Bændablaðið - 04.04.2023, Blaðsíða 22

Bændablaðið - 04.04.2023, Blaðsíða 22
22 Bændablaðið | Þriðjudagur 4. apríl 2023 ÞÓR HF thor.is Fyrir kröfuharða Í DEIGLUNNI Rannsóknir: Áhrif fóðurs á innihald mjólkur – Mun minna joð og sink á sumrin Ásta Heiðrún Pétursdóttir, starfs- maður Matís, hefur undanfarin misseri unnið við að skoða mjólkursýni úr verslunum í Bretlandi í þeim tilgangi að mæla steinefni og snefilefni og setja í samhengi við fóðrun kúa og árstíðir. Joðmagn reyndist vera í mun minna mæli að sumarlagi og sink einnig – sem Ásta telur að geti verið áhyggjuefni varðandi þörf barna fyrir þessi steinefni. Heiti verkefnisins er Samband fóðurs og árstíðabundinna sveiflna á næringarinnihaldi mjólkur. Mjólkursýni voru tekin úr búðum í Bretlandi í heilt ár – bæði lífræn mjólk og hefðbundin – og mjólkin rannsökuð með tilliti til steinefna og snefilefna. Markmiðið var að sjá hvort það væru árstíðabundnar breytingar, sem gætu meðal annars orsakast af því að samsetning fóðurs er mismunandi eftir árstíðum. Að sögn Ástu eru niðurstöðurnar svo skoðaðar með næringarþarfir neytenda í huga, en taka þarf tillit til að næringarþarfir mismunandi samfélagshópa geta verið breytilegar. Joðstyrkurinn lægri yfir sumarmánuðina „Niðurstöðurnar sýndu að mjólk er góð uppspretta kalks, fosfórs og joðs þvert yfir samfélagshópa. Mjólk var einnig góður gjafi kalíums, magnesíums og sinks fyrir börn. Ekki reyndist mikill munur á steinefnum eftir því hvort um var að ræða hefðbundna eða lífræna mjólk. Mest áhrif voru vegna árstíðar. Rannsóknin sýndi að neysla sumarmjólkur myndi hafa veruleg áhrif á neyslu joðs hjá öllum neytendum – en joðstyrkurinn var lægri yfir sumarmánuðina. Hér gat munað miklu en í stað þess að börn fengju um 80-160 prósent af ráðlögðum dagskammti að vetri, þá myndu þau fá einungis um 16-34 prósent að sumri þegar borinn var saman munur á hæsta og lægsta styrk. Einnig fengju börn minna sink yfir sumarmánuðina. Áhrifin voru minni fyrir aðra aldurshópa.“ Niðurstöður birtar í ritrýndu tímariti Að sögn Ástu er mjólk ein helsta uppspretta steinefna í mataræði fólks og þar sem að árstíð og framleiðsluaðferð mjólkur virðist geta haft áhrif á styrk steinefna, getur þessi breytileiki haft áhrif á magn steinefna sem neytendur fá í sínu mataræði. „Þær rannsóknir sem áður voru birtar gáfu niðurstöður um ýmist mjög fá stein- eða snefilefni, en gáfu ekki heildarmynd. Þá voru einungis tekin sýni í einstökum mánuðum en ekki yfir allt árið. Þessi rannsókn var því mjög heildstæð og unnin úr gögnum frá um 500 sýnum sem tekin voru yfir heilt ár. Fyrri rannsóknir hafa einmitt sýnt að fóður hefur áhrif á innihald mjólkur, en ekki var nógu skýrt hver þessi breytileiki væri yfir árið, eða hvort hann gæti haft áhrif á neytendur. Það þarf að skoða sérstaklega fyrir þá hópa sem eru í áhættu að vera með joðskort hvort gera þurfi ráðstafanir yfir sumarmánuðina, til dæmis óléttar konur eða þær sem eru með barn á brjósti. Einnig mætti skoða að gefa joð sérstaklega sem hluta af fóðri kúa yfir sumarmánuðina. Taka skal þó fram að þessar niðurstöður miða við breskar kýr. Ekki er ljóst hver staðan er hérlendis. Það má þó leiða að því líkur að árstíð hafi einnig áhrif á efnainnihald mjólkur á Íslandi. Joðneysla hefur verið að minnka á heimsvísu og líka hérlendis. Joðskortur er farinn að vera vandamál á Íslandi,“ segir Ásta. Verkefnið var styrkt af EIT Food og unnið í samstarfi með Háskólanum í Reading. Niðurstöðurnar verða að sögn Ástu birtar í ritrýndu tímariti mjög fljótlega. /smh Landgræðslan: Kortleggja beitarsvæði geita Landgræðslan hyggst kortleggja beitarsvæði geitfjár í samstarfi við bændur. Ný kortlagningaaðferð verður tekin til notkunar, þar sem geitfjáreigendur geta sjálfir teiknað beitarsvæðin sín inn á vefsjá GróLindar. „Þegar vöktunarverkefnið GróLind hófst árið 2017 varð fljótlega ljóst að nauðsynlegt væri að hafa gott yfirlit yfir landnýtingu. Það er ein af grundvallarforsendum þess að hægt sé að skoða í samhengi ástand lands og landnýtingu að vita hvaða svæði er verið að nýta og umfang nýtingarinnar. Árið 2020 var birt fyrsta útgáfa af kortlagningu beitarlanda sauðfjár hér á landi. Nú er sú kortlagning í endurskoðun og vonir standa til þess að ný og nákvæmari kortlagning komi út á þessu ári. Árið 2022 voru birtar niðurstöður samstarfsverkefnis GróLindar og Háskóla Íslands um sumarútbreiðslu þriggja villtra grasbíta auk sauðfjár. Þar kom í ljós að skörun er mest á meðal heiðagæsa og sauðfjár,“ segir í tilkynningu frá Landgræðslunni en nánari umfjöllun um það verkefni er að finna á síðu 62 í þessu tölublaði Bændablaðsins. „Samhliða endurbótum á kortlagningu beitarsvæða sauðfjár erum við að hefja kortlagningu beitarsvæða geitfjár. Í þeirri kortlagningu er GróLind að prófa nýja aðferð við kortlagninguna sem fellst í því að gefa bændum færi á að teikna beitarsvæðin sín sjálfir inn á vefsjá og láta í té nauðsynlegar upplýsingar, s.s. beitartíma og afmörkun svæðisins, allt gert í tölvunni heima. Búið er að prufukeyra korta- vefsjána og nokkur beitarsvæði hafa verið teiknuð inn. Hingað til hefur það gengið vel. Á undan- förnum dögum og vikum hefur Landgræðslan haft samband við geitabændur landsins og óskað eftir þátttöku í verkefninu, enn er þó ekki búið að hafa samband við alla. Þar sem tiltölulega fáir geitabændur eru á Íslandi var kortlagning geitarbeitarsvæða talin henta einkum vel til að prófa og þróa áfram þessa nýju tækni. Ef vel tekst til verður þessi aðferð nýtt til að kortleggja beit annarra húsdýra á Íslandi, s.s. hrossa og nautgripa, sem og kortlagningu beitarsvæða sauðfjár. Með þessari gagnvirku kortavefsjá geta bændur tekið virkari þátt í kortlagningu, átt auðveldari aðgang að upplýsingunum, geta leiðrétt villur eða gert athugasemdir á einfaldan hátt. Einnig eru uppfærslur fljótlegri og einfaldari í sniðum heldur en ef upplýsingarnar þyrftu að fara í gegnum þriðja eða jafnvel fjórða aðila.“ Starfsfólk GróLindar, Jóhann Helgi Stefánsson og Björk Sigurjónsdóttir, munu verða í sambandi við alla geitabændur á landinu á næstu dögum og vikum. „Við vonum að verkefninu verði áfram tekið vel og að bændur hjálpi okkur að gera þessa kortlagningu eins góða og mögulegt er,“ segir í tilkynningu frá Landgræðslunni. /ghp Ásta Heiðrún Pétursdóttir starfs- maður Matís. Mjólkursýni úr breskum mjólkurkúm. Þú finnur Bændablaðið á www.bbl.is, Facebook & Instagram Næsta blað kemur út 27. apríl Geitur á beit. Þar sem tiltölulega fáir geitabændur eru á Íslandi var kortlagning geitarbeitarsvæða talin henta einkum vel til að prófa og þróa áfram nýja tækni. Mynd / Háhóll geitabú. Jóhann Helgi Stefánsson og Björk Sigurjónsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.