Bændablaðið - 04.04.2023, Side 7

Bændablaðið - 04.04.2023, Side 7
7Bændablaðið | Þriðjudagur 4. apríl 2023 Formenn búgreinadeilda, Rafn Bergsson og Nanna Jónsdóttir. Sauðfjárbændur og skógarbændur gefnir saman. LÍF&STARF Mannlíf á Búnaðarþingi Fyrstu vísur þessa þáttar eru eftirhreytur frá síðasta vísnaþætti. Vegna ágætis þeirra verða þær því að fá rúm fyrir lesendur. Jón S. Bergmann orti svo hlýlega til Einars E. Sæmundssonar skógarvarðar: Birkigróin grundin þín gefur þér nóg að kanna. Fyrstum hló þér fjallasýn frjálsra skógarmanna. Og þessi frumlega vísa Freysteins Gunnarssonar fylgir með: Hætt er við og hætt er við að hugann illa dreymi. Mikið er, og mikið er af myrkri í þessum heimi. Næst koma nokkrar vísur sem eiga það sammerkt, að innihaldið er ástleitið og ylur í yrkingunum. Ásgrímur Kristinsson orti: Siglt er létt á lífsins mið, leikið nett við blæinn. Ást og glettur eiga við enn á réttardaginn. Svo er vísa eftir Stefán frá Móskógum, ort á Skálholtshátíð: Ástin finnur afdrep nóg, á sér leynistaði. Faðmast enn í rökkurró Ragnheiður og Daði. Þórarinn Sveinsson í Kílakoti orti líka um ylinn: Þó ‘ann hafi kannski kysst kvennavarir sleipar, hefur ‘ann aldrei eyri misst út um sínar greipar. Ólína Jónsdóttir Skróki upplifði fiðringinn sem fylgir ástinni og orti: Ást ei fipast enn sitt starf, úr mér hripar gigtin, og í svipan einni hvarf árans piparlyktin. Auðvitað kunni Hjörleifur Jónsson á Gilsbakka eitthvað um ást: Margir hæla ást um of, ýmsum var hún byrði. Nái hún aðeins upp í klof er hún lítils virði. Jón Bjarnason átti líka innlegg til ástarinnar: Drýgði hvorki dáð né synd, dáður lítt af konum. Öll var fyrir ofan þind ástleitnin hjá honum. Hér gæti Hjörtur Kristmundsson ýjað að einhvers konar ást: Árin tifa, öldin rennur, ellin rifar seglin hljóð. Fennir yfir orðasennur, eftir lifir minning góð. Nú linnir allri ástarvelgju, en alvaran tekur við. Friðrik Jónsson Skagfirðingur orti: Einn ég ligg við eyðisker, enga höfn má finna. Báruhljóðið boðar mér bana vona minna. Eftir Jón Pálma Jónsson er þessi myndræna vísa: Þótt eitthvað gleðji anda minn, einskis samt hann nýtur. Sólin aðra kyssir kinn, kuldinn hina bítur. Vilhjálmur Benediktsson frá Brandaskarði á þessa stöku: Illt er að éta einn úr skel og eiga fátt til vina, en sælt er að vera saddur vel og syngja um fátæktina. Umsjón: Árni Geirhjörtur Jónsson kotabyggd1@gmail.com MÆLT AF MUNNI FRAM Gunnar Þorgeirsson, formaður BÍ, ávarpaði fundargesti. Þorvaldur Arnarsson hjá Landeldi hf. kynnti áform um blandeldisáburð. Borgfirskir bændir ræða málin á þingsetningu. Hlynur Gauti Sigurðsson sá um tæknimál við útsendingu. Gunnar Þorgeirsson og Reynir Þór Jónsson. Ritarar fundsins. Guðrún Björg Egilsdóttir, Kristín Örvarsdóttir og Sara Huld Ármannsdóttir. Forseti Íslands og æðarbóndinn á Bessastöðum.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.