AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.09.1995, Blaðsíða 21
út. Útboðsgögnin eru síðan notuð sem vinnulýsing
og áætlun fyrir verkið.
Það má skipta lagningu strengsins í þrjá meginþætti,
það er: Lagningu innanbæjar, en vinna við lagningu
strengja innanbæjar er oft töluverð þar sem í flestum
tilfellum þarf að grafa skurði og leggja rör og brunna
sem strengurinn er síðan dreginn í. Lagningu á lands-
byggðinni og þar er algengast að strengir séu
plægðir niður þar sem það er mögulegt og eru þeir
þá plægðir niður á um 80 cm. dýpi. Þar sem þess er
þörf þá eru sett hlífðarrör utan um strenginn og hefur
það reynst mjög vel. Oft og tíðum eru samt ýmsar
hindranir sem koma í veg fyrir að hægt sé að plægja
strenginn niður og þarf þá ýmist að grafa eða jafnvel
að sprengja klappir og annað sem á vegi verður.
Lagningu sæstrengja en þeir hafa verið lagðir í ýmsa
firði umhverfis landið og þar sem það hefur verið
gert hafa verið settir 2 strengir í hvern fjörð þannig
að til er varaleið yfir fjörðinn ef annar strengurinn bilar
eða skemmist.
Einnig hefur Póstur og sími tekið þátt í lagningu á
Cantat-3, sæstreng sem liggurfrá Kanadatil Evrópu
með viðkomu á íslandi, og hefur sá strengur gjör-
breytt möguleikum okkar til alþjóðasamskipta.
Þar sem lagning Ijósleiðarans hefur að mestu leyti
verið í höndum verktaka þá hefur Póstur og sími haft
mjög náið eftirlit með framkvæmdum á hverjum stað
og eru fulltrúarfrá P&S sem fylgjast með hverju verki.
Sjá þeir til þess að farið sé eftir útboðslýsingu og er
mikil áhersla lögð á að frágangur á jarðvegi sé góður
eftir að búið erað leggja strenginn. Haldnireru fundir
með reglulegu millibili þar sem farið er yfir stöðu mála,
árangur og annað sem tengist lagningunni og hefur
þetta fyrirkomulag reynst mjög vel.
Þegar lagningu strengsins er lokið taka starfsmenn
Pósts og síma aftur við verkinu og sjá um tengingar
og annan frágang. P&S hefur yfir að ráða mönnum
sem eru sérhæfðir í tengingum og mælingum á Ijós-
leiðurum og hefur verið haldið uppi háum kröfum á
öllu sem við kemur þeim þáttum. Mjög sérhæfð tæki
eru notuð við tengingar og mælingar á Ijósleiðaranum
og er Ijósleiðaradeildin eini aðilinn hér á landi sem
hefur yfir slíkum búnaði að ráða. Af þeim ástæðum
hefur P&S séð um lagningu og tengingu á Ijósleið-
urum sem sérverkefni fyrir ýmsa aðila, eins og Lands-
virkjun, Háskóla íslands, Stöð 2 og fleiri. ■
19