Bændablaðið - 04.04.2023, Síða 45
45Bændablaðið | Þriðjudagur 4. apríl 2023
Mikilvægt að læra af sögunni
„Ef við lærum ekki af sögunni
erum við oft að brenna okkur á
sama soðinu,“ segir Ragnhildur
aðspurð um mikilvægi safnastarfs.
„Gripirnir sem voru smíðaðir og
settir saman í Ólafsdal segja okkur
mikið um hvernig staðan var þá
um þekkinguna. Sama með gripi
frá miðri tuttugustu öld og gripi frá
deginum í dag. Þetta segir líka hvert
aðgengið er að hráefnum til að búa til
þessa muni. Nú eru miklar samfélags-
breytingar í gangi og kannski getum
við tekið eitthvað af þessum eldri
gripum og þróað þá áfram. Úti í safni
erum við með lítið tæki sem býr til
blómapotta úr mold, þannig að við
þurfum ekki plastið.
Þetta þótti úrelt þegar plastið kom,
en núna sjáum við vandann sem því
fylgir. Við eigum að varðveita söguna
og læra af henni til frambúðar.“
Laxveiðar og landbúnaðurinn
Landbúnaðarsafnið einblínir
núna á sögu laxveiða. „Við erum
í rannsóknarvinnu og síðan er
einn partur af þessu að setja upp
sýningu þar sem við gerum grein
fyrir hvernig þetta hefur breyst.
Þetta þróaðist frá því að
vera hugsað sem öflun matar
og undirstaða fyrir fæðuöryggi
þjóðarinnar og yfir í það að þetta
er orðið sport.
Við fórum í þetta og fáum til
þess styrki vegna þess að þessi
nýtingarpartur og mannlífið í
kringum þetta hefur ekki verið
gerð skil annars staðar,“ segir
Ragnhildur.
„Þetta er eins og lítill snjóbolti
sem byrjar að rúlla – frá því að
Bjarni Guðmundsson rak þetta
að hluta til í sjálfboðavinnu, yfir
í að við getum ráðið inn verktaka
í afmörkuð verkefni, upp í að vera
komin með fastráðinn starfsmann
núna og erum við tvær að nálgast
eitt stöðugildi samtals. Það gefur
möguleika á að halda áfram og
kannski getum við undirbyggt
fyrir enn þá fleiri rannsóknir.
Vonandi verður rannsóknavinnan
enn veigameiri partur af rekstrinum
heldur en hefur verið.
Hins vegar verður það aldrei
þakkað hversu óþreytandi Bjarni
hefur verið í að skrásetja þessa
þekkingu og upplýsingar sem hann
hefur, sem eru gríðarlega mikil
verðmæti fyrir allt og alla,“ segir
Ragnhildur.
Anna Heiða bætir því við
að lokum að stefnt sé að halda
upp á áttatíu ára afmæli Bjarna
Guðmundssonar í sumar með því
að efna til málþings í ágúst undir
heitinu „Landbúnaður í gegnum
safn og skóla.“
Frísk frá Prestsbæ
4. sæti flokki 4 vetra hryssna á LM2022
Aðaleinkunn 8,11
Þráinn fer frábærlega vel af stað sem kynbótahestur og hefur þegar skilað gæðingum til
dóms. Þráinn gefur heilt yfir geðgóð, stór og falleg hross með góða framhæð. Töltið er mjúkt
og skrefmikið og mörg vel vökur. Afkvæmin virka samstarfsfús og eru upp til hópa gæf og
forvitin. Þráinn hefur sjálfur sannað sig og náð mögnuðum árangri í kynbótadóm (Ae. 8,95)
og keppni (F1.-7,73 / A-fl.- 8,91).
Þráinn frá Flagbjarnarholti verður í sæðingum og hólfi hjá Guðríði í Reykjadal við Flúðir
frá miðjum júní og fram á haust. Upplýsingar um notkun í Reykjadal veitir Jón William í
síma: 847 8130 og um netfangið: gudridur88@gmail.com
Pantanir og upplýsingar gefur Þórarinn í síma 891 9197
og á netfangið: totieymundsson@gmail.com
Þrá frá Lækjarmóti
2. sæti flokki 4 vetra hryssna á LM 2022
Aðaleinkunn 8,33
Vala frá Syðra-Garðshorni
1. sæti flokki 4 vetra hryssna LM2022
Aðaleinkunn 8,39
Þráinn frá
Flagbjarnarholti
1) Fyrsta keppni í fimmgangi
2) Kynbótadómur 2018. Ae. 8,95
3) Einstakur persónuleiki
Þráinn frá Flagbjarnarholti IS20221181608
1 2 3
Anna Heiða Baldursdóttir (t.v.) starfar við rannsóknir og skrásetningu við
Landbúnaðarsafn Íslands, en hún lauk nýlega doktorsprófi í sagnfræði.
Ragnhildur Helga Jónsdóttir (t.h.), safnstjóri, starfar jafnframt sem
aðjúnkt við LbhÍ.
Mikill fjöldi er af traktorum og merkilegum búvélum.
Dýrmætustu munir safnsins láta ekki mikið yfir sér. Það eru hin svokölluðu
Ólafsdalsverkfæri sem smíðuð voru á ofanverðri 19. öld.