AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.09.1995, Blaðsíða 66
UMRÆÐA
Þrátt fyrir að umhverfisvandamál bæjarfélaganna
tveggja séu ólík voru vinnuaðferðir bæjarfélaganna
að ýmsu leyti svipuð. Bæði bæjarfélögin unnu að
því markmiði að þróa opinbera umhverfisstefnu fyrir
bæjarfélagið og vildu einnig bæta samstarf meðal
starfsmanna bæjarins á markvissan hátt. Eftir árs-
vinnu að undirbúningi umhverfisskipulags fyrir Es-
bjerg Kommune jókst vitund og áhugi starfsmanna
á umhverfismálum og ennfremur batnaði samstarf
ýmissa deilda bæjarfélagsins, þar sem starfsfólk hitt-
ist reglulega til þess að ræða undirbúning starfsins.
Við skipulag undirbúningsvinnu Local Agenda 21 í
Newcastle var áhersla lögð á þverfaglega vinnu og
hópverkefni, sem voru í meginatriðum byggð á sömu
áherslum og starfið í Danmörku, þ.e. leitast var við
að nálgast umhverfismál frá mörgum hliðum með
samvinnu einstakra starfsmanna og bæjarfélags-
deilda.
Umhverfismál eru í auknum mæli þáttur í alþjóðlegri
samvinnu og eru líkleg að verða í fyrirrúmi í samstarfi
EFTA og Evrópusambandsins í framtíðinni. Þrátt fyrir
að áhrifa löggjafar Evrópusambandsins verði enn
lítið vart á íslandi og að framtíð EFTA og EES- sam-
ningsins í núverandi formi sé óljós, hefur Island
nálgast Evrópusambandið.
Evrópusambandið hefur nú þegar haft áhrif á
framkvæmdir umhverfismála á íslandi með
lögum um Umhverfismat á framkvæmdum,
sem er mikilvægur þáttur í umhverfislöggjöf
sambandsins. Ef litið er á þróun umhverfismála
meðal aðildarlanda Evrópusambandsins, hefur
staða þeirra breyst frá því að Evrópusamband-
ið hafi einungis áhrif með nýjum tilskipunum
um lagasetningu innan landanna til þess að
það hafi bein áhrif á framkvæmd umhverfis-
mála. í stað þess að löggjöf komi ofan frá er
hvatt til þess að frumkvæði komi frá bæjar-
félögunum sjálfum, íbúum og félagasamtökum,
er það í samræmi við samþykkt alþjóða-
ráðstefnunnar í Ríó um undirbúning Local
Agenda 21 áætlananna.
í umhverfisáætlunum eins og gerðar hafa verið
í Esbjerg og Newcastle eru meginatriði sjálfbærrar
þróunar samþætt annarri stefnu bæjarfélaganna og
eru hluti af skipulagsstefnu bæjanna. íslensk bæjar-
yfirvöld gætu nýtt sér slík dæmi um aðferðir til að
auka samþættingu í samgöngumálum og skýra land-
notkun og þróun þjónustukerfa. Vegna fámennis
væru slíkir umhverfisuppdrættir í hverju sveitarfélagi
ekki raunhæfur möguleiki, en sveitarfélög sem eiga
við svipuð vandamál að stríða, svo, sem hraða
uppbyggingu í ferðamannamálum, uppblástur og
breytingu á meginatvinnuvegum, gætu undirbúið
sameiginlega umhverfisuppdrætti. Gætu sllkir upp-
drættir verið unnir í tengslum við undirbúning
svæðisskipulags . Bæjarfélög gætu einnig í auknum
mæli stefnt að því að leysa í sameiningu umhverfis-
vandamál svo sem samgöngur, skólp- og sorpmál.
Það er þó Ijóst, að áður en slík vinna getur hafist
þyrfti að vekja almenning til aukinnar vitundar um
umhverfismál. Aukið upplýsingaflæði er nauðsynlegt
og kynna þarf í auknum mæli stefnu stjórnarinnar í
umhverfismálum og áhersluatriði hennar. Þannig
mætti veita bæjarfélögum ramma til að styðjast við
til að takast á við sín eigin umhverfisverkefni. ■
64