AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.09.1995, Blaðsíða 71

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.09.1995, Blaðsíða 71
TVOFOLD ORKUSPARANDI TIMBURHUS Undanfarna áratugi höfum viö íslendingar verið ailtof önnum kafinir við að byggja yfir okkur til þess að gefa nægilegan gaum að því hvað við vorum að gera. Mikil verðbólga hafði þær afleiðingar að það var um að gera að byggja fljótt og stórt. Fáir fjárfestingar- kostir sem við áttum völ á gáfu þokkalegan arð og því fjárfestu mjög margir í of stóru og óhagkvæmu íbúðarhúsnæði sem auk þess var dýrt í rekstri. Meira var hugsað um að kaupa einhverja ódýra teikningu en að leggja tíma og fé í að hanna hús sem væri ódýrt í byggingu og rekstri. Ódýr orka til hitunar á hitaveitusvæðum hefur líka haft þær afleiðingar að við höfum dottað á verðinum og höfum ekki lagt áherslu á að hanna byggingar sem henta íslenskum staðháttum, er ódýrt að hita, þurfa lítið viðhald og eru á annan hátt hagkvæmar í rekstri. í stað þess að huga að þessum grundvallar- atriðum góðrar byggingarlistar höfum við, þessi fá- tæka.skulduga þjóð.oft lagt meira upp úr því að elta útlenda „stæla" í arkitektúr, í algeru fyrirhyggjuleysi. Margir einstaklingar, fyrirtæki og opinberir aðilar sitja þannig uppi með mannvirki sem oft og tíðum henta þeim illa, eru viðhaldsfrek og dýr í rekstri. Ef menn á hinn bóginn setjast niður og reyna að gera sér tölulega grein fyrir hlutunum, þá eru það oft þessi grundvallaratriði, en ekki „stælarnir" sem skilja á milli feigs og ófeigs í lífi venju- legrar fjölskyldu eða fyrirtækis. Sá sparn- aður sem hlýst af því að búa í húsi sem er hagkvæmt í rekstri er ótrúlega fljótur að segja til sín. Sé þessi sparnaður ávaxt- aður þokkalega getur hann hugsanlega líka gert fólki kleift að minnka við sig vinnu, ferðast, mennta börnin sín sæmi- lega eða leggja eitthvað fyrir til elliáranna eins og nú virðist ekki vera vanþörf á fyrir flesta, þrátt fyrir alla lífeyrissjóði lands- manna. Margir byggingaraðilar hjá aðliggjandi þjóðum hafa á undanförnum áratugum gert sér mun betri grein fyrir þessum málum en við og þróað markvissar aðferðir og tækni til að draga úr rekstrar- og viðhaldskostnaði húsa, gera þau þéttari, minnka hitatap og hljóðeinangra þau betur. Flér hafa íslenskir byggingamenn síst efni á að vera eftirbátar annarra. Flér ætti íslenskur bygg- ingariðnaður með réttu að vera í forystusveit, enda er hér oft ekki um flóknara mál að ræða en að tileinka sér tækni sem þegar hefur hlotið almenna notkun víða erlendis. Þeir sem hafa viljað brydda upp á nýjungum í ís- lenskum byggingariðnaði hafa oft átt við ramman reip að draga.Samt er þetta jafnvel að breytast, enda er byggingariðnaður nú sem óðast að verða alþjóð- legur eins og aðrar greinar framleiðsluiðnaðar. Um árabil hafa íslenskir hönnuðir verið að þreifa sig áfram með tvöföld hús, en ein þeirra nýjunga í orku- sparnaði í húsum, sem fram hafa komið á undan- förnum árum erlendis og hefur vakið þar töluverða athygli, er einmitt „tvöfalt hús“ úr timbri sem geymir sólarhita og þarf mjög litla orku til upphitunar. Við framleiðslu slíkra húsa þarf ekki heldur nemau.þ.b. 10% af þeirri orku sem nauðsynleg er til að búa til venjulegt hús. Þetta byggingarkerfi er upprunnið í Bandaríkjunum. Þar hefur það vakið mikla athygli og hefur m.a. hlotið sérstaka viðurkenningu Orkumálaráðuneytisins (De- Þar sem ekki er hitaveita geta ENERTIA húsin reynst mikil búbót fyrir rekstraraðila. Óþarfi er að mála húsin að utan eða innan. 69 GESTUR ÓLAFSSON, ARKITEKT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.