfsemi komi frekar til með að aukast en minnka í framtíðinni. Svo sem fram kemur á mynd 1 er aukningin í orku- notkun þjóðarinnar mun hægari á síðustu árum en hún var á áratugunum þar á undan. Ef þessi þróun verður viðvarandi er hætt við því að erfitt reynist að viðhalda og auka jarðhitaþekkingu íslendinga. Þekkingarieg stöðnun mun í reynd þýða afturför því ekki lifum við lengi á fornri frægð í þessum efnum. Útflutningur á íslenskri jarðhitaþekkingu hefur verið nokkur á síðustu 10-15 árum, en hefur að mestu verið bundinn við ráðgjafastörf. Umsvifin hafa þó verið takmörkuð og hafa áriegar útflutningstekjur af þessari starfsemi verið nokkrir tugir milljóna þegar best lætur. Þessi útflutningur skiptir því ekki miklu máli fyrir þjóð- arbúið og umfang starfseminnar er varla nægjan- legt til þess að halda íslenskri jarðhitaþekkingu í fararbroddi. Það væri þess vegna mjög æskilegt að auka útflutning á íslenskri jarðhitaþekkingu, og í rauninni er það skilyrði þess að við njótum arðs af þeirri jarðhitaþekkingu sem við höfum þróað í landinu á síðustu áratugum. Til þess að auka umsvif í útflutningi á íslenskri jarð- hitaþekkingu er líklegt að reyna þurfi aðrar ieiðir en að einskorða útflutninginn við sölu á ráðgjafaþekk- ingu. Markaðurinn er tiltölulega þröngur á þessum sviðum og fjöldi íslenskra sérfræðinga er það tak- markaður að slíkur útflutningur getur aldrei skilað umtalsverðum tekjum í þjóðarbúið. Ef okkur tækist hins vegar að flytja út jarðhitaþróun, þ.e.að reisa jarð- hitaorkuver erlendis og selja jarðhitaorku á erlend- um markaði, þá er möguleiki á því að útflutningur á íslenskri jarðhitaþekkingu skilaði verulegum útflutn- ingstekjum. Við skulum hafa það hugfast að íslend- ingar hafa þróað jarðhitanýtingu mjög langt og íslensk jarðhitafyrirtæki eru flest hver mjög stöndug. Það eru því góðar forsendur fyrir því að auka þessi umsvif á erlendum markaði. Fullyrða má að sala á jarðhitaorku frá jarðhitaorkuverum, sem íslendingar byggja og reka á erlendri grund, verði áhættuminna fyrirtæki en það að selja íslenska raforku um sæ- streng. ■ 24
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.