AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.09.1995, Blaðsíða 31

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.09.1995, Blaðsíða 31
hugleiddir í hefðbundnum arðsemisútreikningum. ( nýlegri skýrslu Borgarverkfræðings og Verkfræði- stofu Sigurðar Thoroddsens um arðsemi helstu gatn- aframkvæmda í Reykjavík er venjubundnum útreikn- ingum beitt. Samkvæmt útreikningunum felst arðsemi gatnaframkvæmda í Reykjavík aðallega í þeim tíma- sparnaði sem samgöngubæturnar hafa í för með sér. Mat á peningalegu verðmæti tímasparnaðar er að jafnaði erfiðasta og umdeildasta atriðið i slíkum út- reikningum. Forsenda þess að raunhæft sé að meta tímasparnað til fjár er sú, að sá tími sem ekki fer í að ferðast nýtist til gagnlegri hluta, m.ö.o. tíminn er ávallt peningar. Virði tímans er að sjálfsögðu mjög mismun- andi milli starfsstétta og þjóðfélagshópa. Til dæmis metur atvinnulaus maður tímasparnað (vegna sam- göngubóta) tæplega jafn hátt og starfsmaður verð- bréfafyrirtækis.Þá er almennt viðurkennt að virði tíma- sparnaðar er meira í ferðum til og frá vinnu og í at- vinnuskyni heldur en t.d. í sunnudagsbíltúrum. Fjárhagslegur ávinningur tímasparnaðar í ferðum til og frá vinnu er óumdeilanlegur. Flversu hátt á að meta hann er umdeilanlegra, en hann er oftast metinn á bilinu 20-50% af meðaltímakaupi þeirra sem eru að ferðast. Tímasparnað í ferðum sem eru beinlínis í at- vinnuskyni, t.d. vöruflutningar, er í flestum tilvikum óhætt að meta mun hærra, eða allt að 100%. Ávinn- ing tímasparnaðar í öðrum ferðum sem farnar eru í frítíma er erfiðara að meta og telja sumir hæpið að meta hann nokkurs. Sumar ferðir eru einfaldlega farn- ar til þess að njóta þess að ferðast og þá skiptir hraði umferðar og tími ekki öllu máli. í þessu sambandi verður einnig að hafa í huga að samgöngubætur (gatnaframkvæmdir) hafa mest áhrif á ferðir til og frá vinnu, þ.e. ferðir sem farnar eru þegar mest álag er á gatnakerfinu og umferðartappar myndast. Ferðir farnar í öðrum tilgangi eiga sér oftast stað utan álags- tíma og breikkun stofnbrautar hefur því minni áhrif á tímalengd slíkra ferða. Því er jafnvel hæpið að taka tímasparnað í ferðum sem eiga sér stað í frítímum með í reikninginn. í fyrrnefndri skýrslu Borgarverkfræðings er tíma sparnaður svo hátt metinn að ekki er hægt annað en að vefengja útreikningana.Tímakostnaður er reiknaður í þrennu lagi: fyrir fólksbifreiðar, flutninga- bifreiðar og strætisvagna. Ferðum á fólksbifreiðum (einkabílum) er skipt í ferðir í atvinnuskyni og aðrar ferðir. Það sem átt er við með ferðum í atvinnuskyni eru einkum ferðir til og frá vinnu og er áætlað að þær séu 20% af öllum ferðum einkabíla. í útreikning- unum fyrir tímasparnað í slíkum ferðum er miðað við 100% hlutfall af meðallaunum iðnaðarmanna að viðbættum launatengdum gjöldum eða 938 kr/klst (í byrjun árs 1994). Þetta verður að teljast óeðlilega hátt hlutfall þar sem mjög algengt er að miða við 50% hlutfall og ailt niður í 20% í sambærilegum útreikningum.Meðaltímakaupið er einnig í hærra lagi, en samkvæmt upplýsingum Kjararannsóknarnefnd- ar er markaðsverð tímakaups á íslandi rúmar 500 kr. (meðaltal fyrir 60% launþega í byrjun árs 1994). Tímasparnaður í öðrum ferðum, aðallega ferðum í frítíma, er metinn til fjórðungs af sparnaði í ferðum í atvinnuskyni, eða 25% af meðaltímakaupi. Það verður einnig að teljast hátt mat því eins og áður segir eru skiptar skoðanir um það hvort taka eigi Mynd 4. Vítahringur einkabílastefnunnar rofinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.