AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.09.1995, Blaðsíða 22
HELGI HAFLIÐASON, ARKITEKT
ER ÞEKKING OKKAR I BYGGINGAR-
IÐNAÐI (GJALD)EYRISVIRÐI?
Spurningar af þessu tagi hafa oft komið
fram og er þá oftast átt við það hvort við
getum selt eitthvað úr landi gegn gjaldi.
f hugum margra þarf það sem selt er helst
að vera eitthvað áþreifanlegt og endurgjaldið að
koma tiltölulega fljótt.
Hugvit og þekking á ýmsum sviðum eru ekki áþreif-
anleg fyrirbæri og mörgum gengur illa að skilja að
borga þurfi fyrir slíkt. Sumum finnst að hugvitið sé
aðallega í öðrum löndum og við ættum fremur að
einbeita okkur að gjaldeyrisöflun með sölu á því sem
mokað er upp úr sjónum í sem allra mestu magni.
Sem betur fer er slíkur hugsunarháttur á undanhaldi
og menn hafa a.m.k. skynjað þörfina fyrir hugvit og
þekkingu á öllum stigum framleiðsluferils vöru, þ.e.
allt frá undirbúningi og þar til varan er komin til neyt-
andans.
Ef spurt er hvort þekking okkar í byggingariðnaði sé
eitthvað meiri eða betri en annars staðar gerist væri
líklegt að svarað verði að svo væri ekki því allt slíkt
hefðum við þurft að læra af öðrum þjóðum sem kynnu
allt miklu betur en við í þeim efnum.
SKOÐUM ÞETTA ÖRLÍTIÐ NÁNAR
Næstum allt sem við höfum lært af öðrum
þjóðum höfum við orðið að laga að íslensk-
umaðstæðum. Af því hefur skapast dýrmæt
og einatt alltof dýrkeypt þekking. Nærtækt
er að nefna steinsteypuna sem þjóðin hefur
gert að aðalbyggingarefni sínu. Með undra-
skjótum hætti tókst að finna ráð sem duga
til að minnka alkalívirkni í steinsteypu niður
fyrir hættumörk. Þrátt fyrir takmarkað fé til
rannsókna hefur jafnframt verið hugað að
ýmsum öðrum eiginleikum steypunnar, m.a.
hefur tekist að búa til steinsteypu með styrk-
leika langt fram yfir það sem þekkst hefur
hingað til. Gerðar hafa verið tilraunir með
húðunarefni sem fyllilega hafa staðist sam-
jöfnuð við sambærileg efni erlendis frá.
Einnig hefur hér verið þróað og smíðað tæki
sem mælir styrkleika steypunnar áður en
henni er rennt í mótin og er sala á því hafin
erlendis. Víða um heim hafa rannsóknir Islendinga
á steinsteypu vakið athygli.
Þetta er lítið dæmi um hvers við erum megnug þegar
þarf að fást við alvarlegt vandamál.Meir en 1000 ára
búseta í þessu landi hefur kennt okkur að nýta kraft-
ana á réttan hátt og standa saman sem einn maður
þegar eitthvað bjátar á og eru þessir eiginleikar lík-
lega orðnir hluti af þjóðareðlinu. Aftur á móti hættir
okkur til að vanmeta nauðsyn á rannsóknum, verk-
menntun og öðru sem leiðir til farsælli árangurs í
framkvæmdum þegar til lengri tíma er litið. Enn bú-
um við samt við mjög góða almenna menntun og
verkþekking er líklega almennari en víðast hvar
annars staðar. Það er einnig styrkur okkar að þekking
í byggingariðnaði hefur borist hingað hvaðanæva
úr veröldinni gagnstætt því sem gerist meðal stærri
þjóða þar sem þekkingin er að mestum hluta heima-
fengin. íslenskir arkitektar og margir verk- og tækni-
menntaðir menn hafa stundað nám í ýmsum löndum
og það veitir okkur þá sérstöðu að hér hefur safnast
Myndin sýnir slagregnsskáp við Rb.en í greininni kemurfram að erlendar lausnir,
einkum varðandi þéttingar, verður ætíð að aðlaga íslensku veðurfari.
►
V
20