AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.09.1995, Síða 62

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.09.1995, Síða 62
HÓLMFRÍÐUR BJARNADÓTTIR, SKIPULAGSFRÆÐINGUR Umhverfísstefna EVROPUBANDALAGSINS og áhrif hennar á skipulagsmál Um þessar mundir standa íslensk yfirvöld frammi fyrir miklum breytingum í umhverf- ismálum og endurmati á lög- gjöf sem að þeim lýtur. Með samþykkt samningsins um Evrópskt efnahagssvæði er ísland skuldbundið til að hlíta miklum hluta löggjafar Evrópusambandsins, að meðtöldum ýmsum umhverfisþáttum. í Evrópu hefur umhverfisumræðan beinst að þeim skemmdum sem orðið hafa á lífríki meginlandsins, svo sem að áhrifum af súru regni á skóga og vötn og áhrifum mengun- ar á lífríki Norðursjávar. Á alþjóðlegum vett- vangi hafa gróðurhúsaáhrifin, þynning ósonlagsins, og umhverfisslys svo sem Chernobyl og Bhopal leitt almenning enn frekar til umhugsunar og meðvitundar um mikilvægi þessara mála. Umræðan um umhverfismál varð meira áberandi á alþjóðavettvangi í kjölfar Ráðstefnu Alþjóðanefndar Sameinuðu þjóðanna um umhverfis- og þróunarmál í Osló 1987, þar sem hugtakið „sjálfbær þróun'1 var kynnt í fyrsta skipti. Útgáfa ritsins „Sameiginleg framtíð okkar" (Brundtland- skýrslan) hefur haft áhrif á þróun hugmyndafræði umhverfismála á alþjóða- vettvangi, svo og á stefnumótun einstakra landa. Heimsráðstefna Sameinuðu þjóðanna um umhverfi og þróun, sem haldin var í Ríó de Janeiro 1992, var einnig mikilvægt skref í þróuninni um umhverfismál, þar sem skuldbindingar um minnkun CO2 magns og fjölbreytileika dýralífs voru undirritaðar. Einnig var alþjóðleg framkvæmdaáætlun í umhverfismálum samþykkt (Agenda 21), sem leggur áherslu á sam- ræmingu í félags-, efnahags- og umhverfismálum í ákvarðanatöku landanna. Ennfremurskal aukin þátt- taka almennings í ákvörðunum og úrbótum, og skulu sveitarfélög landanna undirbúa eigin umhverfis- áætlanir, „Local Agenda", 21 fyrir svæðið. Með ráðstefnunum og þeirri umræðu, sem hefur skapast í kjölfar þeirra, hefur alþjóða- hyggja í umhverfismálum aukist og viður- kenning á nauðsyn samþættingar á sem flestum sviðum umhverfismála. Þau séu sameiginlegt hagsmunamál allra jarðar- búa og verði að leysa með samræmdu afli, geti ekki verið flokkuð eftir landamærum né málaflokkum. ÍSLAND Umhverfisvandamál á íslandi eru ekki aug- Ijós að sama marki og í öðrum ríkjum Vestur-Evrópu, og hafa íslendingar fram til þessa orðið fyrir litlum beinum áhrifum mengunar. Vegur þarsennilega þyngstfámenni, stór hluti endur- nýjanlegra og umhverfisvænna auðlinda í orkunotkun landsmanna og lítill þungaiðnaður. Þrátt fyrir það verða þær raddir sífellt háværari að íslendingar verði að huga meira að umhverfismálum. Á þéttbýlissvæði landsins verður loftmengunar vart í ríkara mæli, sem að mestu má rekja til útblásturs bíla. Þessi mengun tengist því vægi sem lagt hefur verið á notkun einka- bílsins í hraðri uppbyggingu höfuðborgarsvæðisins síðustu áratugi og segja má að hafi verið ráðandi í ákvörðunum um landnotkun svæðisins. Þörf er aug- Ijós á samhæfingu í landnotkun og skipulagningu samgangna. Ennfremur er sjávarmengunar vart á strandlengju höfuðborgarsvæðisins. Vilji íslendingar taka þátt í alþjóðlegu samstarfi verða þeir að temja sér „alþjóðlegan11 hugsunarhátt og hugsa um umhverfi sitt í víðara samhengi. íslensk stjórnvöld hafa tekið virkan þátt í alþjóðlegri sam- vinnu sem tengist vistfræði hafsins og mikilvægi þess að nýta fiskimið samkvæmt markmiðum sjálfbærrar þróunar, en tímabært er að aukin áhersla verði lögð á landfræðilegan þátt umhverfismála. Eitt brýnasta umhverfisvandamál íslands er uppblástur og gróður- 60
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.