AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.09.1995, Blaðsíða 62
HÓLMFRÍÐUR BJARNADÓTTIR, SKIPULAGSFRÆÐINGUR
Umhverfísstefna
EVROPUBANDALAGSINS
og áhrif hennar á skipulagsmál
Um þessar mundir standa
íslensk yfirvöld frammi fyrir
miklum breytingum í umhverf-
ismálum og endurmati á lög-
gjöf sem að þeim lýtur. Með samþykkt
samningsins um Evrópskt efnahagssvæði
er ísland skuldbundið til að hlíta miklum
hluta löggjafar Evrópusambandsins, að
meðtöldum ýmsum umhverfisþáttum.
í Evrópu hefur umhverfisumræðan beinst
að þeim skemmdum sem orðið hafa á lífríki
meginlandsins, svo sem að áhrifum af súru
regni á skóga og vötn og áhrifum mengun-
ar á lífríki Norðursjávar. Á alþjóðlegum vett-
vangi hafa gróðurhúsaáhrifin, þynning ósonlagsins,
og umhverfisslys svo sem Chernobyl og Bhopal leitt
almenning enn frekar til umhugsunar og meðvitundar
um mikilvægi þessara mála.
Umræðan um umhverfismál varð meira áberandi á
alþjóðavettvangi í kjölfar Ráðstefnu Alþjóðanefndar
Sameinuðu þjóðanna um umhverfis- og þróunarmál
í Osló 1987, þar sem hugtakið „sjálfbær þróun'1 var
kynnt í fyrsta skipti. Útgáfa ritsins „Sameiginleg
framtíð okkar" (Brundtland- skýrslan) hefur haft áhrif
á þróun hugmyndafræði umhverfismála á alþjóða-
vettvangi, svo og á stefnumótun einstakra landa.
Heimsráðstefna Sameinuðu þjóðanna um umhverfi
og þróun, sem haldin var í Ríó de Janeiro 1992, var
einnig mikilvægt skref í þróuninni um umhverfismál,
þar sem skuldbindingar um minnkun CO2 magns
og fjölbreytileika dýralífs voru undirritaðar. Einnig
var alþjóðleg framkvæmdaáætlun í umhverfismálum
samþykkt (Agenda 21), sem leggur áherslu á sam-
ræmingu í félags-, efnahags- og umhverfismálum í
ákvarðanatöku landanna. Ennfremurskal aukin þátt-
taka almennings í ákvörðunum og úrbótum, og skulu
sveitarfélög landanna undirbúa eigin umhverfis-
áætlanir, „Local Agenda", 21 fyrir svæðið.
Með ráðstefnunum og þeirri umræðu, sem
hefur skapast í kjölfar þeirra, hefur alþjóða-
hyggja í umhverfismálum aukist og viður-
kenning á nauðsyn samþættingar á sem
flestum sviðum umhverfismála. Þau séu
sameiginlegt hagsmunamál allra jarðar-
búa og verði að leysa með samræmdu afli,
geti ekki verið flokkuð eftir landamærum
né málaflokkum.
ÍSLAND
Umhverfisvandamál á íslandi eru ekki aug-
Ijós að sama marki og í öðrum ríkjum
Vestur-Evrópu, og hafa íslendingar fram
til þessa orðið fyrir litlum beinum áhrifum mengunar.
Vegur þarsennilega þyngstfámenni, stór hluti endur-
nýjanlegra og umhverfisvænna auðlinda í orkunotkun
landsmanna og lítill þungaiðnaður. Þrátt fyrir það
verða þær raddir sífellt háværari að íslendingar verði
að huga meira að umhverfismálum. Á þéttbýlissvæði
landsins verður loftmengunar vart í ríkara mæli, sem
að mestu má rekja til útblásturs bíla. Þessi mengun
tengist því vægi sem lagt hefur verið á notkun einka-
bílsins í hraðri uppbyggingu höfuðborgarsvæðisins
síðustu áratugi og segja má að hafi verið ráðandi í
ákvörðunum um landnotkun svæðisins. Þörf er aug-
Ijós á samhæfingu í landnotkun og skipulagningu
samgangna. Ennfremur er sjávarmengunar vart á
strandlengju höfuðborgarsvæðisins.
Vilji íslendingar taka þátt í alþjóðlegu samstarfi verða
þeir að temja sér „alþjóðlegan11 hugsunarhátt og
hugsa um umhverfi sitt í víðara samhengi. íslensk
stjórnvöld hafa tekið virkan þátt í alþjóðlegri sam-
vinnu sem tengist vistfræði hafsins og mikilvægi þess
að nýta fiskimið samkvæmt markmiðum sjálfbærrar
þróunar, en tímabært er að aukin áhersla verði lögð
á landfræðilegan þátt umhverfismála. Eitt brýnasta
umhverfisvandamál íslands er uppblástur og gróður-
60