AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.09.1995, Blaðsíða 30
víðtæk könnun á ferðavenjum Reykvíkinga síðan þá.
Við gerð umferðarspár er reiknilíkanið fyrst matað
með eftirfarandi upplýsingum:
1. Áætlunum sveitarfélaganna á Höfuðborgarsvæð-
inu um íbúafjölda og landnotkun eftir svæðum til
næstu 20 ára (svokallaðar skipulagstölur).
2. Áætlunum um ferðavenjur sem byggjast m.a. á
upplýsingum úr umferðarkönnuninni frá 1962 og
áætlaðri ferðatíðni (ferðir/íbúa/sólarhring) sem aftur
byggist á spá um fjölgun einkabíla á íbúa og orku
verði. Reiknilíkanið meltir þessar upplýsingar og gef-
ur niðurstöður í svokölluðum ferðatíðnitöflum. Þá er
reiknilíkanið matað upplýsingum um gatnakerfið,
bæði um núverandi gatnakerfi og áætlað gatnakerfi
í nýjum borgarhlutum. Meginniðurstöður reiknilíkans-
ins eru síðan aukið álag á gatnakerfið eða aukin
ferðafjöldi vegna nýrrar byggðar og aukning í eknum
kílómetrum. Niðurstöður reiknilíkansins eru síðan not-
aðar við gerð framkvæmdaáætlunar um hvar sé þörf
á að breikka stofnbraut, bæta við nýrri eða byggja
mislæg gatnamót. Áhrif hverrar framkvæmdar á ekna
vegalengd og ökustundafjölda og arðsemi hennar
er síðan metin útfrá þessum forsendum.
Um það skai ekki deilt að brýn nauðsyn er að gera
umferðarspá svo einhverjar hugmyndir fáist um þörfi-
na fyrir ný umferðarmannvirki. Hins vegar verður að
varast að líta á niðurstöður reiknilíkansins sem algild-
an sannleika. Hafa verður í huga að megin upplýs-
ingarnar sem reiknilíkanið er matað með eru byggðar
á áætlunum. Sérstaklega á þetta við um skipulags-
tölurnar svokölluðu, þ.e. áætlunum sveitarfélaganna
um landnotkun og íbúafjölda á nýjum byggðasvæð-
um og raunar í eldri byggð einnig. Þær byggjast að
stórum hluta á pólitlskum ákvörðunum yfirvalda í
sveitarfélögunum og ákvarðanirnar eru að sjálfsögðu
breytingum háðar.í þessu sambandi mætti reyna að
mata reiknilíkanið með nokkrum útgáfum af skipu-
lagstölum og kanna þannig áhrif mismunandi land-
notkunar á umferðarmagn.
Eftir því sem umferðarspáin gerir ráð meiri umferð
þeim mun meiri er þörfin á einstökum gatnafram-
kvæmdum eða m.ö.o. auðveldar er að sýna fram arð-
semi einstakra framkvæmda. Umferðarspáin sýnir
venjulega að það er gífurleg eftirspurn eftir aukinni
þjónustu við einkabílinn.
Líktog umferðarspáin byggjast arðsemisútreikningar
gatnaframkvæmda á mörgum gefnum forsendum
(þ.á.m. niðurstöðum umferðarspárinnar).Arðsemi
samgöngubóta byggist að jafnaði á eftirtöldu:
1. Færri umferðaróhöppum, t.d. vegna mislægra
gatnamóta.
2. Lægri ökutækjakostnaði vegna hærri meðalhraða
og jafnari hraða og oft og tíðum styttri vegalengda.
3. Auknum tímasparnaði ökumanna vegna styttri
aksturstlma.
Á móti þessum tekjuþáttum kemur stofn- og rekstr-
arkostnaður vegna umferðarmannvirkisins. Annar
kostnaður sem fylgir framkvæmdunum, sem oft er
erfitt að meta tölulega, er látinn liggja milli hluta og
sleppt I útreikningunum. Áhrif framkvæmdarinnar á
umhverfið, s.s. sjónræn áhrif, aukin mengun og
ónæði, erfiðara aðgengi fyrir gangandi og hjólandi
vegfarendur og óbein áhrif á rekstur almennings-
samgangna, eru allt kostnaðarþættir sem ekki eru
Mynd 3. Vítahringur einkabílastefnunnar.