Bændablaðið - 04.04.2023, Page 21

Bændablaðið - 04.04.2023, Page 21
21Bændablaðið | Þriðjudagur 4. apríl 2023 forgangs. Það er bara hvati til að auka innflutning og gagnvart honum höfum við oft og tíðum ekki mikla möguleika. Gildir þá einu um hvaða framleiðslu er um að ræða.“ Innflutningur á kjúklingakjöti hófst árið 2011 og hefur aukist jafnt og þétt síðan. Á meðan hefur innlend framleiðsla dregist lítillega saman. Jón Magnús segir að þó að íslenska framleiðslan geti átt erfitt uppdráttar í verðsamkeppni við ódýra erlenda vöru geti hún hæglega tekið þátt í samkeppni um gæði og ferskleika. Hann gagnrýnir þau rök að aðhalds og samkeppni sé þörf og því sé innflutningur nauðsynlegur. Mikil samkeppni sé á milli þeirra þriggja fyrirtækja sem slátra og selja kjúklingakjöt. „Þessi endalausi áróður og virðingarleysi við kjúklingabændur og aðra bændur, um að við önnum ekki eftirspurn og að við séum ekki færir um hitt og þetta, er mér þyrnir í augum. Þetta tal er borið uppi af ákveðnum aðilum. Þeirra hagsmunir eru að flytja inn og selja innfluttar landbúnaðarvörur. Við höfum verið að framleiða sama magn af kjúklingum undanfarin ár en öll neysluaukningin hefur verið borin uppi af innfluttu kjöti. Allur innflutningur á vörum sem hægt er að framleiða hér rýrir hagkvæmni innlendu framleiðslunnar.“ Ekkert fer til spillis Í skýrslu ráðgjafarfyrirtækisins Environice, „Kolefnisspor íslenskra kjúklinga og leiðir til að minnka það“, er fullyrt að kolefnisspor íslenskra kjúklinga sé minna en flestra annarra dýrategunda til manneldis. Einnig að kolefnisspor íslenskrar kjúklingaframleiðslu sé langt fyrir neðan heimsmeðaltal. „Ástæðurnar eru fyrst og fremst notkun á grænni orku við framleiðsluna. Framleiðsluhúsin þurfa að vera vel upp hituð. Heitt vatn er notað við upphitun þeirra,“ segir Jón Magnús. Þá nefnir hann nýlega breytingu við urðun úrgangs úr framleiðslunni sem bætir enn stöðu innanlandsframleiðslunnar varðandi kolefnisspor. „Fyrirferðarmikill losunarþáttur var urðun á úrgangi úr sláturhúsum og útungunarstöðvum. Nú hefur urðun verið hætt og allur úrgangur fer í Orkugerðina í Hraungerðishreppi, þar sem unnið er úr hráefninu mjöl sem notað er til áburðar og landgræðslu. Sama gerist með skítinn sem er afar kraftmikill áburður. Hann er allur notaður í uppgræðslu á tún, í grasnytjar eða garðyrkju. Þannig getum við sagt með hreinni samvisku að allur úrgangur, eða hráefni, sem ekki er notaður til manneldis í kjúklingarækt, fer beint í að auðga íslenska náttúru.“ Bent hefur verið á að íslensk kjúklingarækt sé ósjálfbær því hún sé alveg háð innfluttu fóðri. Jón Magnús bendir á að þegar búið sé að renna fóðrinu í gegnum kjúklinginn þá verði til áburður, í formi kjúklingaskíts, sem sparar innkaup á þúsundum tonna af tilbúnum áburði. Hann reiknar með að rúm eitt kíló af skít verði til frá hverjum kjúklingi á eldistímanum. Umfang landsframleiðslunnar telji um 6 milljón fugla á ári. Það geri um 6 milljónir kílóa af áburði sem nýtist til hérlendis. Jón Magnús segir matvæla- framleiðslu á Íslandi vera í háum gæðaflokki en sökum legu landsins og stærðar markaðarins sé hún oft dýrari en innflutt vara. „Afar áríðandi er því að skapa innlendri matvælaframleiðslu þau skilyrði að geta keppt við innflutta vöru. Það er bæði pólitísk og samfélagsleg ákvörðun sem brýnt er að taka. Sé það gert mun íslensk framleiðsla, framleidd við þau frábæru skilyrði sem hér eru eiga alla framtíð fyrir sér.“ Egg sem ekki nýtast í eldi eru afar vinsæl vara í heimaversluninni. Viðskiptavinir bíða alla jafna í röð fyrir utan við opnunartíma. Litið inn í stofnfuglaeldi. Öll alifuglarækt á Íslandi fer fram án sýklalyfja og undir ströngu eftirliti. Tvö lönd skara fram úr þegar kemur að vaxtarhraða kjúklinga, Ísland og Nýja-Sjáland. Ástæðan er lág sjúkdómastaða. 20% afsláttur af öllum innréttingum til páska. Við aðstoðum þig við hönnun á þinni drauma innréttingu. Á miðvikudögum og fimmtudögum er opið í heimaverslun Reykjabúsins. Þar fæst bæði ferskt og frosið kjöt og ýmsar fágætar vörur, bæði unnar og óunnar. Eggin úr útungunarhænum eru flokkaðar, hreinsaðar og færðar til geymslu og síðar til útungunar og eldis. Umfang íslenskrar kjúklingaframleiðslu er um 6 milljón fuglar. Kjúklingaeldi Framleiðandi Sanderði Ísfugl Fagrabrekka Ísfugl Rauðilækur Ísfugl Heiðarbær Ísfugl Heiðabær 2 Ísfugl Hjalli Ísfugl Hjallakrókur Ísfugl Tannstaðabakki Reykjagarður Hlíðartunga Reykjagarður Vatnsendi Reykjagarður Ásmundarstaðir Reykjagarður Hellnatún Reykjagarður Helluvað 6 Reykjagarður Jarlsstaðir Reykjagarður Staðarbú Reykjagarður Einholt Reykjagarður Melavellir Matfugl Eskiholt Matfugl Holt Matfugl Móar Matfugl Fell Matfugl Hurðarbak Matfugl Miðfell Matfugl Kalkúnaeldi Framleiðandi Helludalur Ísfugl Bakki Ísfugl Auðsholt Ísfugl Lambhagi Ísfugl Stofnfuglaeldi Framleiðandi Múlakot Ísfugl Suður-Reykir Ísfugl Þórustaðir Matfugl Ásgautsstaðir Matfugl Árver Matfugl Ásmundarstaðir Reykjagarður Þrándarlundur Reykjagarður Svartagil Reykjagarður Hvanneyri Stofnungi Íslensk alifuglaframleiðsla Heimild: Kortasjá MAST.

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.