AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.09.1995, Blaðsíða 58
SKÚLI H. NORÐDAHL, ARKITEKT
HANNES K R. DAVÍÐSSON
i
Gengnir eru nokkrir frum-
herjar úr íslenskri arki-
tektastétt án þess aö
gerðar hafi verið til-
raunir til að meta störf þeirra.
Hvert var framlag hvers og eins til þró-
unar byggingarlistar í landinu? Hvaða
áhrif höfðu þeir á þróun byggingar
tækninnar? Hvernig mótuðu þeir við-
horf almennings í fagurfræðilegum efn-
um? Með hvaða hætti brugðust þeir við breytingum
í hýbýlaháttum? Hvernig og hvaða áhrif höfðu þeir á
mótun íbúða almennings í umbrotum nýrra lífshátta
við vaxandi þéttbýlismyndun nýrra atvinnuhátta?
Svona má lengi spyrja án þess að fá viðhlítandi svör
vegna þeirrar vanrækslu að leita ekki eftir svörum
þeirra, sem gengnir eru, um ætlanir þeirra og viðhorf
til verkefnanna, sem þeir leystu úr.
Sá er síðast kvaddi starfsstéttina er Hannes Kr.
Davíðsson er lést 29. apríl sl.. Svo ófullkomin sem
þessi skrif hljóta að vera, skal gerð tilraun til að leita
svara Hannesar við sumu af því, sem hér var spurt
um.
Um sumt eru allgóðar heimildir í skrifum Hannesar,
um annað þarf að skoða nokkur verk frá hendi hans.
Má þar, að mati þess er þetta skrifar, glöggt sjá við-
horf hans til að hafa áhrif á þróunina.
Fyrir allmörgum árum vakti Hannes athygli mína á
því fyrirbæri, að sá arkitekt, sem hvað mest áhrif hafði
á mótun hugmyndafræði þá, sem í seinni tíð hefur
kallast „modernismi" eða nútímastefna í byggingar-
listinni, hvarf í skugga hávaðasamari forystumanna.
Þetta var austurríski arkitektinn Adolf Loos (1870-
1933). Framan af starfsferli sínum ritaði hann og gaf
út blöð þar sem hann rökstuddi og skýrði grundvöll
að sannri byggingarlist. Hann var mjög skýr í hugs-
un, framsýnn og bjó yfir sterkri siðgæðisvitund. Hann
hvikaði ekki frá að fylgja eftir skoðunum sínum, þó
að það einangraði hann í samfélagi stéttarinnar.
Því segi ég frá þessu hér að Hannes kynnti sér skrif
þessi og verk Adolfs Loos og þótti mikið koma til
þessa raunverulega frumkvöðuls „modernismans".
Þó að hálf öld skildi að þessa tvo menn sýnist mér
eðliseiginleikar þeirra hinir sömu:
íhygli, skýr rökræn hugsun, sterk sið-
ferðiskennd, framsýni og hugrekki til
að fylgja eftir sannfæringu sinni. Hér
væri tilefni til að vitna í skrif Adolfs Loos
en skal látið ógert. Þess í stað skal
vitnað í viðtal við Hannes um afstöðu
hans til starfsins, stéttarfélaganna og
samfélagsins. Sem stéttvís félags-
maður segir hann: „Ég tel að það hafi
verið óþurftarspor, sem stigið var, þegar farið var að
skipta félaginu upp í launþega og vinnuveitendur,
enda sýndi það sig að forvígismenn skiptingarinnar
voru fljótir að gufa upp úr röðum verkalýðsins".
Þetta hefur orðið stéttinni til stórtjóns og bundið enda
á þau samskipti félaganna að hittast og ræða verk
sín og starfsbræðranna og leita„eðlilegra lausna á
hönnun húsa“, eins og gerðist títt áður. Hannes segir
í sama viðtali: „Tæknin ætti ekki að hindra mann, þeg-
ar maður ræður við hana, en það er forsenda og þá
getur hún orðið manni lyftistöng".
Lokaorð Hannesar voru: „Arkitektar ættu að reyna
að kryfja verkefnin til skilnings, þegar þau berast,
og að kryfja eiginleika byggingarefnanna, svo að þau
verði arkitektinum undirgefin til lausna. Ef þetta tekst,
þá held ég að allt ætti að vera í lagi“.
í umræðunni um modernisma-postmodernisma
kemst Hannes svo að orði: „Menn geta ekki lifað í
fortíðinni, ekki heldur þó þeir api eftir ýmsa hluti, „til-
vitnanir" frá fyrri öldum, þeir skapa engin tengsl við
fortíðina með því. Með því magna þeir bara umkomu-
leysi sinnar samtíðar. En með því að kryfja eðli góðra
verka og koma fram af hreinskilni við okkar eigin sam-
tíð opnast leiðir til frjórra og góðra verka".
í upphafi starfs hér heima lagði Hannes fram sinn
skerf til umræðunnar um hýbýlakosti og gerð íbúðar-
húsa með greinaskrifum um það efni. Eftir síðari
heimsstyrjöldina rýmkaðist svo fjárhagur fólks að farið
var að byggja stærri íbúðir en gert var á kreppuárum.
í grundvallaratriðum gerðist það að herbergjatengsl
héldust óbreytt frá smærri íbúðum en gangur, sem
tengdi öll herbergi, óx á alla vegu svo að úr varð s.k.
hol. Þetta hugsunar og hugmyndaleysi gagnrýndi
i
í
56