AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.09.1995, Blaðsíða 23
þekking og reynsla úr ólíkum áttum. Við ættum því
öðrum fremur að vera hæf til að miðla þekkingu okkar
og reynslu til annarra þjóða.
Reyndar er þegar farið að selja þessa þekkingu úr
landi í einhverjum mæli því íslensk verkfræði- og verk-
takafyrirtæki hafa á undanförnum árum haslað sér
völl á erlendum vettvangi þótt ekki fari mikið fyrir því
í fjölmiðlum. Við getum veitt ráðgjöf og þjónustu við
hvers konar húsbyggingar og einnig mannvirki af
öðru tagi, eins og t.d. brýr og vegi.
íslensk ferðakynningarrit eru full af myndum sem
flestar eru teknar á einstökum góðviðrisdögum en
það þyrfti ekki að skaða þá ímynd af landinu þótt við
reyndum einnig að markaðssetja slæma veðrið og
bjóða upp á prófanir á ýmsum byggingarefnum við
óblítt veðurfar til samanburðar við prófanir í rannsókn-
arstofum.
Svona mætti lengi telja og má t.d. nefna að vart hefur
orðið við eftirspurn eftir góðum torfhleðslumönnum
erlendis. E.t.v. gefur það okkur tækifæri til að hug-
leiða hversu langt við náðum til fullkomnunar við gerð
íslenska torfbæjarins og nú fer hver að verða síðastur
að halda þeirri kunnáttu við. Líklega hafa ekki margir
áttað sig á því að vel hlaðinn torfveggur gat enst
lengur og þurft minna viðhald en sumar byggingar
nútímans.
HVERNIG EIGUM VIÐ SVO AÐ KOMA ÞESSARI
ÞEKKINGU Á FRAMFÆRI?
Mikill fjöldi íslendinga er nú víða um heim við þróunar-
aðstoð og markaðsöflun fyrir íslenskar vörur, aðallega
sjávarafurðir. Mikilvægt er að fá þetta fólk til sam-
starfs á víðtækari grundvelli, bæði við upplýsinga-
öflun og upplýsingamiðlun vegna annarra greina en
þeirra sem það er sérstaklega að fást við. Margir
þessara manna eru í góðu sambandi við áhrifamikið
fólk og eru fljótir að sjá hvar kostur er á viðskiptum.
Allir vita að þegar samband er komið á í einni við-
skiptagrein er mun auðveldara að bæta annarri við
heldur en að byrja frá grunni.
Við eigum líka fjölda manna sem hafa borið hróður
landsins um víða veröld á sviði lista, vísinda og
íþrótta. Margir íslendingar starfa í öðrum löndum og
eru orðnir rótgrónir þar. Sama er að segja um náms-
menn. Allt þetta fólk hefur öðlast mikilvæga reynslu
af dvöl sinni erlendis og myndað tengsl sem geta
reynst gagnleg. Það gæti veitt okkur mikilsverðar
upplýsingar og komið boðum til skila á réttum stöð-
um ef vel er á málum haldið en til þess þarf að fræða
það um hvað við höfum upp á að bjóða.
Margir íslendingar hafa numið markaðsfræði og
aðrar skyldar greinar og öðlast talsverða reynslu í
þeim. Slíkt fólk á að nota til þess að koma virku skipu-
lagi á þessi mál. Ef ekki eru notaðir starfskraftar
þessa fólks er verið að sóa verðmætum og glata
þeirri fjárfestingu sem menntun þess er.
Nefna má dæmi um það hvernig viðskiptatengsl geta
þróast: í tilteknu landi eða landssvæði standa yfir
tilraunir í fiskveiðum og úrvinnslu sjávarafla með að-
stoð íslenskra ráðgjafa. Ef þær takast vel þarf að
smíða hentug veiðiskip, reisa hús yfir framleiðsluna
og starfsfólkið, útvega veiðarfæri og annan búnað,
ílát fyrir aflann, hlífðarfatnað og svona mætti lengi
telja. Á flestöllum sviðum gætum við boðið okkur fram
til þjónustu.
Það ætti að vera augljóst að stofna þurfi til samvinnu
um útflutning og markaðsöflun erlendis á víðtækum
grunni. Ekki er lengur hagkvæmt að hvervinni ísinni
grein án tengsla við aðra. Afmarka á heppileg mark-
aðssvæði og gera um þau heildstæðar áætlanir.
Markaðssóknin ætti að byggjast á greiningu þarfa
ásamt skipulegum hugmyndum um uppfyllingu
þeirra. Auka verður grunnrannsóknir í byggingariðn-
aði og leggja áherslu á þætti sem tengjast útflutningi
á byggingarstarfsemi o.s.frv. Koma á upplýsingum
á framfæri eftir þeim boðleiðum sem tækni nútímans
leyfir. Ef vel tekst til treystir þetta þann þekkingar-
grunn sem við eigum heima fyrir og það gerir okkur
kleiftað náenn betri árangri, bæði heimaog erlendis.
Við getum því borið höfuðið hátt og megum vel trúa
því að framtíðin verði okkur sæmilega björt. ■
21