AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.2001, Blaðsíða 39

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.2001, Blaðsíða 39
hæfileika hans. Nemendur takast á við röð verk- efna í vinnustofum, sem hafa það að markmiði að víkka skilning þeirra á tveimur meginsjónarhornum hönnunar, sem eru tækniþekking annarsvegar og hugmyndafræði hinsvegar. Þeir fá þjálfun í að setja fram hugmyndir sínar í skiljanlegu formi og fá undirbúning í að taka við gagnrýni á eigin úrlausnir og verk. Áhersla er lögð á að kynna aðferðir í teikningu, tölvuhönnun og öðrum framsetningar- aðferðum ásamt upplýsingafræði. Hugtakið „form“ og formskynjun eru í brennidepli og eðli listrænna vinnuaðferða er tekið til sérstakrar skoðunar. í kennslu á öðru ári er miðað við að nemandinn hafi getu til að skilgreina og setja fram skoðanir sínar hratt og vel, og að hann hafi tileinkað sér þann hugsunarhátt hönnuðarins að hann eigi sí- fellt að leita nýrra svara við grundvallarspurning- um og taka engum niðurstöðum sem sjálfgefnum. Hann skal vera tilbúinn til að taka við gagnrýni á eigin úrlausnir og framsetningu þeirra, og með skilmerkilegum hætti geta sett fram gagnrýni á verk annarra. Verkefnin á öðru og þriðja ári eru flest afmörkuð og sérstaklega skilgreind til þess að nemendur geti beitt sértækum aðferðum og tækni við úrlausn þeirra. Náminu lýkur með BA- rit- gerð og lokaverkefni, sem sýnt er á opinberri sýn- ingu. Eins og áður er sagt þá fara u.þ.b. 50% kennsl- unnar fram í vinnustofum, en þar tengist einnig inn kennsla í tækni og aðferðum sem fer fram á sér- stökum námskeiðum þar sem sérfræðingar koma til og kynna sína sérþekkingu. Þessi námskeið eru oft í formi fyrirlestra og samræðna, en einnig er farið fram á að nemandinn leysi sérstaklega af- mörkuð verkefni, sem tengjast vinnunni í vinnu- stofunni. Skólinn er heppinn að vera með kennslu á flestum sviðum lista og því eru möguleikar nem- enda á valgreinum miklir. Þar sem takmörk skap- andi vinnu eiga að vera óljós til að hönnuðurinn lokist ekki innan þröngra veggja aðferðarfræði, er gott að starfa í umhverfi þar sem möguleikar á aðferðum og stefnum eru svo til óþrjótandi. Skipu- lagðir hafa verið kúrsar sem eru á sameiginlegum svæðum listanna, sem nemendur úr öllum deild- um geta sótt til að stækka sjóndeildarhring sinn. Allflestir hönnuðir sem starfa á íslandi hafa aflað sér þekkingar erlendis og minnast oft námsáranna með blik í augum vegna þess ferskleika í lífi og starfi sem sveif þar yfir vötnunum. Með þetta í huga er lögð mikil áhersla á að gott andrúmsloft myndist í deildinni og því er nú í upphafi ekki ein- ungis verið að byggja upp kennsluskrá með áhugaverðum viðfangsefnum með þátttöku öflug- ra kennara, heldur er einnig verið að breyta hús- næði Listaháskólans í Skipholti 1 þar sem hönnunardeildin á að vera til húsa. Þarna eru aðalskrifstofur Listaháskólans, Opni Listaháskól- inn og ný tónlistardeild hófu einnig störf s.l. haust í næsta húsi. Einnig hóf skólinn s.l. haust starf- semi kaffibars á jarðhæðinni fyrir nemendur og starfsfólk, en einnig er vonast til að starfandi hönn- uðir og nemendur annarra deilda muni sækja kaffi- barinn. Á næstu hæð fyrir ofan er bókasafn skól- ans sem hefur að geyma bestu heimildir sem til eru um listir og hönnun á íslandi og einnig verður barinn netvæddur. Síðan ætlar hönnunardeildin að vera með innri gagnrýni og umræður þarna á barnum og hugmyndir eru um að tónlistardeildin geti einnig notað sama stað til að koma á framfæri verkum sínum. Listaháskólinn vonar að þetta geti orðið til að kröftugt starf geti þroskast þarna í Skip- holtinu sem komi nemendum og utanaðkomandi til góða. ■ 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.