Bændablaðið - 04.04.2023, Síða 44
44 Bændablaðið | Þriðjudagur 4. apríl 2023
Ragnhildur og Anna Heiða
eru báðar í hlutastarfi við safnið,
en saman ná þær einu starfsgildi.
Hlutverk Ragnhildar er að taka á
móti gestum ásamt því að stjórna
daglegum rekstri safnsins. Anna
Heiða er doktor í sagnfræði og
segir Ragnhildur hana mikinn feng
fyrir safnið. „Það bjargar öllu fyrir
okkur til að geta haldið status og
sótt áfram.“
Grunninn að safninu má rekja
til 1940 þegar Bændaskólanum var
falið að sýna allt það nýjasta og
flottasta í þróun landbúnaðartækja,
en fljótlega kom í ljós að það var
vonlaust verk. Vegna þessa átti
skólinn talsvert magn af munum í
geymslu sem síðar lögðu grunninn
að safninu í dag.
Búvélasafnið varð til árið 1941,
en Anna Heiða segir að lítið hafi
verið gert við það fyrr en upp úr
1980 þegar sett var upp lítil sýning
í gamla Bútæknihúsinu. Þegar öll
bútæknikennslan færðist í nýja
Bútæknihúsið árið 1992 var opnuð
stór sýning og var safnið þar til
ársins 2014 þegar það fluttist í
Halldórsfjós. Stofnsamþykkt
Landbúnaðarsafns Íslands er frá
2007, en þá fékk safnið núverandi
nafn og var hlutverk þess víkkað
með það sjónarmið að gera meira
en einungis búvélum skil.
Landbúnaðarsafnið er
viðurkennt safn samkvæmt
kröfum Safnaráðs Íslands, en til
að fá þá stöðu mega söfn ekki
vera rekin í hagnaðarskyni og
ekki í eigu einkaaðila, en nálægt
fimmtíu söfn á landinu hafa sömu
stöðu. Landbúnaðarsafn Íslands
er sjálfseignarstofnun, en stærsti
hluthafinn er Landbúnaðar-
háskóli Íslands. Þar á eftir
koma Bændasamtök Íslands og
Borgarbyggð. Ragnhildur segir
safnið rekið undir verndarvæng
LbhÍ, en skólinn leigir Halldórsfjós
af Ríkiseignum, ásamt því
að greiða laun safnstjórans.
Borgarbyggð styrkir reksturinn
árlega með föstum greiðslum,
en allur kostnaður umfram það
þarf að vera fjármagnaður með
styrkjum. Ragnhildur segir stærstu
styrkina koma frá Safnasjóði og
Uppbyggingasjóði Vesturlands.
Áður en heimsfaraldurinn skall á
skilaði miðasala nálægt þremur
milljónum á ári.
Flestir gestir safnsins koma
í hópferðum af ýmsu tagi, en
helmingur hópanna kemur erlendis
frá. Algengt er að skólahópar komi
og þá gefa Ragnhildur og Anna
Heiða fyrirlestur um íslenskan
landbúnað. Ragnhildur segir að oft
komi mjög krefjandi hópar, því fólk
er gjarnan búið að lesa sig mjög vel
til áður en það kemur á staðinn.
Starfa samkvæmt safnalögum
Landbúnaðarsafn Íslands er
ekki eina safn landsins sem gerir
íslenskum búháttum skil, en víða
má finna búvélasöfn í einkaeigu.
Ragnhildur segir þau sinna öflugu
starfi, en nokkur munur er á þeim
og Landbúnaðarsafninu. „Við erum
með stofnskrá, varðveisluskyldur,
söfnunarstefnu og grisjunarstefnu.
Við þurfum að fylgja þessum
kvöðum sem fylgja því að vera
viðurkennt safn. Við störfum
samkvæmt safnalögum þannig að
við getum ekki vílað og dílað með
gripi. Það þurfa að vera einhver
rök fyrir því bæði af hverju við
tökum við gripnum og síðan ef við
ætlum að losa okkur við muni þarf
það að fara í gegnum ákveðna síu.
Við höfum meiri skyldur og síðan
er í hlutverki safnsins að stunda
rannsóknir. Lengst af var það
Bjarni Guðmundsson sem stundaði
það mjög vel og mikið – og hefur
haldið því að hluta til áfram,“ segir
Ragnhildur.
„Við leggjum áherslu á að þegar
við tökum við munum að gripurinn
einn og sér segir ekki mikið. Við
viljum fá upplýsingar með, eins og
hvert hann var keyptur í upphafi,
hvar var hann notaður og svo
framvegis. Það gefur miklu meiri
dýpt í gripinn en ef þú sérð bara
einhvern mun.“ Þetta skiptir gesti
miklu máli, en þeir koma oft til að
sjá tæki með fjölskyldutengingu.
Gripakostur safnsins nær vel
yfir þróun landbúnaðartækja fram
til 1980 en lítið er um samtímagripi
vegna plássleysis. Nútíma dráttarvél
eða rúllusamstæða tekur of mikið
pláss og falla þessir munir enn
fremur ekki að kröfu safnsins um
að gripir séu íslensk hönnun eða
aðlagaðir að íslenskum aðstæðum.
Ragnhildur segir að nauðsynlegt sé
að spyrja hversu einstakt tækið er
bæði á landsvísu og heimsvísu.
Ólafsdalsverkfærin dýrmætust
Gripir sem teknir eru inn á
Landbúnaðarsafnið þurfa að hafa
tengingu við Ísland. „Það eru
gripir sem eru íslensk hönnun
eða smíði, innfluttar vélar sem
er búið að breyta fyrir íslenskar
aðstæður eða með mikla tengingu
við landbúnaðinn. Við tökum
ekki við öllum fjöldaframleiddum
dráttarvélum – það er ekki pláss,“
segir Anna Heiða. Enn fremur
er reynt að forðast að taka við
mörgum gripum af sömu tegund.
Anna Heiða hefur unnið að
skráningu muna inn á Sarp, sem
er gagnagrunnur íslenskra safna.
Hún telur að helmingur munanna
sé kominn þar inn, þar af flestir
ljósmyndaðir. Hún segir að það eina
sem þurfi til að klára skráninguna
sé meiri tími og hefur safnið fengið
styrk frá safnasjóði sem vonandi
kemur skráningunni mjög langt á
næstu misserum.
Margir dýrmætir munir eru
á safninu, en aðspurð út í hverjir
séu dýrmætastir nefnir Anna
Heiða sérstaklega Þúfnabanann
og Ólafsdalsverkfærin. Elstu
munir safnsins eru hinn svokallaði
Þjóðfundarplógur frá Fitjum
sem byggður er á hugmyndum
Torfa Ólafssonar og áðurnefnd
Ólafsdalsverkfæri sem koma frá
lokum 19. aldar. Einstaka munir
gætu verið eldri, en þeir eru ekki
með staðfestan uppruna eða ártal.
Stafræn varðveisla framtíðin
„Fyrir þessa gripi sem við sjáum í
þróun landbúnaðar síðustu þrjátíu
árin þá er stafræn varðveisla líklega
vænlegasta leiðin til að við getum
sýnt þessa þróun. Við munum
ekki safna gripunum sjálfum,
heldur myndunum og sögunni
á bak við,“ segir Ragnhildur, en
með þrívíddarljósmyndum opnast
miklir möguleikar á að varðveita
stærri gripi. Við tókum inn eina
af fyrstu rúlluvélum landsins því
þetta er ákveðin bylting í tækni og
eðlilegt að taka einn slíkan grip –
en við munum ekki taka inn fyrstu
sambyggðu rúlluvélina eða eitthvað
svoleiðis,“ segir Ragnhildur.
Hvað varðar öra þróun
landbúnaðartækja nefnir Ragnhildur
sérstaklega súgþurrkun. Á
safninu er módel sem sýnir
súgþurrkunarkerfi í hlöðu, en þegar
ungir búfræðinemendur koma á
sýninguna þekkir nær enginn þessi
kerfi. „Við sjáum að á þrjátíu árum
fer þetta úr því að vera næstum
hundrað prósent yfir í það að þetta
er óþekkt. Hver segir að rúlluvélar
verði ekki einhverjir forngripir eftir
þrjátíu ár? Þessar breytingar geta
gerst svo hratt og þess vegna þurfum
við að vera á tánum.
Við þurfum líka að varðveita
sögu þess hvernig gripahús eru að
breytast. Bara það að hafa kindur í
króm þar sem er gefið á garða, en
það er varla nokkurt nýtt fjárhús sem
er byggt þannig í dag. Við þurfum
að beina sjónum að því hvað það er í
verkháttum núna og síðustu áratuga
sem við þurfum að skrásetja til að
þetta sé ekki glatað upp á seinni
tíma,“ segir Ragnhildur.
VIÐTAL
Rekstrarstjóri óskast
Pólýhúðun ehf. hefur verið stöðugt og öflugt fyrirtæki í duftlökkun (powder coating) í yfir 20 ár.
Helstu verkefni eru fyrir málm-, bygginga-, bíla- og húsgagnaiðnaðinn á Íslandi.
Starfsmenn eru 9-10 talsins.
Starfshlutverk
√ Afgreiðsla og móttaka
√ Samskipti við viðskiptavini
√ Mæling og frágangur á vörum til viðskiptavina
√ Erlend og innlend innkaup til daglegs reksturs
√ Tilboðsgerð
√ Verkstjórn
Hæfniskröfur
√ Færni í mannlegum samskiptum, frumkvæði og nákvæm vinnubrögð eru mikilvæg
√ Iðnmenntun æskileg
√ Íslenskukunnátta skilyrði
√ Tölvukunnátta er skilyrði
√ Enskukunnátta nauðsynleg
√ Lyftararéttindi nauðsynleg
Vinnutími er mán – fim 8:00-17:00, 8 daga mánaðarins, föstudaga 8:00 til kl 16:00
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Öllum umsóknum verður svarað og farið með sem trúnaðarmál.
Umsóknir og fyrirspurnir sendist á helga@polyhudun.is fyrir 15. apríl 2023
MENNING
Landbúnaðarsafn Íslands:
Þróun landbúnaðartækja ótrúlega ör
–„Hver segir að rúlluvélar verði ekki einhverjir forngripir eftir þrjátíu ár?“
Landbúnaðarsafn Íslands á Hvanneyri hefur gengið í gegnum breytingar
undanfarin misseri. Árið 2014 flutti safnið í varanlegt hús í Halldórsfjósi,
sem er gamla kennslufjósið á bænum, teiknað af Guðjóni Samúelssyni.
Árið 2017 lét Bjarni Guðmundsson af störfum sem safnstjóri, en hann hafði
sinnt uppbyggingu og rannsóknum fyrir safnið í áratugi. Við keflinu tók
Ragnhildur Helga Jónsdóttir, aðjúnkt við Landbúnaðarháskóla Íslands
(LbhÍ), og hefur hún fengið til liðs við sig Önnu Heiðu Baldursdóttur,
doktor í sagnfræði og sérfræðing í rannsóknum.
Landbúnaðarsafnið fluttist í Halldórsfjós árið 2014. Byggingin er teiknuð af Guðjóni Samúelssyni og þjónaði í
áratugi sem kennslufjós Bændaskólans á Hvanneyri. Myndir / ÁL
Moldarpottavél sem notuð var við
garðyrkju áður en plastið tók yfir.
Ástvaldur Lárusson
astvaldur@bondi.is