AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.09.1995, Blaðsíða 63
eyðing á hálendi landsins, sem er ógnað með fjárbeit
og fjölgun ferðamanna.
Ferðamannaþjónustan verður sífellt mikilvægari fyrir
efnahag þjóðarinnar og vilji íslendingar leggja
áherslu á ímynd hins hreina og óspillta lands hefur
verndun náttúru landsins einnig beint fjárhagslegt
gildi. Á sama tíma ógnar fjöldi ferðamanna viðkvæmu
vistkerfi landsins, og var undirbúningur hálendis-
skipulags sem nú stendur yfir og samþættir land-
notkun, ferðamannauppbyggingu og náttúruvernd
orðinn tímabær fyrir löngu.
EVRÓPSKA EFNAHAGSSVÆÐIÐ
Umhverfisumræðan hefur fengið nýjan svip með
samningnum um Evrópskt efnahagssvæði er gekk í
gildi 1994. Fyrirsamninginn hafði Evrópusambandið
ekki bein áhrif á umhverfisþætti EFTA- landanna, en
með undirritun samningsins samþykktu EFTA-ríkin
fimm hið svokallaða „fjórþætta frelsi sameiginlega
evrópska markaðarins" og einnig altæk ákvæði er
það varða, þar sem samningurinn kveður á um nán-
ari samvinnu á öðrum sviðum, svo sem á sviði rann-
sókna og þróunar, umhverfismála, menntunar og
félagsmála.
Samningurinn krefst þess að lög og reglur sem gilda
á EES- svæðinu verði samræmd og samvinna sam-
ningsaðila styrkt. Enn er þó leyfilegt fyrir einstök
aðildarríki að viðhalda strangari reglum á sviði um-
hverfismála, svo lengi sem þau stangast ekki á við
viðskiptareglur samningsins. Ffvatt er til aukinnar
samvinnu við stefnumótun og gerð framkvæmda-
áætlana um umhverfið, samþættingar umhverfis-
sjónarmiða vió aðra málaflokka, notkunar hagstjórnar
í þágu umhverfisverndar og við lausn mikilvægra
svæðisbundinna eða alþjóðlegra vandamála.
Mengunarreglur EFTA-landanna verður að sam-
ræma að lögum Evrópusambandsins enda uppfyllir
íslensk umhverfislöggjöf ekki alls kostar kröfur Evr-
ópusambandsins. Samningurinn krefst frekari úrbóta
og strangari löggjafar um vinnslu úrgangs, verndun
drykkjarvatns, loftmengun og fyrirbyggjandi aðgerðir
fyrirtækja gegn mengun.
EVRÓPUSAMBANDIÐ
Grundvallarmarkmið umhverfislöggjafar Evrópusam-
bandsins er að samræma lög og reglur á sviði um-
hverfismála (svo sem mengunarmarka og varna)
innan aóildarríkja sambandsins til að tryggja jöfn
samkeppnisskilyrði innan evrópska markaðarins.
Þrátt fyrir að reglur Evrópusambandsins á sviði nátt-
úruverndar og nýtingar náttúruauðlinda séu ekki hluti
EES-samningsins, hafa samningsaðilar lýst áhuga
á að starfa saman á því sviði í framtíðinni. Innan ES
skapa umhverfismál sífellt stærri sess í starfsemi og
reglugerðum sambandsins og hafa mikið pólitískt
vægi og gæti slík þróun haft bein eða óbein áhrif á
íslandi þar sem mörg helstu viðskiptalönd íslands
eru í sambandinu. Það er því mikilvægt fyrir ísland
að hafa þekkingu á kröfum og grundvallaratriðum
umhverfislöggjafar Evrópusambandsins og að
fylgjast grannt með þróun umhverfismála í öðrum
Evrópulöndum.
UMHVERFISÁÆTLANIR EVRÓPUSAMBANDS-
INS
Umhverfislöggjöf er tiltölulega nýr málaflokkur innan
sambandsins, og stefna þess í umhverfismálum var
fyrst kynnt 19731 fyrstu umhverfisáætlun sambands-
ins (Environmental Action Programme). Síðan hafa
fimm umhverfisáætlanir og yfir 200 tilskipanir verið
kynntar, og umhverfismál voru innifalin í lögum sam-
bandsins með Maastricht- samkomulaginu 1993.
Umhverfisáætlanirnar eru mikilvægur þáttur í kynn-
ingu á umhverfisstefnu sambandsins, nýir mála-
flokkar og áherslur í umhverfismálum eru yfirleitt fyrst
kynnt í áætlununum, svo og væntanlegar reglugerðir.
Á fyrstu árum umhverfisstefnu sambandsins var
megináhersla lögð á að leysa einstök mengunar-
vandamál og að samræma mengunarstaðla. Nokkur
breyting varð á umhverfisstefnu sambandsins með
fjórðu umhverfisáætluninni, þar sem áhersla var lögð
á mikilvægi þess að samþætta umhverfisvernd við
aðra löggjöf sambandsins, svo sem atvinnumál,
landbúnað og ferðamál.
Fimmta umhverfisáætlunin „í átt að sjálfbærri þróun“,
er gildir til aldamóta, er talin marka tímamót í þróun
umhverfisstefnu sambandsins. í áætluninni er lögð
áhersla á að öll stjórnunarstig aðildarlandanna taki
þátt I að framkvæma stefnumál sambandsins og
hvatt til betri samhæfingar á framkvæmdum rlkis-
stjórna og sveitarfélaga á sviði umhverfisverndar.
Athyglinni er þar sérstaklega beint að bæjar- og
sveitarfélögum og hlutverki þeirra sem framkvæmd-
araðila. Einnig leggur áætlunin frekari áherslu á að
umhverfisþættir séu sameinaðir öðrum stjórnunar-
sviðum og ákvarðanatöku, svo sem í „svæðastefnu“
61