Bændablaðið - 04.04.2023, Blaðsíða 32

Bændablaðið - 04.04.2023, Blaðsíða 32
32 Bændablaðið | Þriðjudagur 4. apríl 2023 LÍF&STARF Vel er stutt við varðveislu menningar og rekinn er skóli fyrir þau börn á svæðinu sem illa eru sett. Ævintýralegur munaður og umhverfismeðvitund Augljóst er að Kristján, sem sá um rekstur Tiger Tops samhliða föður sínum, er enginn nýgræðingur þegar kemur að því að hafa yfirsýn yfir vel rekið fyrirtæki. Fyrir fimm árum síðan fékk hann bróður sinn til liðs við sig, en faðir þeirra lést árið 2009. Kristján hefur því í dag frjálsari hendur er kemur að því að sinna öðrum hlutum og hefur þráin til Íslands oftar en ekki blundað innra með honum. Hann hefur í nokkurn tíma velt því fyrir sér hvort hérlendis væri ekki hægt að setja upp lúxusgistiaðstöðu í mongólskum tjöldum, þá yurt – eða ger eins og þau heita á mongólsku, en Kristján kynntist töfrum Mongólíu fyrst árið 1997. Leist honum svo vel á að hann heimsótti landið árlega næstu sjö árin yfir sumartímann. „Ég fékk þessa hugmynd að gaman væri að setja upp mongólsk tjöld á Íslandi, þá á óbyggðum landsvæðum. Í Mongólíu getur hitastigið farið niður í -40 að vetrarlagi og tjöld þeirrar þjóðar gætu því alveg eins hentað vel á Íslandi. Þar er reyndar lítið um að fólk eigi landsvæði svona sérstaklega, heldur fylgja heimamenn geitum sem þefa upp grösug landsvæði, hentug til að setja upp tjöld. Nota bene, fólki er ráðlagt að elta geitur, ekki kindurnar, „því komið hefur í ljós að vitsmunir þeirra bjóða ekki upp á grösugar lendur, heldur oftast þvert á móti,“ segir Kristján glottandi. „Tjöldin sem um ræðir fara vel með umhverfið, eru notaleg og afar skjólgóð, en hátt er til lofts, vítt til veggja og flokkast gisting í þeim á allan hátt undir það sem kalla mætti ævintýralegan munað. Þau eru kringlótt og því þarf að byggja kringlóttan pall undir hvert og eitt. Kamína er í hverju tjaldi, þannig útbúið að rör komi upp úr loftinu sem hleypir reyknum út. Innan við tjalddúkinn er svo ullarfelt sem heldur hitanum inni og hægt er að setja segl yfir til að halda rigningunni úti. Er tjaldið stöðugt enda vel fest.“ Kristján festi nýverið kaup á fimm afar rúmgóðum tjöldum, 6,7 metra í þvermál, sem henta vel undir rúm fyrir fjóra gesti. Ef fólk kysi einhverra hluta vegna að sofa fremur á gólfinu kæmust a.m.k. 10 manns fyrir. Til viðbótar keypti hann minni tjöld sem þjóna tilgangi salernis, tengjast þá þeim stærri og gerir gestum kleift að ganga á milli án þess að þurfa að fara út fyrir. Kristján festi einnig kaup á tjaldi ætluðu undir veitingaaðstöðu, tæplega níu metra stóru að þvermáli og nýtist því vel sem matsalur. Kristján vill bjóða upp á hágæðaferðaþjónustu með áherslu á lágt kolefnisspor. Sér hann fyrir sér að hafa ekki gestina of marga enda ekki um almennt tjaldstæði að ræða, heldur fremur það sem mætti kalla lúxusupplifun. Landeigendur athugið „Mér þætti gaman að komast í samband og jafnvel samvinnu við landeigendur þar sem hægt er að nálgast rennandi vatn, jafnvel rafmagn og gjarnan þá sem til dæmis eiga hesta, standa í fjárbúskap eða hafa aðgang að heitum uppsprettum, laugum eða veiðiám. Leigja þá landsvæði undir húsakostinn, sem er framandi en bæði spennandi og hentugur íslenskum aðstæðum.“ Kristján leggur ríka áherslu á að fara vel með það landsvæði sem yrði nýtt undir starfsemina enda virðing fyrir umhverfinu honum hjartans mál og kemur það sterklega fram í öllu því sem hann hefur byggt upp og staðið fyrir í gegnum árin. Þeir sem hafa áhuga mega senda honum línu á netfanginu Kristjan.edwards@tigertops.com eða hafa samband við höfund greinar. Æ fleiri ferða- og heimamenn vilja njóta þess munaðar að heimsækja staði sem bjóða upp á umhverfisvæna ferðaþjónustu. Þá ekki síst vitandi að bak við fyrirtæki slíkrar þjónustu stendur nafn meðvitaðrar umhverfisvitundar. Gaman er að líta á vefsíðu fjölskyldufyrirtækis Kristjáns www.tigertops.com enda lofsvert framtak í þágu heimsins. Enn skemmtilegra verður að fá að fylgjast með velgengni hans á íslenskri grund, en án efa fer hér maður með skýra sýn á mark- mið sitt. Hótel/gistihús til leigu til lengri tíma - Framtíðarráðstöfun - Tilbúið til rekstrar strax í sumar √ Allur búnaður til staðar, bókanir sumarsins og bókunarkerfi tengt við Booking.com og Expedia.com. √ Áður skóli og heimavist. Náttúruperla mitt í fuglafriðlandi Svarfdælinga. √ Tvö hús, samtals um 1300 fermetrar. √ Ný vönduð rúm og sængurfatnaður, þvottavélar og góð aðstaða. √ Möguleiki á heilsársrekstri og búsetu. √ Framtíðartækifæri fyrir fagaðila og áhugasama með metnað í hótel og gististarfsemi. Húsabakki Svarfaðardal Fasteignamarkaðurinn ehf. – Óðinsgötu 4 , 101 Reykjavík – www. fastmark.is -fastmark@fastmark.is Valhöll Fasteignasala ehf. - Síðumúla 27, 108 Reykjavík - www.valholl.is Þó nokkur fjöldi fólks rúmast vel í einu tjaldi. Falleg gistiaðstaða. Það er að sjálfsögðu baðaðstaða í yurtum, vel kynt og notaleg. Hátt er til lofts, vítt til veggja og umhverfið allt ævintýralegur munaður. Kristján, ásamt börnum sínum tveimur, umvafinn íslenskri náttúru.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.