AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.09.1995, Blaðsíða 31
hugleiddir í hefðbundnum arðsemisútreikningum.
( nýlegri skýrslu Borgarverkfræðings og Verkfræði-
stofu Sigurðar Thoroddsens um arðsemi helstu gatn-
aframkvæmda í Reykjavík er venjubundnum útreikn-
ingum beitt. Samkvæmt útreikningunum felst arðsemi
gatnaframkvæmda í Reykjavík aðallega í þeim tíma-
sparnaði sem samgöngubæturnar hafa í för með sér.
Mat á peningalegu verðmæti tímasparnaðar er að
jafnaði erfiðasta og umdeildasta atriðið i slíkum út-
reikningum. Forsenda þess að raunhæft sé að meta
tímasparnað til fjár er sú, að sá tími sem ekki fer í að
ferðast nýtist til gagnlegri hluta, m.ö.o. tíminn er ávallt
peningar. Virði tímans er að sjálfsögðu mjög mismun-
andi milli starfsstétta og þjóðfélagshópa. Til dæmis
metur atvinnulaus maður tímasparnað (vegna sam-
göngubóta) tæplega jafn hátt og starfsmaður verð-
bréfafyrirtækis.Þá er almennt viðurkennt að virði tíma-
sparnaðar er meira í ferðum til og frá vinnu og í at-
vinnuskyni heldur en t.d. í sunnudagsbíltúrum.
Fjárhagslegur ávinningur tímasparnaðar í ferðum til
og frá vinnu er óumdeilanlegur. Flversu hátt á að meta
hann er umdeilanlegra, en hann er oftast metinn á
bilinu 20-50% af meðaltímakaupi þeirra sem eru að
ferðast. Tímasparnað í ferðum sem eru beinlínis í at-
vinnuskyni, t.d. vöruflutningar, er í flestum tilvikum
óhætt að meta mun hærra, eða allt að 100%. Ávinn-
ing tímasparnaðar í öðrum ferðum sem farnar eru í
frítíma er erfiðara að meta og telja sumir hæpið að
meta hann nokkurs. Sumar ferðir eru einfaldlega farn-
ar til þess að njóta þess að ferðast og þá skiptir hraði
umferðar og tími ekki öllu máli. í þessu sambandi
verður einnig að hafa í huga að samgöngubætur
(gatnaframkvæmdir) hafa mest áhrif á ferðir til og
frá vinnu, þ.e. ferðir sem farnar eru þegar mest álag
er á gatnakerfinu og umferðartappar myndast. Ferðir
farnar í öðrum tilgangi eiga sér oftast stað utan álags-
tíma og breikkun stofnbrautar hefur því minni áhrif á
tímalengd slíkra ferða. Því er jafnvel hæpið að taka
tímasparnað í ferðum sem eiga sér stað í frítímum
með í reikninginn.
í fyrrnefndri skýrslu Borgarverkfræðings er tíma
sparnaður svo hátt metinn að ekki er hægt annað
en að vefengja útreikningana.Tímakostnaður er
reiknaður í þrennu lagi: fyrir fólksbifreiðar, flutninga-
bifreiðar og strætisvagna. Ferðum á fólksbifreiðum
(einkabílum) er skipt í ferðir í atvinnuskyni og aðrar
ferðir. Það sem átt er við með ferðum í atvinnuskyni
eru einkum ferðir til og frá vinnu og er áætlað að
þær séu 20% af öllum ferðum einkabíla. í útreikning-
unum fyrir tímasparnað í slíkum ferðum er miðað við
100% hlutfall af meðallaunum iðnaðarmanna að
viðbættum launatengdum gjöldum eða 938 kr/klst (í
byrjun árs 1994). Þetta verður að teljast óeðlilega
hátt hlutfall þar sem mjög algengt er að miða við
50% hlutfall og ailt niður í 20% í sambærilegum
útreikningum.Meðaltímakaupið er einnig í hærra lagi,
en samkvæmt upplýsingum Kjararannsóknarnefnd-
ar er markaðsverð tímakaups á íslandi rúmar 500
kr. (meðaltal fyrir 60% launþega í byrjun árs 1994).
Tímasparnaður í öðrum ferðum, aðallega ferðum í
frítíma, er metinn til fjórðungs af sparnaði í ferðum í
atvinnuskyni, eða 25% af meðaltímakaupi. Það
verður einnig að teljast hátt mat því eins og áður
segir eru skiptar skoðanir um það hvort taka eigi
Mynd 4. Vítahringur einkabílastefnunnar rofinn.